Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 31

Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 maður, hann fylgdist með og passaði vel upp á sína litlu fjöl- skyldu og er hugur okkar hjá þeim Gunnu, Huldu Björk, Hlyn Óla og litla afadrengnum honum Baldri Inga. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Rögnvaldur Óli Pálmason og fjölskylda. Enn og aftur erum við minnt á það í lífinu að það getur verið stutt milli gleði og sorgar og við vitum aldrei hvað morgundag- urinn ber í skauti sínu. Fyrir nokkrum dögum var Haraldur á ferð hér fyrir norðan vegna vinnu sinnar og gisti þá hjá okk- ur. Það var gaman að fá hann í heimsókn, eins og alltaf, hann var jafnan hress og kátur og við áttum saman mjög skemmtileg- ar stundir, eins og ætíð þegar hann kom til okkar. Síðan kem- ur þessi skelfilega frétt, að hann sé látinn. Við sitjum eftir sorgmædd og hörmum ótímabært fráfall góðs vinar sem var okkur öllum svo kær. En svona er þetta líf, við vitum aldrei hvenær kallið kem- ur. Það eru um þrjátíu ár síðan við kynntumst Halla er hann hóf sambúð með Guðrúnu Hilmars- dóttur. Þau Halli og Gunna voru einstakar manneskjur og gaman að heimsækja þau, hvort sem það var í Sólheima, í Neshamr- ana eða á Selfoss. Gestrisni þeirra var einstök og þau áttu fallegt heimili. Það var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og þá var ætíð létt yfir fólki og gleðin í fyrirrúmi. Börnin þeirra, Hulda Björk og Hlynur Óli, eru dugn- aðarfólk og þau hafa erft áhuga á hrossum frá föður sínum. En hestamennskan var Halla í blóð borin og ræktaði fjöl- skyldan mörg ágæt hross sem veittu þeim mikla ánægju. Halli var mjög áhugasamur um vinn- una og oft á kvöldin þegar hann var hjá okkur þá þagnaði varla síminn og hann reyndi ætíð að leysa þau mál sem þurfti að leysa, hverju sinni. Það var hans venja að leysa málin, ef það var mögulegt. Það er okkur mikils virði að hafa fengið að kynnast Haraldi Bjarkasyni. Hann var traustur vinur vina sinna, einstakur heimilisfaðir og drengur góður. Hjálpsamur með afbrigðum og mátti ekkert aumt sjá og hann reyndi ætíð að rétta þeim hjálp- arhönd sem þurftu á aðstoð að halda. Halli var gamansamur að eðl- isfari og sá yfirleitt einhverjar spaugilegar hliðar á hinum ýmsu málum sem aðrir tóku ekki eftir. Hann hafði góða nær- veru og var einstakur félagi. En það er hörmulegt þegar maður á besta aldri er kallaður burt í blóma lífsins. Og það sannast hið fornkveðna að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við söknum góðs vinar og erum harmi slegin yfir andláti hans. En mest er sorg fjölskyldunnar sem nú sér á bak ástkærum sambýlismanni, föður og afa sem var tilbúinn að gera hvað sem var fyrir fjölskylduna og ekki síst Baldur Inga, litla afstrákinn sem var þeim ömmu og afa svo kær. Við sendum Guðrúnu, Huldu Björk, Hlyni Óla og Baldri Inga sem og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að leiða þau og styrkja. Kæri vinur, hjartans þakkir fyrir allan þann mikla hlýhug og vináttu sem þú sýndir okkur og okkar fjölskyldu allt frá okk- ar fyrstu kynnum. Við minnumst þín með kæru þakklæti fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar og við mun- um ylja okkur við minningarnar um þig, þær munu verða okkur mikils virði. Far þú í friði, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Bryndís og Pálmi. Þegar ég minnist Haralds Páls Bjarkasonar vinar míns er margt sem kemur fram í hug- ann. Halla