Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 1
F Ö S T U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 29. tölublað 104. árgangur
ELDHUGUR Í
ÍSLENSKU
TÓNLISTARFÓLKI
FERÐALÖG EIGA
AÐ VERA
ÓGLEYMANLEG
ÁNÆGÐUR
MEÐ FRAMLAG
ÍSLANDS
FARARSTJÓRI Í 31 ÁR 10 FRONTEX 14ÞORSTEINN HAUKSSON 38
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í um-
hverfis- og skipulagsráði hafa
áhyggjur vegna aukningar heima-
gistingar og áhrifa á heilu göturnar
og hverfin.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur
Sverrisdóttir lögðu fram fyrirspurn
í ráðinu í fyrradag, þar sem m.a.
segir: „Fjölgun gistirýma, og íbúða
sem notaðar eru í skammtímaleigu,
hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör
breyting á borgarbragnum veldur
skiljanlegu óöryggi borgarbúa í
nærumhverfi sínu.“ Júlíus Vífill
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að þótt uppbygging hótelrýmis
væri mjög hröð núna, þá væri hún
ekki nálægt því að ná í skottið á
þessari miklu fjölgun ferðamanna.
„Við viljum þess vegna að það sé
eitthvert utanumhald, eins og frum-
varp iðnaðar- og viðskiptaráðherra
gerir ráð fyrir,“ sagði Júlíus Vífill.
Hann telur að eftirspurn eftir
heimagistingu muni minnka með
auknu framboði á hótelrými en
áfram muni hluti erlendra ferða-
manna fá gistingu í gegnum Airbnb
eða skipta á íbúðum. agnes@mbl.is
»6
Borgar-
búar
óöruggir
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Fjölgun þeirra hér á
landi tekur á sig ýmsar myndir.
Heimagisting hef-
ur talsverð áhrif
Þegar kaldar hryðjur með hvassviðri og snjókomu gengu yfir landið í gær
var allur varinn góður. Vel búnir vegfarendur fundu sér skjól við húsveggi
og stikuðu þannig áfram. Vegum á sunnan- og vestanverðu landinu var
lokað meðan veðrið gekk yfir. Síðla kvölds var þessi dæmigerða vetrar-
lægð svo komin yfir norðanvert landið og vestur á Patreksfirði voru hús
rýmd vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. »2
Skjól undir húsvegg í vetrarlægðinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsvarsmenn Borgarsögusafns
Reykjavíkur ákváðu í gærkvöldi að
ratleikurinn Morð um borð sem
vera átti í varðskipinu Óðni við Sjó-
minjasafnið á Grandagarði yrði
blásinn af. Ástæðan er athugasemd-
ir frá fyrrverandi varðskips-
mönnum sem þótti of langt gengið.
Þeir vísuðu til voveiflegs atburðar
sem gerðist í byrjun árs 1980 þegar
vélstjóri á varðskipinu Tý stakk tvo
skipsfélaga sína með hníf svo þeir
létust af sárum sínum. Gerandinn
varpaði sér fyrir borð eftir verkn-
aðinn og fannst aldrei.
„Ég vissi að margir liðu þján-
ingar vegna þessa,“ segir Ingólfur
Kristmundsson sem lengi var vél-
stjóri á varðskipunum. Hann og
fleiri gerðu ljóst að ekki væri hægt
að endurgera þennan hræðilega at-
burð sem skemmtiatriði. Fallist var
á það sjónarmið og ekki verður af
ratleiknum. »17
Morðleikurinn var tekinn af dagskránni
Morgunblaðið/Golli
Safnanótt Varðskipið Óðinn sem er hluti
af fastasýningu Sjóminjasafnsins.
Rósa Ingvarsdóttir, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur, segir
að áhyggjur grunnskólakennara í
Reykjavík vegna yfirstandandi
skólaárs séu miklar.
