Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 11
sem síðastliðin átta ár hefur búið í
Bæjaraskógi Þýskalands. Sambýlis-
maður hennar er Norbert Birnböck
sem í áraraðir hefur verið rútubíl-
stjóri í Evróputúrum Bændaferða.
„Norbert finnst alltaf jafn gam-
an að ferðast með Íslendingum, sem
eru svolítið öðruvísi en Þjóðverjar.
Þegar við Íslendingar ferðumst er-
um við komin til að njóta ferðar og
vera saman í skemmtilegum hóp. Við
Norbert kynntumst í gegnum starfið
og erum afar lukkuleg með þetta allt.
Norbert er alltaf undir stýri þar sem
ég er fararstjóri. Við erum vel sett í
Bæjaralandi, þaðan sem er fljótfarið
til dæmis til München, Frankfurt,
Parísar og Mílanó, þangað sem far-
þegarnir koma með flugi að heiman.“
Sporinn og táin
Í ár er Hófý farstjóri í ellefu
ferðum Bændaferða. Í sumum þeirra
verður farið um kunnuglegar slóðir,
en í öðrum fetað um nýja stigu. Má
þar nefna leiðangur sem er á dag-
skrá í maí, þar sem farið verður í Ca-
labria-héraðið á Suður-Ítalíu – og
siglt frá Genúa til Sikileyjar. Síðsum-
ars verður svo farið til suðaust-
urstrandar landsins og dvalist í svo-
nefndu Puglia-héraði. Þar er margt
merkra staða, svo sem Alberobello
sem er á Trullinu og á heims-
minjaskrá UNESCO vegna hvítkalk-
aðra svipsterkra steinhúsa með
keiluþökum. Einnig verður farið til
Rómar og að Amalfíströndinni.
„Þótt Ítalía sé víðfeðmt og fjöl-
sótt ferðamannaland hefur lítið verið
sótt á suðausturhlutann, nema af
Ítölum sjálfum. Þetta á reyndar við
um fleiri svæði í landinu. Eins og
Ítalía er á landakortinu hefur landinu
verið líkt við stígvél og við getum
sagt að nú séu hællinn með spor-
anum og tánni að koma sterkt inn.
Það verður yndislegt að ferðast með
fólki um þær slóðir,“ segir Hófý –
sem hefur skipulagt fjölda ferða á
nýja áfangastaði Bændaferða.
„Suðurhluti Frakklands er
spennandi, þar eru ýmsir áhugaverð-
ir staðir sem vert væri að kynna fólki
betur, þegar tækifæri til slíks skap-
ast. Ég var á sínum tíma með ferð til
Marokkó sem er stórbrotið land. Það
kom mér verulega á óvart. Vegna
ólgunnar á nálægum svæðum, svo
sem í Sýrlandi, verður ferð þangað
ekki endurtekin í bili. Tyrkland
heillar mig líka alltaf, en átökin í
Úkraínu setja strik í reikninginn.
Það eru allskonar svona atriði sem
horfa þarf til, þegar nýjar ferðir eru
skipulagðar og undirbúnar. Og alltaf
þarf að brydda upp á einhverju nýju í
sérhverri ferð,“ segir Hófý.
Ferðalög almennings eru stöð-
ugt að aukast. Fólk er orðið verald-
arvanara en var, tungumálakunnátta
er betri og fyrir marga er lítið mál að
ferðast á eigin vegum. Eigi að síður
skrá margir sig í skipulagðar hóp-
ferðir. Eru þá í góðum hópi og fá leið-
sögn og fróðleik..
Upplifa og njóta
„Yngra fólk er farið að sækja
heilmikið í ferðir hjá okkur. Það er
mjög dýrmætt fyrir mig sem farar-
stjóra hve margir farþegar hafa
haldið tryggð við mig og okkur. Sum-
ir koma ár eftir ár; fólk sem vill njóta
lífsins og alls þess skemmtilega sem
býðst,“ segir Hófý sem hefur verið
leiðsögumaður í Evrópuferðum
fjölda hópa. Má til dæmis nefna or-
lofsferðir kvenna úr Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Þær konur hafa verið í
hópum Hófýjar í 15 ár.
„Ferðamenn gera miklu meiri
kröfur nú en var fyrir fáum árum.
Fyrir nokkrum árum auglýstum við
stundum heimilislega gistingu. Á
mæltu máli þýddi það að íburður
væri lítil og þjónustan lágstemmd.
Stundum varð fólk þó fyrir von-
brigðum með gistinguna. Var því lít-
ill greiði gerður með því ódýra. Enda
er það nú svo að fólk ferðast um
heiminn til þess að upplifa og njóta
og finnst að þá megi nokkru kosta til.
Góð ferðalög eiga að vera ógleym-
anleg og fyrir fararstjórann eru al-
gjör forréttindi að vera með fólkinu í
því að skapa minningar,“ segir far-
arstjórinn Hófý að síðustu.
Feneyjar Gondólasigling á síkjunum er upplifun. Leið Bændaferðafólks liggur oft til þessarar óvenjulegu borgar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016
Aldrei fór ég Westur
er yfirskrift fyrir-
lestraraðar MARK
sem hefst í dag.