kynnist ég í Víðidaln- um fljótlega eftir að hann og fjölskylda hans fluttu suður úr Skagafirðinum. En hugur hans var ætíð í Blönduhlíðinni. Fjölskyldan staldraði við á höfuðborgar- svæðinu í fáein ár. Halli var of mikill sveitamað- ur til að una þeim verustað. Þannig að fjölskyldan flutti á Selfoss þegar sölumannsstarf bauðst hjá Jötni vélum og Halli komst í hringiðu landbúnaðar- ins á ný. Talandi við og heim- sækjandi bændur alla daga. Þarna var hann á heimavelli. Halli og Guðrún kona hans voru höfðingjar heim að sækja og vinirnir að norðan oft nætur- gestir eins og var fram á hinstu stund. Helsta áhugamál Halla var hestamennska og sérstaklega hrossarækt. Varð hann afar stoltur þegar hann talaði um gæðingshrossin sín, Keilu, Sokka og Börk, fremst á meðal jafningja enda fékk ég símtal frá Herning á sumri liðnu frá ánægðum ræktanda þegar Börkur Keiluson frá Sólheimum stóð í fremstu röð á HM ís- lenska hestsins. Á vordögum 2009 var Limur frá Leiðólfsstöðum keyptur og samnefnt félag varð til með Halla innanborðs. Í einum túrn- um í Skagafjörðinn skruppum við til sveiflukóngsins á Geir- mundarstöðum og keyptum Spunasoninn Glaum fyrir félag- ið, ekki fannst Halla verra að hafa skagfirskan fola í félaginu. Alltaf var Halli boðinn og bú- inn að hýsa og snúast í kringum Glaum sem ólst upp í nágrenni Selfoss. Þegar Glaumur fór í sinn fyrsta dóm 4 v. með farseðil á L.M. kom Halli með eftirfar- andi textabrot í farteskinu úr vinnuferð í Skagafjörðinn, því hann hafði heimsótt hestaskáld- ið af því tilefni: Ólíkum stofnum oft er best að blanda, ef búa á snillinga til. Gaumgæfa hlutina, verkin vanda, veggi og stafna og þil. Láta ei fordóma gæðunum granda, þá gengur þér flestallt í vil. Saman í einingu súpa á landa það söngvatn ég vil og ég skil. Glaumur er Súlu sonur, með svipmikið Spunabál. Drengir og kátar konur, kneyfi hér hestaskál. (Hilmir Jóhannesson) Eftir góða för Glaums á Landsmót 2014 réttir Halli mér skeifurnar undan klárnum með þeim orðum að gera mætti eitt- hvað skemmtilegt við járnin. Hugmyndin gripin á lofti og Sigga á Grund fengin til að smíða snilldargripinn Glaum- sjárn. Ógleymanleg er síðasta ferð okkar Halla og Guðrúnar til Siggu þegar gripurinn var sótt- ur og Halli þessi stóri maður táraðist af stolti. Mikið mun ég sakna síma- fundanna og samverustund- anna. Blessuð sé minning Har- alds Páls Bjarkasonar. Helgi Sigurjónsson. Það er varla að ég muni eftir barnæsku minni án þess að þú værir þar með mér, elsku vinur. Það að þurfa að kveðja þig nú get ég ekki alveg skilið. Þín góð- mennska, einlægni, gleði og ró gerði okkur öll að betri mann- eskjum. Ég verð ævinlega þakk- látur fyrir okkar kynni og stundir saman. Synir mínir hlökkuðu ávallt til að fá að koma og sjá hestana og jafnvel prófa traktorinn, ef svo bar undir, hjá Halla í sveitinni. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Við kveðjum þig nú, elsku vinur, við lofum að hlúa að og passa Gunnu, Huldu, Hlyn og Baldur Inga. Hilmar, Jóna, Ísak og Daníel. Það er bjart yfir minningu Haraldar Bjarkasonar. Hann bar með sér góðmennsku, gleði og hlýju. Við vorum svo heppin að fá að njóta vináttu hans og Guðrúnar, þegar þau fluttu á Selfoss. Allar stundir voru gleðistund- ir og ætlaðar til að njóta. Við heyrðum sögur af samferðafólki, hestum og hugmyndum, sagðar af húmor og ást á lífinu. Í góðum vinskap er það nær- veran sem skiptir máli, og nær- veran var góð. Fagrar stundir fengum