Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 17
17 Viðhorf YÍkurfróttir 30. apríl 1992 HRAFNAR EÐA OHEILLAKRAKUR Þegar þeir Davíð og Jón Baldvin komu í land úr Viðey eftir að hafa hýmt þar að kórbaki Viðeyjarkirkju eins og hrafnar eða óheillakrákur og komu þaðan með fullmótaða rík- isstjóm, gamlan uppvakning, var Jón spurður af fréttamanni sjón- varps, hvort þetta væri ný „við- reisn"? Hann svaraði eitthvað á þá leið að það ætti eftir að koma í ljós. „En við Alþýðuflokksmenn eigum ákaflega ljúfar minningar frá við- reisnarárunum". Vaxandi bruðl Landsmenn hafa nú fengið að rifja upp þessar ljúfu minningar. Atvinnuleysi jafnvel meira en 1968-1970 og allar þær hörmungar sem því fylgja. Það er það verra nú, að þá vantaði stórlega fólk bæði í Svíþjóð og Ástralíu og flúðu lands- menn þangað í stórum hópum. Nú er ástandið engu betra þar, enda í- haldið og frjálshyggjan allsráðandi. Samhliða miklu atvinnuleysi hér og aðför að velferðarkerfinu horfir fólk uppá vaxandi bruðl hjá þeim sem ráða ferðinni, enda hefur ferðakostnaður ríkisstjómar Davíðs vaxið um 14% frá síðustu rík- isstjóm sem var þó óspör á flakkið. Bankaráðsmenn, þing- tnenn og liáskólalýður Svo djöfulleg sem þessi rík- isstjóm er, er verkalýðshreyfingin þó ennþá aumari. Þeir sitja mán- uðum saman á kjaftasnakki yfir súkkulaði og hnallþórum, enda eru forystumenn launþega mest banka- ráðsmenn eða þingmenn og há- skólalýður, sem ekki skilur fólkið sem er með 50 þús. á mánuði eða minna. Þegar formaður ASI skilur jafnvel verr en frelsarinn frá Flat- eyri að fólk þurfi hærri laun, þá er ekkivon á góðu. Hinsvegar má segja sem svo að þeir sem tóku við Verka- mannasambandinu í haust, eftir þau ómenni sem þar hafa verið í forystu, - eigi vanda á höndum. Kratadraslið œrðist Fyrir síðustu kosningar átti að koma hér á Suðurnesjum álver og Jón Sigurðsson velti vöngum í sjónvarpi, nánast daglega „þetja var alveg að koma“ og þegar Olafur Ragnar taldi það mjög ólíklegt, ærðist allt kratadraslið yfir slíkum úrtölum. Svo átti líka að koma þil- plötuverksmiðja í Helguvík, sem sagt atvinna fyrir alla. Nú er hins- vegar talað um álver kannski 1997 og þilplötuverksmiðjan heyrist ekki nefnd. Nú veltir Jón vöngum yfir 300 milljarða fjárfestingu í rafkapli tii EB landanna. Þetta atvinnuleysi snertir þó lítið hér í Sandgerði. því við Sand- gerðingar erum svo heppnir að hafa þetta góða og fullkomna „gúanó“ sem heilbrigðisfulltrúi lofar stöðugt apríl sl. þá birtist orðum prýddur flotaforingi, æðsti maður Nató- flotans skildist mér. Hann mun hafa komið hingað til að fá ráðleggingar hjá Jóni Baldvin. Frakkaklæddur og vel útilítandi fulltrúi utanríkismála fagnaði flota- foringjanum sem vera ber sérlega vel. Mér datt í hug Halldór Laxness þegar hann leggur orð í munn Jóni ....„ því við Sandgerðingar erum svo heppnir að hafa þetta góða og fullkomna „gúanó“ sem heilbrigðisfulltrui lofar stöðugt alla tíma og helstu ráðamenn bæjarins að sjálfsögðu “. alla tíma og helstu ráðamenn bæj- arins að sjálfsögðu. Afsal sjálfstœðisins Það sem einna mest er í um- ræðunni núna, fyrir utan afsal sjálf- stæðis landsins til EB, er um- hverfisráðsefna í Ríó de Janero og hvað margir skuli fylla þann föru- mannaflokk sem þangað fer. Eg er mjög hlynntur því að sem flestir fari þangað því íslendingar geta bæði lært og hent þar. Þeir geta til dæmis lært var- anlega lausn á vandamáli vega- lausra barna. Þau eru einfaldlega skotin og þar með ekkert meira um það, enda er það náttúrulega ófært að við eigum vegalaus börn sem gætu flækst inní ráðhúsið við Tjörnina eða kannski Perluna sem Þórir í Viðey hefur þó blessað. Brasílíumenn hafa þótt fara illa með regnskóganna.Það væri kannski hægt að kenna þeim hvemig má sökkva vel grónum og fögrum heiðalöndum undir vatn til að framleiða rafmagn sem engin þörf er fyrir. Nú í sambandi við útrýmingu skóganna höfum-við þegar tekið nokkurn þátt í því meðfram Rauða- vatni, þar sem Hitaveita Reykja- víkur stendur að framkvæmdum. Við gætum kennt öðrum mikið um mengun hafsins, það sýnir rekinn á fjörunum og þau skip og bátar sem dregin eru að landi með netadrasl t' skrúfunni. Frakkaklœddur flotaforingi Eg var að horfa á sjónvarpið 15. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, INGIBJARGAR ÍSLEIFAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Gaddstöðum, Faxabraut 32c, Keflavik. Helgi G. Eyjólfsson Hermann Helgason Aslaug Olafsdóttir Eyjólfur Helgason Erla Knúdsen Guðmundur Helgason Þórhallur Helgason barnabörn og barnabarnabörn Hreggviðssyni frá Rein „Feitur þjónn er ekki mikill maður, barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti býr frelsið". Þegar umhverfisráðuneytið var stofnað með tveim starfsmönnum var það talið hneyksli út af Júlíusi Sólnes. Núna er þetta 15 starfs- manna stofnun með 3-5 iausráðna fræðinga að auki og að sjálfsögðu tilheyrandi tölvum og tólum, enda í mörg horn að líta. Eiður hefur neyðst til að fara 10 ferðir út í heim og að sjálfsögðu með frúna til að stjórna umhverfismálum heimsins, því Bárðardalurinn getur beðið og uppfokið hér heima og mengunin á Ströndum. Svo er það góðs viti að Landgræðsla ríkisins er farin að selja í stórum stíl fræið af Ber- entspuntinum til Kanada vegna auraleysis hér heima, enda miklu meiri þörf fyrir fræið í Kanada. Ofríki þeirra Ólafanna Eiður umhverfisráðherra hefur sýnt það og sannað að hann tekur allt með í reikninginn og bara í einu litlu atviki til dæmis, þegar hann flutti í Vonarstræti 4, vegna ofríkis þeirra Olafanna í mennta- málaráðuneytinu að þar komast ekki inn hreyfihamlaðir. En sem- sagt það er Ríó sem gildir, Brasilía þar sem mannréttindi eru mest fót- Guðmundur Vigfússon skrifar um troðin, fyrir utan Tyrkland, skulu vera okkar leiðarstjörnur og drápin á útigangsbörnunum og Kúrdum það sem við horfum til með velþóknun. endum launþegum á Suðuniesjum baráttukveðjur á hátíðavdegi verkalýðsins, 1. maí. Sendum Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Keflavík - Grindavík - Keflavíkurflugvelli - Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.