Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 11
Fréttir Húsmæðraorlof Suðurnesja- kvenna: Verður nú ú Varma- Iqndi og á Örkinni í sumar verða þær breytingar að húsmæðraorlof Suðumesja- kvenna verður ekki á Laug- arvatni eins og verið hefur. Þess í stað verður það haldið á Hótel Örk í Hveragerði í maímánuði og að Varmalandi í Borgarfirði í ágúst. Vænta þær orlofsnefndar- konur að konur taki breyt- ingunum vel, en þær stafa af því að á Laugarvatni verður engin starfsemi í sumar. Er nánar fjallað um málið í auglýsingu annars staðar í blað- inu, en undirbúningsnefndin væntir engu að síður góðrar þátttöku. Eldur í gömlum bíl Slökkvilið Brunavama Suð- umesja fékk á mánudag til- kynningu um mikinn eld í bíl við frystihús Jökulhamra í Keflavík. Er að var komið reyndist eldurinn í gömlu bílflaki. Tók slökkvistarfið skamma stund. Um síðustu helgi slökkvilið kallað út vegna elds í sorp- geymslu fjölbýlishúss við Mávabraut í Keflavík. Er slökkvilið og lögregla komu á vettvang höfðu íbúar slökkt eldinn. Geröahreppur: Breytingar við áhaida- hús Með sumarkomu verða breytingar við áhaldahús Gerðahrepps. Gerðahreppur hefur nú auglýst lausa til um- sóknar stöðu forstöðumanns á- haldahússins og að auki eitt starf við húsið. Sigurður Jónsson, sveit- arstjóri Gerðahrepps, sagði í samtali við blaðið að ekki væri verið að fjölga stöðugildum við áhaldahúsið. Staða húsvarðar við Gerðaskóla fellur niður, en þess í stað mun áhaldahús hreppsins þjónusta skólann með allt viðhald og eins verður með aðrar byggingar Gerðahrepps. Staða forstöðumanns á- haldahússins er laus frá og með 15. júní nk. _________11 Vikurfrettir 30. apríl 1992 NÝTT ÚTLIT Ml'l) MAKI-ll* FOREVER Þaðfer vart milli mála þegarskoðaðar eru þessar myndir, aðförðun og hárgreiðsla getur breytt miklu og gefið nýtt útlit. Hér er það Hall- dóra Einarsdóttir (Júl- íussonar söng vara), staifsmaður Islenskra sjávarrétta sem sýnir okkur nýtt útlit með góðri hjálp viðförðun og hárgreiðslu. Halldóra sem er 22ja ára gömul og bauð sigfram til þátttöku í þessum skemmtilega þœtti og skorum við áfleiri að gera slíkt hið sama. Munum við viðhalda þessu með birtingu á fleiri myndum afmynd- arlegum konum á öllum aldri og bendum því þeim er áhuga hafa að taka þátt ÍNÝJU ÚTLITI. Förðun og umsjón: Kristín - NÝTT ÚTLIT Hár: Hárgreiðslustofa Pálu Ljósm.: Nýmynd n » n n n n n n n n n n n n n n n n n öllum launþegum á sjum hamingjuóskir f hátíðardegi ðsins, 1. maí. m jafnframt Suðurnesjamönnum gleöilegs sumars. SPRRISJÓOURINH gér uM' stfut' n 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.