Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 8
8 grín - gagnrýnl a ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Ragnar Örn gegn Björk Þær fréttir berast nú úr pólitíkinni að menn séu þegar farnir að spá í próf- kjörsslag fyrir næstu sveitarstjómarkosningar, en núverandi kjörtímabil er hálfnað. Segja menn að Ragnar Örn Pétursson, veitingamaður sé farinn að stefna upp á við innan Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og vilji þar komast í sæti Bjarkar Guðjónsdóttur og þar með fella hana úr öruggu sæti, að hans mati. Pizzur í Manilia Þúsundþjalasmiður og pizzugerðarmaður einn sem þekktur er á sínu sviði bæði hér syðra og á höfuðborgarsvæðinu, svo og á Glóðinni, þar sem hann var síðast mun inn- an tíðar opna nýjan Pizzastað þar sem veit- ingastaðurinn Manilla var áður til húsa við Hring- braut í Keflavík. Mun hann bjóða bæði upp á heimsendingu eins og þekkt er orðið hjá öðrum slíkum stöðum hér syðra og eins getur fólk snætt á staðnum, eða tekið með sér heim. Slœm framkoma Hemma Gunn Mikið var það illa gert hjá Ríkissjónvarpinu að klippa á tónlistarflutning keflvísku kvennahljóm- sveitarinnar Kollrössur krókríðandi, er þær komu fram í þættinum „A tali hjá Hemma Gunn“ á síð- asta vetrardag. Þó tón- listarflutningur þeirra væri svolítið öðru vísi en annarra, var þama staðið rangt að málum og þá sér í lagi eftir að Hemmi var búinn að koma í veg fyrir að þær kæmu fram í „Perluvinir“ Bylgjunnar á annan dag páska. Fámenni í skrúögöngu Þeir voru fáir sem mættu í skrúðgönguna í Keflavík, sumardaginn fyrsta. Er þá átt við aðra en skáta og hljómflutn- ingsmenn. Að vísu var veðrið ekki upp á það besta, en sé vilji fyrir hendi er fólk ekki vant að láta slíkt hafa áhrif á sig. Að vísu var kynningin frá þeim sem héldu skrúð- gönguna léleg og þátttaka sjálfsagt í samræmi við að. Þó þetta sé árlegur at- burður, virðist þurfa að kynna það á hverju ári, ef einhverrar þátttöku er vænst. Gefö'onum kaffi! Spaugilegt atvik gerð- ist hér á ritstjórn blaðsins skömmu eftir hádegi síð- asta föstudag, en sá dagur var hinn síðasti áður en hópur golfara af Suð- urnesjum hélt í 10 daga ferð á erlenda grundu til að spila golf. Meðal þeirra sem í hópnum eru, er auglýsingastjórinn okkar, Páll Ketilsson og einnig væntanlegur for- stjóri Hitaveitunnar, Júl- íus Jónsson. Þeir koma báðir við sögu í þeirri spaugilegu sögu sem við látum nú fjúka, og er rétt að hafa í huga að aug- lýsingastjórinn var orðinn spenntur að komast í ferðina, er atburðurinn átti sér stað. Þá hringdi Júlíus í Pál og beið nokk- uð lengi eftir að ná sam- bandi og eftir að skrif- stofustúlkan ítrekaði við Pál að Júlíus væri enn að bíða, kallaði Páll á móti „gefð' onum kaffi“. Þá svaraði hún í bræði, „en hann er í símanum". Hjótrúin hans Ómars... Þeir eru ýmsir sem eru mjög hjátrúarfullir. Einn þeirra er Ómar Jóhanns- son, einn afkastamesti leikritahöfundur sunnan Straums. Hann hefur haft það fyrir sið að láta ekki klippa hár sitt fyrr en viku fyrir frumsýningu. Það var því ekki fyrr en um síðustu helgi sem leik- ararnir í gamanleikritinu „Helgin framundan - bein útsending“ sem frumsýnt verður í Garðinum 1. maí, sáu framan í leikstjórann. Kom þá í ljós að á bak við lubbann leyndist sæll og útitekinn maður. Annars staðar í blaðinu birtist létt bilað viðtal við Ómar, leikstjóra. ...blaöamaöur á þeytingi Blaðamaður og ljós- myndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, sem sendur var á dögunum á loðnu- veiðar, því næst í sleða- ferð í kolvitlausu veðri og nú síðast hífður upp í krana, leikur á fjölum Samkomuhússins í Garð- inum í téðu leikriti Óm- ars. Þar er hann á þeytingi sem færeyskur blaða- maður. Framapotiö felldi hann Er kemur að því að menn vilji komast til frama innan félaga, þurfa Víkurfróttir 30. apríl 1992 þeir oft að taka ákvörðun hvort þeir vilji ganga þrepin upp á toppinn, eða taka allan áfangann í einu. Ekki er hægt að gera bæði, en það reyndi þó Guðmundur T. Ólafsson á aðalfundi Starfsmanna- félags Keflavíkurbæjar í síðustu viku. Hafði stjóm félagsins ákveðið að leggja til að hann flyttist úr varastjóm í aðalstjóm er fram kom tillaga um að stynga upp á honum gegn sitjandi formanni, sem hann samþykkti. Fóru leikar þannig að hann náði ekki kjöri og féll einnig út úr stjórninni. Brostin stéttar- félagsvitund... Á rnorgun er 1. maí, sem hér á árurn áður var nefndur baráttudagur verkalýðsins, en er nú í hugum flestra sem „pott- þéttur“ frídagur. Enda er nú svo komið að laun- þegar nenna ekki að leggja á sig neina fyr- irhöfn, heldur ætla verka- lýðsforystunni að sjá um það sem er að hverju sinni, án þess að koma þar nálægt sjálfir. Auð- vitað er þetta brostin stéttarfélagsvitund, því hvað er verkalýðsfélag ef félagsmennimir standa ekki með forystunni. ...launþega Hver hefur t.d. ekki heyrt talað um það hvað hún Hólmfríður Ólafs hjá Verslunarmannafélaginu eða hann Guðmundur Finns hjá VSFK séu lítið við? Það sé vonlaust að ná í þau! Þetta fólk eins og fjöldi annarra er þó langt í frá að slæpast. T.d. segja þeir sem komið hafa í „karphúsið" und- anfamar vikur að þar hafi þau verið svo vikum skiptir við að reyna að fá í gegn nýjum kjara- samningum, sem nú virð- ast loks í höfn, eftir að sáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Nei, 1. maí er ekki hátíðis- eða frídagur launþega, 1. maí er baráttudagur verka- lýðsins, þar sem hann á að sýna samstöðu og fjöl- menna á þá fundi eða þær uppákomur sem boðið er uppá. OPNUM AÐ NÝJU EFTIR BREYTINGAR NÝJA OG STÆRRI VERSLUN AÐ HAFNARGÖTU 79, KEFLAVÍK, NK. LAUGARDAG. OPIÐ FRÁ 10-14 Pr,t»us. F asa/ efn/ • Kynning á Igloo kæliboxum og hitaboxum. • Ýmsar gasvörur í húsbíla, hjólhýsi og sumarbústaði, s.s. ofnar, hellur og ísskápar. • Allar algengustu Shell vörur. • Kaffi á könnu og konfekt í skál. Börnin fá blöðrur. Skeljunqs-búðin Hafnargötu 79 - sími 13322 Launþegar Sýniö samstööu Til hamingju meö 1. maí

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.