Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 12
12 • Unnsteinn E. Kristinsson bragðar..........kaffið. Verslunar- eða skrif- stofuhúsnæði til sölu Sparisjóðurinn auglýsir til sölu hluta af húsnæði sínu í Versl- unarmiðstöðinni, Víkurbraut 62, jarðhæð, Grindavík. Húsnæðið er 93 fermetrar að stærð og rúmlega 100 fermetrar með sameign. Til greina kemur að selja húsnæðið í tvennu lagi. Húsnæðið má skoða á afgreiðslutíma Sparisjóðsins í Grindavík. Upplýsingar um verð og skilmála fást hjá: Elínu Aspelund, Sparisjóðnum í Grindavík, sími 68733 Dnða Þorgrímssyni, Sparisjóðnum í Keflavík, sími 16600 Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík, súni 11420 &SPARISJÓÐURINH í KEFLAVÍK Flúði land vegna menningarslyss: \4kurfréttir 30. apríl 1992 Leikritaskálcl og revíu- höfundur úr Garðinum, sem flúði land vegna menn- ingarslyss í fyrra. fer nú huldu höfði í Garðinum og hefur undanfarna tvo mánuði falið sig á pappalofti í frystihúsi þar syðra. Hann var varla kominn til Rio De Janero í Brasilíu þegar alþjóðalögreglan Interpol komst á snoðir um ferðir hans og hóf þegar leit. A ótrúlegan hátt tókst viðmælanda blaðsins, Ómari Jóhannssyni að flýja Brasilíu. Hann kom til landsins með kaffifarmi og var skipað app í Sundahöfn fyrr á þessu íri. Við hittum hann að máli þar ■iam hann sat á stól við borð t' Samkomuhúsinu í Garði. Sal- urinn var myrkvaður og á svið- inu stóðu leikarar og léku á als oddi. Dýrmæt reynsla - Nú ert þú kominn á æsku- stöðvarnar og ert að leikstýra eigin leikriti. Hvað kom til? „Ég hef liaft hugmynd að leikriti innra með mér nokkuð lengi. Undanfarin ár hef ég verið að semja revíur. svo það var orðið tímabært að semja leikrit. Það var því tilvalið að koma á æskustöðvarnar og sviðsetja þetta í Garðinum. Eftir viðræður við Litla leik- félagið var ákveðið að ég myndi leikstýra verkinu sjálfur. Það er dýrmæt reynsla að leikstýra eigin verki og einnig gaman af því, þar sem ég er einn af stofn- félögum Litla leikfélagsins....já svona talaðu hærra. Ég heyri ekkert í þér“. -Já, en Ómar, ég var ekkert að segja. „Ég var ekki að tala við þig, Hilmar minn“. Kláði í föðurlandi - Nú segir gamalt máltæki að enginn sé spámaður í sínu föð- urlandi. „Já, svona haldið áfram. Lát- ið blaðasnápinn ekki trufla ykkur. Ég er aldrei í neinu föð- urlandi. Þetta er gott og gilt máltæki, en það er með það eins og föðurlandið, mann klæjar stundum undan því. Þessvegna sleppi ég þessu föðurlandsrugli og ekki er ég mikill spámaður. Reyndu svo að spyrja af ein- hverju viti, drengur". - Þú hefur verið afkastamikill í revíum. Nú er það söngleikur. Hvers vegna? „Staðreyndin er sú að ef ég hefði átt að skrifa revíu um Garðinn þá hefði mér ekki dug- að tveggja tíma sýning. Það er gaman að breyta til. Að semja söngleik og gam- anleikrit er ekki frábrugðið revíunum, þar sem ég sem bæði söngtexta sem talað máL.þú verður að leggja meiri áherslu á hommatittur". Ekki staðbundið verk -Þú nefndir enga hommatitti. „Nei, ég var ekki að tala við þig". -Sko, Ómar. Annað hvort ertu í viðtali, eða ég bara fer. Persónurnar í þessu verki. Hvert sækir þú þær? „Þær persónur sent koma fram í Helgin framundan - bein útsending, eiga ekki við neinn af íbúum byggðarlagsins og verkið er síður en svo stað- bundið. Þetta leikrit væri allt eins hægt að setja upp á Vest- fjörðum eða á Raufarhöfn". -Um hvað fjalla svo her- legheitin? „Brodneski. Farinova hel- viski polski, njet. Þetta er gott hjá þér...