vinur, frá oss enginn tekur þær. Hvað sem yfir okkur dynur, æ þín minning lýsir kær. (D. Gests.) Innilegustu samúðarkveðjur færum við fjölskyldu og ætt- ingjum. Örn Bragi og Guðný. Þriðjudagurinn 26. janúar á seint eftir að líða okkur úr minni. Í upphafi vinnudags fengum við þá skelfilegu frétt að hann Halli okkar hefði orðið bráðkvaddur um nóttina. Þögn sló á fólk og tár féllu. Fyrstu viðbrögðin voru að þetta gæti ekki staðist, daginn áður hafði Halli verið hress og kátur í vinnunni eins og ávallt og geislaði af sinni einlægu lífs- gleði sem gerði líf okkar allra betra og skemmtilegra. Smátt og smátt urðum við þó að horfast í augu við að þetta var veruleikinn, svo ótrúlegur og ósanngjarn sem hann virtist, og hugga okkur við hversu heppin við vorum að fá tækifæri til að kynnast þessum einstaka manni og hans yndislegu fjöl- skyldu. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og á svona stundum horfa menn tilbaka með söknuði til þeirra óteljandi augnablika þar sem glaðlyndi og einstök nánd Halla gerði líf okk- ar allra fyllra og skemmtilegra. Það er með djúpri sorg sem við kveðjum þennan einstaka fé- laga um leið og við vottum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu sam- úð – missir okkar er hjóm eitt miðað við missi hans nánustu, en samt svo ótrúlega sár. Fyrir hönd starfsfólks Jöt- uns, Finnbogi Magnússon. ✝ HrafnhildurGrace Sigur- bjartsdóttir fæddist 8. apríl 1949 að Ný- lendugötu 22 í Reykjavík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. jan- úar 2016 Foreldrar henn- ar voru Sigur- bjartur Sigur- björnsson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, fæddur 19. apríl 1922, látinn 20. júní 1986, og Unnur María Einarsdóttir húsmóðir, fædd 7. febrúar 1923, látin 30. september 2003. Börn þeirra eru: Einar, Sigurbjörn, Gunnar, Guðrún, látin, Hrafn- hildur Grace, látin, Örn, Hilmar, Þór, látinn. Hrafnhildur gift- ist Eiði Hafsteini Haraldssyni árið 1970, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Einar Már Eiðs- son, hönnuður í New York, giftur Alpana Bawa fata- hönnuði. 2) Sigur- jón Eiðsson fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, giftur Hrund Gunnsteinsdóttur þróun- arfræðingi. Dætur þeirra eru Rán og Sif. 3) Björk Eiðsdóttir, ritstjóri í Reykjavík. Börn henn- ar eru Blær, Birta og Eiður Breki. Útför Hrafnhildar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 5. febrúar 2016, og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku hjartans mamma mín, það sem þér hefði þótt skondið að verða vitni að mér eins orðlausri og ég hef verið undanfarna daga. Ég viðurkenni að ég veit ekkert hvernig ég á að kveðja þig, elsku besta mín, en langar þó að þakka þér svo margt. Takk fyrir að kenna mér að standa föst á mínu og láta ekki vaða yfir mig. Þú sagðir oft að þú hefðir viljað kenna mér að tjá mig betur og meira en þér sjálfri tókst að gera á þinni oft svo erfiðu ævi. Nú í seinni tíð gátum við svo hleg- ið óskaplega að því að mögulega hefðir þú gengið of langt í þessari lexíu. Takk fyrir að kenna mér heið- arleika og mikilvægi þess að dæma fólk ekki of snemma. Þú dæmdir aldrei neinn, en óheiðar- leika þoldirðu ekki. Takk fyrir að kenna mér mik- ilvægi þess að vera sjálfstæð, elta draumana mína og berjast fyrir þeim. Þær breytingar sem orðið hafa á stöðu kvenna á lífstíð okkar tveggja ræddum við oft og var þér mikilvægt að ég nýtti öll þau tæki- færi sem að mér voru rétt, hvort