Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 8
8 Fréttir Víkurfréttir 11. júlí 1991 Margeir í Benetton Keflvíkingurinn Margeir Margeirsson, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Reykdal og dætrum hafa fest kaup á Benettonverslununum í Kringl- unni og á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Fyrir rekur Margeir m.a. veitingastað í höf- uðborginni. Með kaupunum tekur hann við þekktum um- boðum, en ekki húseigninni við Skólavörðustíginn, en sú versl- un verður lögð niður í sumar. Kom þetta fram í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Keflavík: GOTT ÁSTAND í MIÐBÆNUM Ástandið í miðbæ Keflavíkur er með góðu móti og að sögn Karls Hermannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns. Mikil breyting hefur orðið til batnaðar síðustu mánuði og hafa afskipti lögreglunnar farið minnkandi. Undanfarnar helgar hafa líka verið rólegar í miðbænum, enda rnargir sem fara út úr bænum um helgar. Afmæli í dag 11. júlí er hinn sprell- fjörugi Jón I. Pálsson 40 ára. Hann tekur á móti gler- hörðum pökkum í Laxdalshúsi á Akureyri á afmælisdaginn. Sextugur verður þriðju- daginn 16. júlí Þórhallur Guð- jónsson. Hann tekur á móti gestum þann dag í húsi Al- þýðuflokks Keflavíkur, Hafn- argötu 31, 3. hæð, frá kl. 19- 21. Auðunn meö prammann í drætti út Keflavíkina, á leiðinni til Keflavíkurhafnar á laugardag. Ljósm.: epj. Björgun prammans gekk vel Með aðstoð jarðýtu, drátt- arbíls og krana tókst í síðustu viku að snúa prammanum við þar sem liann lá við gömlu miðbryggjuna neðan við Kefla- vík hf. Var hann síðan dreginn af hafnsögubátnum Auðni að hafnargarðinum í Keflavík á laugardag og síðar um daginn var sogrörið og annað af prammanum sem skilið var eft- ir í Keflavíkurhöfn híft um borð í hann. Að sögn björgunaraðila verður allt það sem í pramm- anum var er hann kom hingað í drætti í septentber sl. tekið í land og fjarlægt. Eins verður gert við það sem skemmdist á landi við björgun prammans. Nú í vikunni átti síðan að draga prammann til Hafnarfjarðar og trúlega verður hann auglýstur þar til sölu. Sjálfur vegur pramminn um 200 tonn með öllum búnaði og á sfnum tíma var hann tryggður fyrir um 60 milljónir króna. FERÐALAC A SUMARVERÐI I SAMKAUP NUNA! SÓLHÚSGÖGN- hvergi ódýrari 995 kr. stk. .... 3.990.- .... 4.990.- ....4.990.- .... 7.600.- ....2.184,- ......450.- ...... 990.- .... 1.390.- Stakir sólstólar....... Borö 90x90............. Borö 140x85............ Tilboð - 4 stólar og borö 90x90............. Tilboð - 4 stólar og borö 140x85............ Sessur í sólstóla 4 stk... Sólstólar barna........ Sólborð barna.......... Klappstólar í tjaldiö eöa tjaldvagninn frá....... 2ja hellu plata frá KERMEL Aöeins kr. 10.422.- 1 hella og ofn frá Mulinex Aöeins kr. 11.477.- ROWENTA kaffivél 10 bolla TILBOÐ: kr. 2.500.- TILBOÐ í FATADEILD Regnfatnaöur fulloröins st. S-XL kr. 3.990-5.100.- Regnfatnaöur barna st. 92-176 kr. 3.300.- Sumarsængur í bústaðinn - aöeins kr. 2.400.- Handklæðasett (2 handklæöi og 2 þvottap.) 990.- Strigaskór meö frönskum lás st. 35-46 frá 1.450.- BLÚSSUR, PEYSUR OG STUTTBUXUR í FALLEGUM LITUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.