Morgunblaðið - 05.02.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Undirþrýstingur í miðeyra með vökva.
Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru,
miðeyrað opið og engin vökvi.
Fæst í apótekum www.celsus.is
eðferð við
rnabólgu og
kva í miðeyra
– lagar og fyrirbyggir
• Um 70 % fá bót við fyrstu notkun
• Vel rannsökuð meðferð sem leiðréttir undir-
þrýsting í miðeyra, opnar kokhlustina svo að
vökvi eigi greiða leið.
• Getur dregið úr notkun sýklalyfja, ástungum
og rörum í eyrum.
• Góður árangur tengt flugi, köfun, sundi
og kinnholustíflum. Fyrir börn og fullorðna.
• CE merkt – Meðmæli lækna.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
kr. 10.990
Str. S-XXL
Nýtt - Nýtt
Fallegir bolir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrir nokkrum misserum var verðlag
í Noregi óhagstætt fyrir Íslendinga.
Norska krónan var sterk en íslenska
krónan enn að jafna sig eftir geng-
ishrunið 2008. Laun í Noregi voru í
upphæðum en laun á Íslandi tóku mið
af því að minna var til skiptanna í
hagkerfinu en oft áður.
Skjótt skipast veður í lofti og eftir
olíuhrunið og gengisfall norsku krón-
unnar er verðlag á ýmissi vöru og
þjónustu í Noregi jafnvel orðið hag-
stætt fyrir íslenska launþega.
Norska krónan kostaði rúmar 23
krónur í ársbyrjun 2013 en kostar nú
um 15 krónur. Á sama tímabili hafa
laun hækkað umtalsvert í kjölfar
kjarasamninga á Íslandi og munu
hækka frekar í vor. Øystein Dørum,
yfirhagfræðingur hjá DNB, áætlaði
hins vegar í samtali við Morgunblaðið
í vikunni að laun í Noregi mundu
lækka að raunvirði í ár.
Dæmi um verðlag í Noregi eru tek-
in í töflunni hér til hliðar. Þetta er
óvísindaleg samantekt sem gerð var
til gamans eftir heimsókn til Tromsö
og Ósló um mánaðamótin.
Vakti sérstaka athygli hversu hag-
stætt verð var á fatnaði á útsölum í
Noregi. Fá mátti góða vetrarskó í
miðborg Óslóar á aðeins 450 norskar
krónur, eða á innan við 7 þúsund
krónur, svo dæmi sé tekið.
Fá meira fyrir launin
Magnús Þór Jónsson, grillmeistari
á Hamborgarabúllu Tómasar í Ósló,
segist fá meira fyrir launin í Noregi
en á Íslandi. Kaupmátturinn sé meiri.
„Verðlag er svipað og heima. Mun-
urinn er sá að hér fær maður aðeins
hærri laun,“ segir Magnús Þór um
kaupmáttinn.
Hann segist aðspurður greiða
10.500 norskar krónur fyrir leigu á
tveggja herbergja íbúð nærri Carl
Berners-torgi, eða um 158.00 íslensk-
ar krónur á mánuði. Íbúðin er í um 10
mínútna lestarfjarlægð frá vinnustað
Magnúsar Þórs á Skippergata í mið-
borg Óslóar. Það er sambærilegt
leiguverð og á 2ja herbergja leigu-
íbúðum í Bláhömrum í Reykjavík,
Efstahjalla í Kópavogi og Hofgörðum
á Seltjarnarnesi sem auglýstar eru á
vef Leigulistans á Íslandi.
„Raftæki eru ódýrari hér en á Ís-
landi. Bjór er aðeins dýrari hér en
heima. Sterkt vín og léttvín er hins
vegar ódýrara hér en á Íslandi. Mað-
ur eyðir ekki jafn miklu í matarkaup
og heima á Íslandi.“
Magnús Þór segir kippu af bjór
kosta um 150 norskar krónur í Nor-
egi, eða tæplega 2.300 krónur íslensk-
ar, sem er um 150 íslenskum krónum
meira en til dæmis kippa af Egils Gull
kostar í ÁTVR. Þá sé tóbak dýrara í
Noregi en á Íslandi. Magnús Þór seg-
ir lágmarkslaun í Noregi vera 125
norskar krónur á tímann, eða um
1.885 íslenskar krónur miðað við nú-
verandi gengi.
