Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 NORSKIR BRJÓSTDROPAR RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM. DANSKIR BRJÓSTDROPAR MÝKIR HÁLSINN OG STILLIR ÞRÁLÁTAN HÓSTA. FÁST Í NÆSTA APÓTEKI AUÐUNN JÓNSSON KRAFTLYFTINGAMAÐUR DANSKIR FYRIR STERKA. NORSKIR FYRIR STERKARI! ÞÚF ÆRÐ VÉLS LEÐA - FATN AÐIN NHJ ÁOK KUR STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Óánægja er meðal fyrrverandi skip- verja á varðskipum Landhelgisgæsl- unnar vegna dagskráratriðis á Safnanótt sem vera átti um borð í varðskipinu Óðni. Sem kunnugt er liggur hið gamla skip, Óðinn, við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn og er hluti af sýn- ingum safnsins, hvar bryddað verður upp á ýmsu vegna Safnanætur. Þar á meðal er atriðið Morð um borð, sem vera átti í kvöld. Eftir að athugasemdir vegna þessa bárust forsvarsmönnum Borg- arsögusafnsins var í gærkvöldi ákveðið að blása fyrirhugað skemmtiatriði af. Margir liðu þjáningar Það sem varðskipsmönnum hefur runnið til rifja í þessu sambandi er að snemma í janúar 1980 varð sá harmleikur að tveir ungir menn voru stungnir til bana um borð í varðskip- inu Tý af þriðja manninum sem eftir verknaðinn varpaði sér fyrir borð og fannst aldrei. Sá hafði í eldhúsi skipsins gripið stóran hníf sem hann stakk í kvið skipsfélaga sinna sem blæddi út. Þykir mönnum nú sem leikurinn hefði farið of nærri voveif- legum atburði sem hafi reynt á alla sem til þekktu. „Mér finnst þetta afar ósmekk- legt. Ég þekkti til gerandans og þessi atburður tók mjög á starfs- menn Gæslunnar og marga fleiri. Sjálfur átti ég erfitt með svefn lengi eftir þetta og ég vissi að margir liðu þjáningar vegna þessa,“ segir Ing- ólfur Kristmundsson sem í áraraðir var vélstjóri á varðskipunum. Hann er jafnframt í samtökunum Hollvinir Óðins, en félagar þar hafa gjarnan staðið vaktina í skipinu og sagt frá þorskastríðum og öðru á Hátíð hafsins og við önnur tilefni. „Vinsælir í samkvæmum“ Starfsfólk Sjóminjasafnsins sendi hollvinum Óðins í gær bréf þar sem þeim var kynntur morðingjaleik- urinn svokallaði. Það var gert áður en því bárust skilaboð frá varðskips- mönnunum fyrrverandi um að of langt væri gengið. „Svona leikir hafa verið mjög vinsælir í samkvæmum en þá með öðru sniði. Þessi er byggður upp sem ratleikur og við reynum að koma smá upplýsingum um skipið í leiðinni,“ segir í bréfinu. Þar er tilgreint að „líki“ hafi verið komið fyrir í vélarrúmi. Þar verði einnig að finna blóðugt kökukefli og það gefi vísbendingu um að leita næst í eldhúsi. Hver vísbendingin leiði aðra uns gátan sé ráðin. „Ég kem framvegis ekki nærri neinu sem tengist Óðni ef Sjóminja- safnið tekur þetta atriði ekki af dag- skránni,“ segir Ingólfur. „Í fyrstu taldi ég að safnafólk væri að grínast en því virðist vera fúlasta alvara. Þetta er brenglað hugmyndaflug. Það er hneykslanlegt að hinum hræðilega atburði í varðskipinu bregði nú fyrir sem skemmtiatriði.“ Blásið af Í samtali sagði Guðbrandur Bene- diktsson, forstöðumaður Borgar- sögusafns, að þegar athugasemdir varðskipsmannanna fyrrverandi bárust síðdegis í gær hefði þótt sjálf- sagt að endurskoða málið, sem var og gert. Safnafólk hefði ekki þekkt til atburðarins árið 1980. „Leikurinn Morð um borð verður ekki í Óðni á Safnanótt. Við höfum blásið þetta af,“ sagði Guðbrandur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Voru ósáttir með morðleik í Óðni  Ratleikur Sjóminjasafnsins á Safnanótt, Morð um borð, var tekinn af dagskrá í gærkvöldi  Ýfir upp sár eftir harmleik sem varð fyrir 36 árum um borð í Tý  Fyrrverandi varðskipsmenn voru ósáttir 1980 Frásögn Morgunblaðsins af harmleiknum um borð í Tý fyrir rúmum 36 árum. Skipið var djúpt norður af landinu þegar þetta gerðist. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grandinn Varðskipið Óðinn er hluti af sýningu Sjóminjasafnsins. Framar á myndinni er dráttarbáturinn Magni. Ingólfur Kristmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.