Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 9
9 Voru Suðurnesjabörn hvött til að drekka mengað vatn? Orökstuddar full- yrðingar -segir Magnús Guöjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigöiseftirlits Suöurnesja I Helgarblaðinu sem út kom síðasta föstudag er fjallað mikið um mengunina sem upp komstl988 í vatnsbólum Kefl- víkinga og Njarðvíkinga. Þar er harkaleg gagnrýni á heil- brigðisyfirvöld á Suðumesjum frá hendi Einars Vals Ingi- mundarsonar, umhverfissér- fræðings, en bæði í blaðinu og öðrum fjölmiðlum hefur hann m.a. látið í það skína að böm á Suðurnesjum hafi verið hvött til að drekka mengað vatn, sem hafi verið stórhættulegt m.a. krabbameinsvaldandi. Auk þess sem TCE ntengun geti valdið ýmsum alvarlegum sjúkdóm- um, svo sem hjartagöllum. Þá leiðir hann getum af því að hið háa hlutfall fósturláta á Suðurnesjum og þess að böm hafi fæðst nýmalaus og dáið stuttu síðar, stafi af mengun hersins í vatnsbólunum. En áður hefur komið fram að sjö börn hafi fæðst hér á und- anfömum tíu árum með þennan sjúkdóm. Segir hann að hlutfall barna varðandi sjúkdóm þenn- an sé það hátt á Suðumesjum að það nálgist að vera eitt barn á hverja 500 fædda, en eðlilegt væri eitt af hverjum eitt hund- rað þúsund fæddum börnum. Þar sem í umræðum í öðmm fjölmiðlum svo og Helgar- blaðinu, er ekki rætt við heil- brigðisyfirvöld á svæðinu, hafði blaðið samband við Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja. Hann hafði þetta um málið að segja: „Þarna er einn maður að leika sólóspil með fullyrðingum úti í bláinn, sem fjölmiðlar birta án þess að hafa samband við okk- ur. Það er ntjög alvarlegt ntál að vera með slíkar órökstuddar fullyrðingar sem tengjast m.a. göllum í fóstrum ófæddra bama. Það er mjög alvarlegt að það skuli vera hægt að vaða með slíkt í fjölmiðla, þar sem fjöldi fólks á um sárt að binda vegna fósturláts og sjúkdóma í við- komandi bömum. Varðandi sjálfa mengunina, þá unnum við í einu og öllu eftir því sem verkefnið gaf til kynna að gera þyrfti", sagði Magnús. Yikurfréttir 30. apríl 1992 • Greinin umrædda er birtist fvrst í Helgarblaðinu síðasta föstudag og síðan hefur verið til umræðu í ýmsum fjölmiðlum. • Steinunn Karlsdóttir við píanóið. Sinfóníuhljómsveitin í Keflavík: Vel heppnaðir tónleikar Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, sem haldnir voru í Iþróttahúsinu í Keflavík sl. föstudagskvöld þóttu takast með miklum ágætum. Vel á þriðja hundrað ntanns sóttu tónleikana. Meðal gesta var Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra. Einleikarar með Sinfóníu- hljómsveitinni voru þau Stein- unn Karlsdóttir á píanó og Veigar Margeirsson á trompet. Hljóðfæraleikur þeirra þótti takast vel og var þeim klappað lof í lófa þegar þau höfðu lokið leiknum. Meðfylgjandi myndir af Steinunni og Veigari tók Hilmar Bragi við þetta tæki- færi. • Veigar nteð trompetinn. mri Litla Leikfélagið Garði sýnir gamanleikinn \ oln lríini itiffi peinni útsending0 j FRUMS YNING 1.MAI 2. sýning þriðjud. 5. maí, kl. 21:00 Miðnætursýning föstudaginn 8. maí kl. 23:30 Miöaverö kr. 1000. Fyrir börn & ellilífeyrisþega kr. 500. Miöapantanir í síma 27133 eftir kl. 19.00 sýningardagana. SPURT ER: Tekst Robba aö bjarga kartöflubændum? - Er Solla sú alkræfasta í kjaftasögunum? - Finnur Hansipelann sinn? - Hvernig fer leikurinn? - Fer amma á elliheimili? - Fær Leifur pizzu í kvöld eða signa grásleppu? - Viö öllum þessum spurningum og miklu fleiri fást svör viö í Helginni framundan, (í beinni útsendingu) á föstudagskvöldiö 1. maí. Þar verður sungiö og traiiaö!!!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.