Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 21
Félagslíf _________21 Víkurfréttir 30. apríl 1992 fMFEB iF FÉLAC ELDRI BOROARA Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðumesjum var haldinn í Þotunni þann 22. mars sl. Stjórnin skýrði þar frá starf- semi félagsins á liðnu starfsári og lagði fram reikninga þess. Starfsemi félagsins var blómleg á þessu fyrsta starfsári þess, og fjárhagur þess er góð- ur. Styrktarfélag aldraða arf- leiddi félagið að lausa- fjármunum sínum, en það átti verðmætt innbú í húsnæði bæj- arins að Suðurgötu 14. Einnig gaf það félaginu 250 þúsund við stofnun þess. Félagar eru nú tæplega 600 og er jöfn fjölgun í félaginu. Kosið var í stjórn fé- lagsins og er hún nú þannig skipuð. Jónína Kristjánsdóttir, formaður; Klara Asgeirsdóttir, varaformaður; Oddbergur Ei- ríksson, ritari; Gunnar Sveins- son, gjaldkeri; Þorsteinn Jó- hannesson, Haukur Guðjónsson og Svava Sigurðardóttir sem kom í stað Halldóru Ingi- björnsdóttir, sem baðst undan endurkjöri. Kosið var í nefndir á vegum félagsins. Formenn nefnda eru þessir: Ferðanefnd: Margrét Friðriksdóttir, sími 11361. Skemmtinefnd: Sigfús Kristjánsson, sími 11869. Hlunnindanefnd: Matt- hildur Bjömsdóttir, sími 13729. Leikhúsnefnd: Magnþóra Þórarinsdóttir, sími 27082. smá auglýsingar Oskast til leigu 5 ntanna fjölskylda óskar eftir einbýlishús eða stórri íbúð í Keflavík eða N jarðvík frá mánaðarmótum maí/júní. Uppl. ísíma 98-12219. 2ja-3ja herbergja Ungt par, bráðunt fjölskylda óskar eftir íbúð í Keflavík eða Sandgerði. Á sama stað óskast hillusamstæða fyrir lítinn pen- ing. Uppl. í síma 14613. Ibúð raðhús eða einbýlishús 4ra-5 herbergja óskast til leigu í Keflavík, Njarðvík. Bind- indisfólk á vín. Uppl. í síma 91-72783. Til leigu Herbergi 23 fermetra með sér inngangi, snyrtingu og Stöð 2. Uppl. í síma 15183 eftirkl. 17.00. 2ja herbergja íbúð. Uppl. í síma 13124. 3ja herbergja íbúð í Y-Njarðvík. Uppl. í sínta 37445. Fréttir frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum íþróttanefnd: Sigurður Sturluson, sími 11393. Ráðgjafanefnd: Jóhann Pétursson, sími 11359. Vel var mætt á aðalfundinn eða um 100 félagsmenn. Ferðir sem boðið er upp á í sumar 1. Vestmannaeyjaferð 3. til 5. júlí. Ekið verður til Þor- lákshafnar kl. 10 frá SBK og þaðan siglt til Vestmannaeyja með Herjólfi. Gist verður á Hótel Bræðraborg. Kostnaður pr. mann er kr. 13.700. Þar í er innifalið far- gjöld, morgunverður, kvöld- verður, gisting, skoðunarferð um Heimaey, ásamt bátsverð í kring um eyjuna. Sameiginleg kaffidrykkja verður með FEB í Vestmannaeyjum, laugardags- kvöldið 4. júlí. Þátttaka til- kynnist í síma 12193 (Jón) og í síma 68195 (Gerða). 2. Austfjarðaferð 30. júlí til 5. ágúst. Flogið fyrir hádegi þann 30. júlí til Egilsstaða. Dvalið í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum í 5 daga. Skoðunarferðir verða alla daga niður á firði og um Héraðið. Kostnaður á Eið- um er kr. 9.000.- á mann. Inni- falið í því er gisting, morg- unverður, kvöldverður og kaffi. Flugfarið kostar ca. 7000 á mann. Skoðunarferðir greiðast sérstaklega. Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa með sér teppi eða svefnpoka. Þátttaka tilkynnist til Mar- grétar í sínta 11361 og Gerðu í sínia 68195, sem fyrst. 3. Hvanneyrardvöl. Til boða stendur í samstarfi við Borgarfjarðarprófastsdæmi, dvöl fyrir 8 manns á Hvanneyri frá 16. til 21. ágúst. Kostnaður er áætlaður 8 til 12 þúsund. Þátttakendur sjái sér sjálfir fyrir fari til Hvanneyrar. Upplýsingar gefur Helga í síma 11386. 4. Hin árlega dagsferð verð- ur auglýst síðar. 5. Landssamband félaga eldri borgara býður upp á ferð um mið-Evrópu í haust, þann 3. september. Nánari upplýsingar hjá Margréti í síma 11361. 