Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 6
6 Davíð Valgarðsson úr Keflavík: FANN FÖDUR SIHN EFTIR 41ÁR • Raymond ásamt Davíð á góðri stundu í mars sl. Davíð dvaldi ytra í 9 daga. Ljósm.: Gréta TIL SOLU yrir fjörutíu og einu ári síðan flutti hann heim til Islands frá Bandaríkjunum með móður sinni, þá þriggja ára gamall. Síðan þá hafði hann ekkert heyrt frá föður sínum. Það var síðan í febrúar á þessu ári sem að skjöl komu fram í dags- ljósið senr vörpuðu ljósi á hvemig viðmælandi blaðsins gæti hugsanlega náð sam- bandi við föður sinn - og það gekk. Davíð Valgarðssyni úr Kefla- vík hefur tekist að hafa upp á föður sínum í Bandaríkjunum. Eftir ótrúlegum krókaleiðum tókst að hafa upp á föður Davíðs. Faðir hans býr í Detroit og gegndi herþjónustu hér á landi 1945-7. Týndir pappírar komu í ljós „Ég og eiginkona mín, Gréta Þórðardóttir, höfðum skrifað ýmsum stofnunum í Banda- ríkjunum, en án árangurs. Vanda- málið var að pabbi starfaði að akstursíþróttum og hjá Ford- verksmiðjunum. Hann hafði ekk- ert fast heimilisfang, svo erf- iðlega gekk að hafa upp á hon- um,“ sagði Davíð í samtali við blaðamann. Mál þróuðust þannig að Gréta hringdi í 09 og þar tókst að hafa upp á símanúmeri föðurbróður Davíðs. Þetta var 10. febrúar sl. Daginn eftir var Davíð kominn í símasamband við föður sinn í Bandaríkjunum. „Við fengum númerið hjá bróður pabba hjá stúlkunum á 09. Við hringdum til hans og kynnt- um okkur. Hann tjáði okkur að pabbi væri nýlega fluttur og hefði fengið nýtt númer. Hann skildi hafa upp á því. Við þökkuðum fyrir og kvöddum - án þess að skilja eftir símanúmer. Fagnaðarfundir Bróðir pabba hafði upp á rétta númerinu og sagði honum frá símtalinu. Hann varð að vonum spenntur og hóf þegar að leita af mér á Islandi. Svo loksins þegar ég ætlaði að hringja út varð ég svo stressaður að ég þorði varla að hringja". Faðir Davíðs í Bandaríkjunum heitir Raymond Frenrik Gilsdorf og er af þýskum ættum. Hann er giftur Donu Gilsdorf. Eins og gefur að skilja urðu fagn- aðarfundir þegar þeir töluðust við í síma eftir 41 árs aðskilnað. „Það var strax ákveðið að við færum út og heimsæktum hann og konuna hans. Við fórum til Banda- ríkjanna 2. mars og dvöldum þar í níu daga“. Hafði leitað án ár- angurs að Davíð Davíð er fæddur í Banda- ríkjunum og bjó þar til þriggja ára aldurs, er hann flutti heim til Is- lands með móður sinni. Eftir að komið var til Islands tók Davíð upp föðurnafnið Valgarðsson. Það varð hins vegar til þess að föður hans gekk ekkert að hafa upp á syni sínum, þar sem faðir Davíðs hafði ekki rétt nafn. Báðir bif- vélavirkjar Reymond og Davíð áttu glaða daga í byrjun mars. „Það er alveg kostulegt hvað það er margt líkt með okkur, bæði gallar og kostir. Við erum báðir fastheldnir og kannski svolítið gamaldags. Við erum báðir bifvélavirkjar og syst- ir mín í Bandaríkjunum hefur hestamennsku sem áhugamál. Ég hef líka brennandi áhuga á hest- um“. Gréta bætti því við að þeir feðgar væru báðir miklir húmoristar og gaman væri að hlusta á þá segja sögur. Fiskibollur í brúnnisósu Raymond, faðir Davíðs, hefur mikinn áhuga á að koma til Is- lands og skoða sig hér um. Það er hins vegar óvíst hvort það verður, þar sem hann þjáist af asma og ekki víst hvort hann treystir sér í langt flug til Keflavíkur. Hann verður 66 ára í ágúst og langar mikið til Keflavíkur að fá sér fiskibollur í brúnni sósu. Viðtal og mynd: Hilmar Bragi Iðavellir 11 A Keflavík, iðnaðarhúsnæði 124 ferm. að grunnfleti með rúmlega 80 ferm. millilofti. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar um verð og skilmála fást hjá: Daða Þ. Þorgrímssyni, Sparisjóðnum í Keflavík, sími 16600 Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 11420 &5PRRISJÓÐURINH í KEFLAVÍK mRÐVIKIMGAR! Bæjarstjórn Njarðvíkur verður með borgarafund um skólamálin nk. mánudag, 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Stapa. Heitt á könnunni. Allt áhugafólk um skólamálin hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum. Bæjarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.