Trúnaðarráðsfundur grunn-
skólakennara í Reykjavík, haldinn í
síðustu viku, lýsti yfir þungum
áhyggjum af fjárhagsstöðu grunn-
skólanna í Reykjavík.
„Okkar áhyggjur snúast ekki
bara um þann niðurskurð sem er
verið að undirbúa að hrinda í fram-
kvæmd nú, heldur snúa þær að því
að grunnskólarnir í Reykjavík
standa mjög illa fyrir þennan nið-
urskurð,“ segir Rósa. T.d. sé bún-
aður í skólunum gamall. »12
Kennarar hafa
miklar áhyggjur
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í nýju virðismati sem KPMG hefur
unnið fyrir stjórn Borgunar er fyr-
irtækið metið á 19 til 26 milljarða
króna. Þetta herma áreiðanlegar
heimildir Morgunblaðsins. Í efri
mörkum þess er fullt tillit tekið til
þeirra tekna sem yfirtaka Visa Int-
ernational Service á Visa Europe
mun geta tryggt fyrirtækinu.
Í lok nóvember 2014 tilkynnti
Landsbankinn sölu á 31,2% hlut
sínum í Borgun til hóps fjárfesta
og stjórnenda Borgunar. Söluverð
hlutarins var sagt tæpir 2,2 millj-
arðar króna. Sé virði hlutarins
metið út frá virðismati KPMG er
hann nú um 6 til 8 milljarðar
króna eða nærri 4 til 6 milljörðum
hærri en þegar Landsbankinn
seldi.
Þegar Morgunblaðið leitaði við-
Borgun metin á 26 milljarða
Nýtt virðismat sem unnið var af KPMG segir greiðslukortafyrirtækið metið á 19 til 26 milljarða króna
Landsbankinn seldi 31,2% hlut á 2,2 milljarða í árslok 2014 Hluturinn metinn á 6 til 8 milljarða nú
MBorgun metin á 19 til 26 ... »20
Öflugur rekstur
» Hreinar rekstrartekjur Borg-
unar árið 2014 námu 4,2 millj-
örðum króna.
» Hagnaður félagsins nam 1,3
milljörðum fyrir sama rekstr-
arár en hafði verið tæpur millj-
arður árið á undan.
bragða Hauks Oddssonar, for-
stjóra Borgunar, og Erlends
Magnússonar stjórnarformanns
fyrirtækisins, vildu þeir ekkert tjá
sig um efni og innihald verðmats-
ins.
Íslandsbanki er stærsti eigandi
Borgunar og heldur á 63,5% hluta-
fjár í fyrirtækinu. Gera má ráð
fyrir því að sá hlutur sé nú metinn
á 12 til 16,5 milljarða króna. Bank-
inn hafnaði tilboði frá breska
greiðslumiðlunarfyrirtækinu UPG
sem barst í Borgun á síðari hluta
nýliðins árs. Hljóðaði lokatilboð
UPG upp á 15 milljarða króna.
Í kjölfar þess að bankinn hafn-
aði tilboðinu munu aðrir hluthafar
í Borgun hafa boðið Íslandsbanka
hluti í fyrirtækinu til kaups á sama
gengi. Ekkert varð af því að bank-
inn bætti við sig hlut í fyrirtækinu.
Hæstiréttur
þyngdi í gær
dóma Héraðs-
dóms Reykjavík-
ur í svonefndu
markaðsmis-
notkunarmáli
Landsbankans.
Sigurjón Þ.
Árnason, fv.
bankastjóri
Landsbankans,
var dæmdur í 18 mánaða fangelsi
og þrír fv. samstarfsmenn hans í 9-
24 mánaða fangelsi. Í dómi Hæsta-
réttar segir að brotin hafi leitt til
„alvarlegrar röskunar á verðbréfa-
markaði“. »18
Dæmdir sekir fyrir
markaðsmisnotkun
Sigurjón Þ.
Árnason