6. Boðið verður upp á sól- arlandaferð í september. Sú ferð verður nánar auglýst síðar. Kóramót Kóramót Landssambands FEB verður haldið í Lang- holtskirkju þann 16. maí nk. Sjö kórar frá aðildarfélögum mæta þar til leiks. Frá FEB á Suð- urnesjum mun mæta 40 manna kór undir stjóm Hlífar Kára- dóttir. Að loknum söng gefst kórfélögum og gestum þeirra kostur á ferð til Hótel Arkar í Hveragerði. Verður þar borðað og stiginn dans. Guðbergur Ingólfsson veitir 4ra herbergja íbúð í Keflavík. Laus strax. Nöfn og símanúmer leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta, merkt: „ 4ra herbergja". 2ja herbergja íbúð með sér inngangi. Uppl. í síma 15646 milli kl.19-20. Til sölu Sjónvarp og leikjatölva 20" Tensai litsjónvarp m/ fjarstýringu á kr. 20.000.- og Nintendo leikjatölva nteð 4 leikjum á kr. 12.000.- Uppl. í síma 15841. Nintendo tölva og 14 leikir. Uppl. í síma 14878. Töffstólar 5 barstólar úr leðri og króm, selst á hálfvirði. Uppl. í síma 27214 og 27369. Antikhúsgögn Sófasett og sófaborð. Uppl. í síma 13820. Lada Samara árg. '91. 5 dyra 1300 ek. 12.500. Uppl. í síma 15992. Lada Sport '84 Ford Zodiac '60 Upplýsingar í síma 15124. Ýmislegt Skotfélag Keflavíkur og nágrennis Æfingar eru hafnar á útisvæði „SKEET“. „F.l.T.A.S.C. Sporting“ og 22.cal. riffil- skotfimi „ SILHOUETT" Mið- vikudag kl. 18.30-20.30. Sunnudag kl. 16.00-19.00. Stjórnin Ungbarnanudd Námskeið í ungbamanuddi er að hefjast. Uppl. í síma 11324 Eydís. Bílaþrif Tek að mér að þrífa og bóna bíla einnig smá viðgerðir. Uppl. í síma 15068. Mæður Vantar ykkur bamapíu í sum- ar? Eg er 15 ára gömul og vön því að passa böm. Aldur barn- ana má vera frá 1/2 árs til 3 ára. Uppl. í síma 13821 frá kl. 16.00-19.00. Auðvitað í Víkur- fréttum! Hvar annars staðar? allar upplýsingar í síma 27082. Leikhúsferð Leikhúsferð verður farin þann 22. maí til að sjá „Þrúgur reiðarinnar“ í Borgarleikhús- inu. Farið verður með Sér- leyfisbifreiðum Ketlavíkur. Þátttaka tilkynnist til Magn- þóru í síma 27082, Sæunni í síma 68014, Halldóru í síma 37561 eða Huldu í síma 12335 fyrir 10. maí. Þær gefa einnig allar upplýsingar. Gönguklúbbar í Keflavík og Grindavík íþróttanefnd hefur ákveðið að stofna gönguklúbba. I Keflavík verður gengið einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 11. Fyrsta gangan verður þann 30. apríl og er svo vikulega úr því. Göngumenn eru beðnir að mæta að Suðurgötu 12-14, skrúðgarðsmegin. Göngustjóri verður Sigurður Sturluson. í Grindavík verður gengið á sunnudögum kl. 10. Göngu- menn eru beðnir að mæta við Sparisjóðinn. Fyrsta gangan verður 3. maí. FEB í Grindavík hefur tíma í íþróttasalnum í barnaskólanum kl. 13-14 á mánudögum og föstudögum og tíma í sundlauginni kl. 14-15.30 sömu daga. FEB-maður í- þróttadeildar í Grindavík er Jó- hanna Dagbjartsdóttir, sími 68051. Félagsgjöld Á aðalfundi félagsins var á- kveðið að hafa félagsgjaldið ó- breytt fyrir næsta ár frá 1. maí 1992 til 1. maí 1993 eða kr. 1000.-. Hjá þeim félögum sem gengið hafa í félagið eftir síð- ustu áramót verður ekki inn- heimt félagsgjald fyrr en 1993. Félagsgjaldið verður eins og áður innheimt með gíróseðli frá Sparisjóðnum í Keflavík. Með félagskveðju Stjórn FEB á Suðurnesjunt Allsherjar- atkvæöa- greiösla Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis að Hafnargötu 80, Kefla- vík, mánudaginn 4. maí og þriðjudaginn 5. maí kl. 8-22, báða dagana. Miðlunartillagan liggur frammi á skrif- stofu félagsins til nánari skýringar. Fjölmennið og takið þátt í atkvæða- greiðslunni. Stjórnin Allsherjar- atkvæöa- greiösla Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara hjá Iðnsveinafélagi Suðurnesja að Tjarnar- götu 7, Keflavík, þriðjudaginn 5. maí og miðvikudaginn 6. maí kl. 13-21, báða dagana. Miðlunartillagan liggur frammi á skrif- stofu félagsins til nánari skýringar. Fjölmennið og takið þátt í atkvæða- greiðslunni. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.