Þetta er dæmigert leik- rit um lífið í sjávarþorpi. Efn- istökin eru hefðbundin. Við byrjum á pappaloftinu í frysti- húsinu, þar sem strákarnir blaða í klámblöðum og sitthvað fleira gerist. Við fáum einnig að skyggnast inn á heimili versl- unareiganda bæjarins. inn á snókerstofuna, skoðum lífið utan við sjoppuna og á skrif- stofu Leifs Ragnarssonar versl- unareiganda. Þá fara allir á knattspyrnuleik og kóróna allt með ferð á krána. Leikritið ger- ist á föstudegi og laugardegi. Það er eins með leikarana og aðra, það verður oft lítið úr verki á sunnudegi". Hressilegar senur -Eftir að hafa horft á stuttan kafla úr leikritinu vaknar sú spurning hvort það sé klúrt. - Er það? „Hvað er klúrt? Er það til dæmis að tala íslenskt mál? I þessu leikriti er til dærnis hvergi notað engilsaxneska orðið SHIT (hægðir), sem annar hver maður notar orðið nú til dags og þá sérstaklega bömin. Sumar senur í leikritinu eru ansi hressilegar. íslenskan býð- ur upp á miklu meiri möguleika en önnur tungumál. I leikritinu er að vísu notað örlítið úr pólsku. færeysku og sletta úr MEÐ INTERPOL Á HÆLUNUM FRÁ RÍÓ -í felum á pappalofti í Garöinum ________13 Víkurfróttir 30. apríl 1992 Hvar er ungmenna- félagsandinn? Bragi Einarsson og Friðrik Alex- andersson í hiutverkum sínum. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja AÐALFUNDUR Aöalfundur SRFS veröur haldinn í húsi félagsins Túngötu 22, Keflavík laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Dagskrá: 1. Hefðbundin aöalfundarstörf unnin meö nútímatækni. 2. Tillögur um lagabreytingar. 3. Þínar óskir og tillögur. 4. Önnur mál. Mundu að þú ert æðsta stjórn þíns félags á aðalfundi. ÁRSHÁTÍÐ meö gríni og góögæti klukkan 21.00. Formaðurinn og fleiri teknir í gegn meö léttum vísum. Heimasmíöaöir stuttir grínþættir fluttir af félögunum sjálfum. Allt félagsfólk velkomiö ásamt mökum. Stjórnin ítölsku. Það er þó aðeins einum manni sem leyfist það...ahh þetta andskotans myrkur“. I uppsetningu Litla leik- félagsins á Helgin framundan - bein útsending, leika á þriðja tug manna og alls eru það 30 manns sem vinna að sýn- ingunni á einn eða annan hátt. - Hvernig gekk að fá leikara til að taka þátt í uppsetningunni? Bítt’ í punginn á þér! „Það gekk alls ekki illa, síður en svo. Það er mikið af gamla "liðinu" að koma inn aftur. Þá er búið að vinna mikið og gott unglingastarf hjá leikfélaginu. Það er góður meðalaldur í hóp- num...bítff punginn á þér... og þessu fólki gengur vel að vinna saman. Æfingar hafa að vísu tekið langan tíma, en þetta fólk er að vinna að þessu í frí- stundum og leikritið hefur verið að þróast á meðan æfingum hefur staðið. Þegar þetta viðtal er tekið er ég að leggja síðustu hönd á textann". -Margir kunna að spyrja hvort þið séuð ekki seint á ferðinni? „Ég er þeirrar skoðunnar að list eigi ekki að vera árs- tíðabundið fyrirbæri. Drottins dýrðar koppalogn var sýnt fyrir fullu húsi á þessum árstíma. Hafi fólk áhuga á að sjá gam- ansamt leikrit, þá kemur það. þó svo að vor sé í lofti," sagði Ómar Jóhannsson að endingu. Spurt og myndað: Hilmar Bragi. M0DEL MYND! er nýtísku skóli sniðinn að þörfum fólks í nútíma þjóðfélagi NÝTT6 VIKNA NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Tveirtímar í senn, 12 kennslustundir. Framkoma, hæfni til sýningarstarfa, feimni, kurteisi og fleira og fleira. Uppbyggjandi og góð námskeið fyrir alla. 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og eldri. MYND Afhending skírteina verður í FJörheimum mánudaginn 11. maíkl. 17-22 INNRITUN hjá Siddý í Gloríu í síma 92-14409 og 91-677070 Ath TRYGGIÐ YKKUR PLASS TIMANLEGA SÍÐAST KOMUST FÆRRI AÐ EN VILDU. TAKMARKAÐUR FJOLDI NEMENDA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.