Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Málað yfir ósómann Sum verkefni þarf að inna af hendi aftur og aftur þótt þau geti verið hvimleið. Þessi þrautseigi maður sér um það þarfa verk að mála yfir ófagurt veggjakrot á Laugavegi. Golli Ash Carter, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, boðaði þriðjudaginn 2. febr- úar fjórföldun á hern- aðarútgjöldum Banda- ríkjanna til varnar Evrópu. Í ræðu í Washington sagði ráð- herrann: „Við verðum að sýna hugsanlegum andstæðingum að hefji þeir stríð getum við unnið það. Við höfum mótað öfluga og yf- irvegaða afstöðu til að fæla Rússa frá árás. Við höfum ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu í 25 ár, nú verðum við að gera það þótt ég kysi að svo væri ekki.“ Leggur Bandaríkjastjórn til við þingið að samþykkt verði 3,4 millj- arða dollara fjárveiting á fjár- lögum ársins 2017 til að standa undir kostnaði við fjölgun þunga- vopna og brynvarins búnaðar í Evrópu. Það er um fjórföldun á út- gjöldunum miðað við 789 milljónir dollara til þessa liðar á fjárlögum ársins 2016. Vígbúnaðarinn verður til ráðstöfunar fyrir herafla Banda- ríkjanna og NATO og á að tryggja að stöðugt sé unnt að halda úti full- búnu stórfylki á svæðinu. Harka gegn Lavrov Ræða ráðherrans kemur ekki á óvart í ljósi harðnandi afstöðu í Washington í garð Vladimirs Pút- íns Rússlandsforseta og málsvara hans. „Hr. Lavrov er alls ekki heimsk- ur og hann skilur örugglega skuld- bindingar Rússa samkvæmt sam- komulaginu. Hvað segir það um lygar rússnesku utanríkis- þjónustunnar og fyr- irlitningu hennar á al- þjóðaálitinu þegar utanríkisráðherrann segir eitthvað sem sanna má að sé rangt á innan við 30 sek- úndum með leit á Google?“ Á þessum orðum lýkur grein sem Ste- ven Pifer, stjórnandi afvopnunarmála hjá hugveitunni Brookings í Washingon, ritaði á dögunum á vefsíðu hennar til að benda á ósannindi Sergeis Lavr- ovs, utanríkisráðherra Rússa, um efni samkomulagsins sem Rússar gerðu í Búdapest í desember 1994 til að tryggja öryggi Úkraínu gegn því að ríkið afsalaði sér kjarn- orkuvopnum. Pifer bendir á að Rússar hafi brotið gegn flestum ákvæðum sam- komulagsins sem var undirritað af forsetum Rússlands, Bandaríkj- anna og Úkraínu auk forsætisráð- herra Breta. Þar er því meðal annars heitið að „virða sjálfstæði og fullveldi og núverandi landamæri Úkraínu“ og að beita ekki „hótun eða valdi gegn landsyfirráðarétti og stjórn- málalegu sjálfstæði Úkraínu“ fyrir utan að láta hjá líða „að beita efna- hagslegri þvingun í eigin hags- munaskyni og vega þannig að full- veldisrétti Úkraínu“ og veita aðstoð verði „Úkraína fyrir árás eða sé hótað með árás þar sem kjarnorkuvopnum sé beitt“. Tilefni þess að Pifer birtir grein um þetta efni nú eru orð sem Lavr- ov lét falla á hefðbundnum blaða- mannafundi sínum í upphafi árs. Utanríkisráðherrann fór ekki að- eins með rangt mál varðandi Úkra- ínu heldur einnig örlög 13 ára rússneskrar stúlku í Berlín sem skrópaði í skólanum og hvarf að heiman í 30 stundir en spann síðan þá lygasögu að þrír arabar hefðu rænt sér og nauðgað. Lavrov veittist að þýskum yfir- völdum þegar málið var enn í lög- reglurannsókn og sagði meðal ann- ars: „Við blöndum okkur ekki í innri mál annarra landa.