Fyrsta fyrirlesturinn
flytur Friðrik Þór
Guðmundsson blaða-
maður kl. 12-13 í fyr-
irlestrarsal Þjóð-
minjasafnsins. Mr.
Fridriksson eins og
hann er stundum
kallaður lýsir tvö-
földu lífi sínu; sem Ís-
lendings og sem son-
ar bandarísks
starfsmanns Varn-
arliðsins á Keflavík-
urflugvelli. Hann
varpar ljósi á hvernig
var að alast upp í
Reykjavík burstaklipptur og í öðruvísi
fötum en önnur börn, að leika með
annars konar dót og að borða dul-
arfullt nammi. Meirihluti 84 afkom-
enda föðurafa og -ömmu Friðriks Þórs
býr í Bandaríkjunum og Kanada en
samskiptin við þau eru virk.
Það er næsta ógerningur að ímynda
sér íslenskt samfélag án erlendra
menningaráhrifa því þau eru allt um-
lykjandi og allstaðar: í formi hug-
mynda, tækni, viðhorfa, mataræðis,
listsköpunar, framkomu, tísku og svo
framvegis út í hið óendanlega. Nærri
10% landsmanna eru af erlendum
uppruna og á Íslandi eru töluð yfir 150
tungumál. Þá hafa fjölmargir Íslend-
ingar búið erlendis við vinnu eða nám
og margir hafa viðvarandi tengsl við
aðra menningu og önnur lönd.
Fyrirlestraröðin er tvíþætt. Annars
vegar fjalla Íslendingar um reynslu
sína af búsetu í öðrum löndum og/
eða sterkum tengslum við aðra menn-
ingu og önnur lönd. Hins vegar segja
innflytjendur á Íslandi frá reynslu
sinni af búsetu hér og þeim áskor-
unum sem þeir hafa þurft að takast á
við. Fyrirlestrarnir verða haldnir á
tveggja vikna fresti, á föstudögum í
hádeginu.
Allir eru velkomnir.
Ísland heiman og heim – útflytjendur - innflytjendur
Burstaklipptur í öðruvísi fötum
Íslenskur/bandarískur Friðrik Þór Guðmundsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ég veit ekki hvort það ermargt líkt með mér ogDavid Bowie. Hann varbrautryðjandi á sínu
sviði og hafði áhrif á milljónir
manna um heim allan með tónlist
sinni og sviðsframkomu. Sjálfum
hefur mér ekki enn tekist að hafa
áhrif á milljónir manna með verkum
mínum. Vissulega kann ég lítillega á
gítar en get hvorki samið lög né
spilað tónlist fyrir framan stóran
hóp fólks. Fer hreinlega á taugum.
Ég er heldur ekkert sérstakur
söngvari.
Bowie var mikið kamelljón, bæði
þegar tónlistin var annars vegar og
hvað útlitið varðaði. Klæðnaður
hans og hárgreiðsla breyttust ítrek-
að og fór hann úr því að vera rauð-
hærður Ziggy Stardust einn daginn
yfir í það að vera ljóshærður og
jakkafataklæddur Thin White Duke
þann næsta. Ég vil helst ekki taka
neina áhættu í klæðavali, hef átt
sömu jakkafötin í fjölda ára og hár-
greiðslan mín hefur verið sú sama
síðan ég lagði gardínugreiðsluna
svokölluðu á hilluna í kringum tví-
tugt (eins og ökuskírteini
mitt ber glöggan
vott um). Vissu-
lega er ég
hvítur og frek-
ar grannur en
hertogi er ég
nú ekki.
Bowie var
flughræddur
og hafði eng-
an áhuga á
að fara út í
geiminn,
þrátt fyrir að
fjalla iðulega um hann í laga-
textum sínum, en þá sem
myndlíkingu fyrir eitthvað allt
annað (takk fyrir þennan fróð-
leik Rokkland!). Ég hef ekkert
á móti því að fljúga en við-
urkenni að stundum fer um
mig hrollur í innanlandsflugi
þegar sviptivindar eða önn-
ur leiðindi herja á vélina. Þá
er best að herpa saman magann og
vona það besta. Geimurinn hefur
alltaf heillað mig og ég væri alveg til
í að skella mér þangað út. Reyndar
bara ef ég get verið öruggur um að
komast til baka.
Bowie hafði gaman af því að mála
og var ágætis leikari. Leið vel á sviði
eða fyrir framan kvikmyndatöku-
vélar. Ég kann ekkert að mála, rétt
svo get teiknað Óla prik, og gæti
aldrei staðið á sviði og leikið. Líður
betur einhvers staðar allt annars
staðar.
Eignir Bowie voru metnar á 13
milljarða króna þegar hann lést.
Eignir mínar verða í
mesta lagi metnar á
13 milljónir króna
þegar ég kveð þenn-
an heim, nema verð-
bólga eða annað
bankahrun éti það allt
saman upp til agna.
Það kæmi mér
reyndar ekkert
á óvart.
Ef eitt-
hvað er líkt
með okkur
má segja að
við höfum
báðir haft
mjög gaman
af tónlist og
kvikmyndum.
Það er líklega
allt og sumt.
»Geimurinn hefur allt-af heillað mig og ég
væri alveg til í að skella
mér þangað út. Reyndar
bara ef ég get verið öruggur
um að komast til baka.
HeimurFreys
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is