Ekki lengur svo dýrt í Noregi
Verðlag í Noregi er í sumum tilfellum orðið lægra en á Íslandi Fatnaður jafnvel ódýrari í Noregi
Norska krónan hrundi Íslendingur sem býr í Ósló segir raftæki ódýrari í Noregi en á Íslandi
Dæmi um verðlag í Noregi*
NOK ISK
Hótelherbergi með hjónarúmi og morgunverði
fyrir tvo á First Millenium Hotel í miðborg Óslóar 716 10.761
Fluglestin til Óslóar, báðar leiðir 360 5.551
Lestarmiði frá Ósló til Drammen, aðra leið 103 1.588
Big Mac-máltíð á McDonald’s í Ósló 97 1.495
Bolli af Café latte á flugvellinum í Ósló 39 601
Pylsa í verslun 7/11 á aðallestarstöð Óslóar 20 308
5 sokkar fyrir herra í H&M í Ósló 80 1.226
Þrennar nærbuxur fyrir herra í
verslun Dressmann í Tromsö 150 2.313
Gallabuxur fyrir herra hjá H&M í Ósló 199 3.068
Dúnúlpa fyrir herra í Dressmann í Ósló
á 50% afslætti á útsölu 400 6.140
Bindi fyrir herra hjá Dressmann
í Tromsö (útsöluverð) 49 756
Samsung Galaxy S6 64GB hjá
JM Hansen Elektrisk í Tromsö 6.999 107.921
*Verðið var athugað dagana 27.1. til 2.2. 2016. Upphæðir eru annaðhvort samkvæmt
VISA-yfirliti vegna kaupa á nokkrum þessara vara, eða að reiknað er út frá sama
gengi. Það gengi var 15,42 ISK. Miðgengi gærdagsins var 15,03 ISK.
Ljósmynd/Baldur Arnarson
Á útsölu Þessi fataverslun í miðborg Óslóar bauð vörur á lækkuðu verði.
Ljósmynd/Baldur Arnarson
Hjá verslun LMC Hægt var að fá góða vetrarskó á um 7 þús. íslenskar kr.
Ljósmynd/Sölvi Mar Guðjónsson
Grillmeistari Magnús Þór Jónsson
við búlluna á Skippergata í Ósló.
Hæstiréttur sýknaði í gær Sam-
keppniseftirlitið og íslenska ríkið af
kröfum Olíufélags Íslands, Skelj-
ungs og Kers. Olíufélögin höfðu farið
fram á ógildingu áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sem úrskurðaði að
félögin hefðu haft með sér ólöglegt
verðsamráð með olíuvörur hér á
landi. Sá úrskurður hefur því verið
endanlega staðfestur og er félögun-
um gert að greiða samtals 1,5 millj-
arða í sekt. Áður hafði Héraðsdómur
Reykjavíkur staðfest úrskurðinn.
Málið hófst árið 2001 þegar Sam-
keppnisstofnun hóf rannsókn á ætl-
uðu ólöglegu samráði olíufélaganna.
Á grundvelli þeirrar rannsóknar tók
samkeppnisráð ákvörðun 2004 sem
fól í sér að félögin hefðu brotið gegn
þessu ákvæði með yfirgripsmiklu
samráði 1993-2001 og var þeim gert
að greiða sektir. Þessari ákvörðun
skutu félögin til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sem staðfesti 2005
allar helstu niðurstöður samkeppn-
isráðs, en lækkaði sektirnar. Þá
höfðuðu félögin mál til ógildingar og
féll dómur í því máli 2012 þar sem
úrskurður áfrýjunarnefndar var
felldur úr gildi. Á það gat Sam-
keppnisstofnun ekki fallist og áfrýj-
aði til Hæstaréttar sem vísaði mál-
inu frá héraðsdómi. Þá höfðuðu
olíufélögin ný dómsmál og var dóm-
ur í þeim kveðinn upp fyrir rúmu ári.
Brot olíu-
félaganna
staðfest
mbl.is
alltaf - allstaðar