“ Þessi ummæli urðu Berthold Kohler út- gefanda Frankfurter Allgemeine Zeitung tilefni til að skrifa að þetta hljómaði eins og hver annar brand- ari en einnig: „Hver getur þó enn hlegið að ósvífninni sem í þessari fullyrðingu felst? Ekki Úkraínumenn, ekki Georgíumenn, ekki Sýrlendingar, ekki Eystrasaltsþjóðirnar, ekki Pólverjar og ekki fjölmargar aðrar þjóðir. [...] Væri Þýskaland minna ríki í ná- grenni Rússlands hlytu allar við- vörunarbjöllur í Berlín nú að hringja hátt, þá er ljóst að hér í landinu er „minnihluti“ sem Kremlverjar geta virkjað með áróðursvél sinni. Ekki er unnt með skýrari hætti en þessum að sjá hvernig rússnesk stjórnvöld beita undirróðursstefnu sinni gagnvart Þýskalandi og ESB.“ Gjörbreytt hættumat Enska orðið „revanchism“ er ís- lenskað í orðabanka Íslenskrar málstöðvar á þennan veg: hefndar- stefna, landheimtustefna – hefndarstefna eins ríkis gagnvart öðru. Fyrir fáeinum dögum kynnti yfirmaður bandaríska hersins í Evrópu, Philip Breedlove hers- höfðingi, stefnu Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna (USEUCOM). Skjalið sem geymir stefnuna hefst á þessum orðum: „Frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar hafa evrópskir bandamenn og samstarfsaðilar þeirra unnið með Bandaríkjamönnum um heim allan að því að stuðla að öryggi og stöðugleika, Evrópa skiptir enn sem fyrr miklu fyrir þjóðarhags- muni Bandaríkjanna. Um þessar mundir stendur Evrópuherstjórn Bandaríkjanna (USEUCOM) frammi fyrir lang-neikvæðustu breytingu á evrópskum öryggis- málum frá því að kalda stríðinu lauk. Rússar haldnir hefndar- hyggju (e. revanchist Russia), fjöldafólksflutningar frá öðrum svæðum, erlendir hryðjuverka- vígamenn í Evrópu, tölvuárásir, eftirstöðvar hnattrænnar fjár- málakreppu og lítið fé til varnar- mála, allt vegur þetta að öryggi Evrópu, skapar hættu fyrir Banda- ríkin sjálf og er ógn við hnattrænt öryggi og stöðugleika.“ Hershöfðinginn, sem einnig er yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, lýsir á níu blaðsíðum hver séu viðbrögð Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna við þessari dökku stöðu. Hann tekur mið af stefnu Bandaríkjastjórnar og áætlunum NATO um varnir Evrópu. Telur hann víða þörf á umbótum til að laga þessa stefnu að hinum nýja, tveggja ára gamla veruleika. Fjór- földun á útgjöldum Bandaríkjanna í því skyni mun skipta miklu. Leiðin yfir N-Atlantshaf Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna, sagði á Varðbergs- fundi í nóvember 2015 að viðhorf Bandaríkjastjórnar til varnarhags- muna á Íslandi birtust best í því hvaða fulltrúar hennar kæmu hing- að til lands. Einn þeirra er einmitt Breedlove hershöfðingi. Hann var hér í september 2014. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra sagði þá mikilvægt að yfirhershöfðingi NATO heim- sækti Ísland reglulega til að kynn- ast aðstæðum og eiga samráð við hérlend stjórnvöld. Á fundi ráð- herrans og hershöfðingjans var rætt um reglubundna loftrým- isgæslu bandalagsins á Íslandi, tækifæri til æfinga og rekstur ís- lenska loftvarnarkerfisins, sem væri mikilvægur þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna bandalagsríkja. Að Bandaríkjamenn auki hern- aðarlega viðveru sína í Evrópu, flytji þangað fleiri hergögn og menn, beinir athygli þeirra jafn- framt að lífæðinni yfir N-Atlants- haf og nauðsyn þess að tryggja ör- yggi á henni. Þar skiptir hnattstaða Íslands miklu eins og jafnan áður. Eftir Björn Bjarnason » Að Bandaríkjamenn auki hernaðarlega viðveru sína í Evrópu beinir athygli þeirra jafnframt að lífæðinni yfir N-Atlantshaf og öryggi á henni. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Bandaríkjastjórn vill fjórfalda útgjöld til varnar Evrópu gegn Rússum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.