Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.07.1991, Blaðsíða 16
Erlendur gjaldeyrir afgreiddur samdægurs! ií5Pf\RI5JÖDURIMN I KEFLAVIK KLOFNAÐIVEGNA STAÐSETNINGAR VATNSRENNIBRAUTAR Staðsetning vatnsrenni- brautar þeirrar sem Vatns- veita Suðurnesja vill gefa Keflvíkingum var enn einu sinni til umræðu á fundi byggingarnefndar sundmið- stöðvar á miðvikudag í síð- ustu viku. Þar klofnaði nefndin í málinu. Meirililuti nefndarinnar Sigurður Steindórsson, Jó- hann Einvarðsson og Jón Halldórsson voru samþykkir því að brautin yrði staðsett í austurhorni laugarinnar, en minnihluti, Hafsteinn Guð- mundsson og Kolbeinn Páls- son vildu að brautin yrði staðsett við áhorfendapalla og útiklefa kvenna. Oskaði Hafsteinn Guð- mundssona eftirfarandi bók- unar: „Á fundi byggingar- nefndar Sundmiðstöðvar sem haldinn var 17. apríl sl. var samþykkt að vatns- rennibrautin verði staðsett við áhorfendapalla og að hún endi í útiklefa kvenna. Voru allir sammála um að braut- inni væri vel fyrir komið á þessum stað. Utiklefa karla yrði síðan tvískipt (fyrir konur og karla) enda nægilegt rými til þess. Þessi samþykkt bygg- ingarnefndar var gerð eftir að ítarlegar athuganir, allt frá opnun Sundmiðstöðvarinnar, höfðu farið fram á því, hvar heppilegast væri að staðsetja vatnsrennibrautina. Voru mjög margir ntöguleikar kannaðir m.a. að láta brautina enda í barnalauginni, en ýmsir vankantar voru á því. Niður- staðan af þessum athugunum varð því sú, að heppilegast væri að konta brautinni fyrir sem næst barnalauginni og væri það hægt með því að nýta það svæði sem sáralítið er notað þ.e. hluta af á- horfendasvæði og ca. einn þriðja af útiklefa kvenna. Þessi staðsetning er mjög heppileg enda eru vatns- rennibrautir, sem mest eru notaðar af börnum, yfirleitt látnar enda í bamalauginni eða í sérstakri laug í námunda við hana. Að staðsetja vatnsrenni- brautina við enda djúpu laugarinnar er mjög var- hugavert þar sem ósynd börn m.a. koma til með að nota brautina mikið og einnig er þetta aðalsólbaðssvæði sund- laugarinnar. sem er mikið notað á góðviðrisdögum og því fráleitt að taka það svæði undir vatnsrennibraut. Er ég því mótfallinn því að vatnsrennibrautin verði stað- sett á þessum stað. Hafsteinn Guðmundsson“ Meistarakoss! Karen Sævarsdóttir og Hilniar Björgvinsson sigruðu á ineist- aramóti G.S. um helgina. Sjá uinfjöllun á bls. 14. Ljósm. Pket. RESÍAURANT 101 Fyrsta flokks veitingasalur, ekki bara fyrir hótelgesti - heldur líka fyrir þig! SÍMI 92-15 222 FW HSIÉL NOTAÐIR BÍLAR í ÚRVALI BÍLAKRINGLAN Grófin 7 og 8 Símar 14690 - 14692 Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu: Víðismenn slógu Fram út - unnu sinn fyrsta sigur á sumrinu, 2 -1. Það kom að því að Víðismenn ynnu sigur í sumar. Þeir slógu Is- íandsmeistara Fram út úr Mjólk- urbikarkeppninni á þriðju- dagskvöldið á Laugardalsvelli. Síðast þegar liðin léku í Laug- ardalnum sigraði Fram með fimm mörkum gegn engu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sigurinn yfir Fram að þessu sinni var því enn sætari fyrir bragðið. Víðismenn áttu fyrsta orðið í leiknum þegar í upphafi. Grétar Einarsson skoraði með því að vippa knettinum yfir Birki í marki Fram, eftir góða sendingu frá Bimi Vilhelmssyni. Framarar voru meira með knöttinn eftir markið, en tókst þó ekki að jafna leikinn fyrr en langt var liðið á síðari hálfleik. Víð- ismenn gáfust samt ekki upp, PASSA- MYNDIR í ÖLL SKÍRTEINI TILBÚNAR STRAX! | l.iiismviiilaslotii | HAFNARGOTU 52 KEFLAVIK SIMI 14290 heldur héldu áfram að berjast og fimm mínútum síðar skoraði Sig- urður Magnússon annað mark Víðis, sem jafnframt reyndist sigurmark leiksins. Víðismenn fengu homspymu, Grétar sendi knöttinn á Guðjón Guð- mundsson, sem skallaði á Sigurð, sem var einn og óvaldaður á miðjum markteig og átti ekki í vandræðum með að skalla knött- inn í netið. Víðismenn sýndu þarna og sönnuðu að þeir eru alltaf sterkir í bikamum, og verður spennandi að sjá hvemig gengur í 8-liða úr- slitunum. Með þessum sigri hafa Víðismenn vonandi brotið ísinn og geta nú snúið sér að því að vinna nokkra leiki á Islands- mótinu. Ódýrar hágæöa, amerískar matvörur ALLTAF í HÁDEGINU SÚPAOG RÉTTIR DAGSINS Á GÓÐU VERÐI Sími 14777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.