sem það var í leik eða starfi. Ég hugsaði oft til þess hversu táknrænt það var að tvö ár í röð fluttir þú inn á heimili mitt og gættir barnanna minna þegar ég gekk á Hvannadalshnjúk. Þannig varstu alltaf boðin og búin að hjálpa mér að láta mína drauma rætast og að klífa tinda sem þú gast ekki klifið sjálf. Ég þakka þér það. Takk fyrir að elska börnin mín jafnmikið og ég geri og vera alltaf til taks fyrir þau – þau sakna ömmu sárt en búa svo sannarlega að öllu því sem þú gafst þeim. Það er dýrmætt að vita að mað- ur sé elskaður skilyrðislaust eins og börnin þín þrjú vissu, það er einnig gott að læra af góðu for- dæmi frá manneskju sem hefði gert allt fyrir sitt fólk. Alltaf sett- irðu þig í annað sæti á eftir okkur og það var alveg sama hvað það var, ef þú gast gert það fyrir okk- ur, gerðirðu það. Það er ekki sjálf- sagt – það fannst mér aldrei og finn þó svo sterkt núna. Þú hringdir í mig nánast dag- lega að spyrja frétta og í hvert sinn spurðirðu: „Er brjálað að gera?“ Og ég svaraði alltaf á sama máta, örlítið buguð og þreytt á að þurfa að svara með því augljósa: „Mamma – það er alltaf brjálað að gera.“ Mikið finnst mér það hjákátlegt svar núna þó satt væri. Það var á stundum áskorun að eiga þig sem móður, þær áskor- anir valdirðu ekki sjálf. Takk fyrir allar heimsins lexíur, þær auð- veldu og þær erfiðari, þær gerðu mig að þeirra manneskju sem ég er. Án þín væri ekkert og án þín er ég hálf ómöguleg. Sofðu rótt, elsku mamma mín, góða ferð. Þín einkadóttir, Björk Eiðsdóttir. Elsku besta Hrafnhildur mín. Ég kynntist þér þegar ég var ung- lingur, á heimilinu ykkar í Holts- búð í Garðabæ, sem var ávallt opið fyrir okkur vinina. Ég sé þig fyrir mér sitjandi á sófanum í stofunni flissa yfir okkur Björk og vinkon- unum þar sem við töluðum bæði hratt og ákaft um það sem dreif á daga okkar. Þú hlustaðir vel og það var alltaf stutt í húmorinn. Góðmennska og umburðar- lyndi lýsa þér og þú varst einstak- lega þolinmóð gagnvart uppá- tækjasemi barnanna þinna (og okkar vinanna líka). Við vinkonurnar munum eftir skiptinemanum frá Portúgal sem setti sinn blæ á heimilið um tíma, kettinum og hundinum sem þú samþykktir að taka inn á heimilið, og þú og Björk pössuðuð vel upp á gullfiskinn minn þegar ég fór utan eitt sumarið. Ég sé þig fyrir mér keyrandi um á kadiljáknum gráa í Garðabænum, höfuðið reist við stýrið. Þú barst millinafnið Grace með reisn. Það var ekki nóg að þú ættir dóttur sem ég var svo heppin að eignast sem vinkonu, heldur fann ég ástina í lífi mínu þegar ég kynntist Sigurjóni þínum. Að eignast þig sem tengdamóður var ein stór lukka. Að fá að vera part- ur af fjölskyldunni þinni og eign- ast fyrir einstaka vini börnin þín, Björk, Sigurjón og Einar, hefur mótað mitt líf og gefið mér meira en orð fá lýst. Þau bera þér gott vitni. Þú og Eiður megið vera stolt af því að ala upp svo heilsteypta, hjartahlýja, frjóa og athafnaglaða einstaklinga. Svo ég gleymi nú ekki húmoristum „par excel- lence“. Skömmu eftir að við Sigurjón fórum að vera saman byrjaðir þú að spyrja hvort það væri ekki barn á leiðinni. Hjarta þitt sló sannarlega með barnabörnunum og Rán og Sif áttu alltaf annað heimili hjá þér. Þú varst ávallt til staðar. Rán og Sif rifja nú upp allar góðu minningarnar um ömmu sína, þú kynntir þær fyrir heimi góðgætis, örlætis, hugulsemi og góðmennsku. Rán og Sif segja okkur núna að þegar þær gistu hjá þér bauðstu þeim að sofa í rúminu þínu en þú svafst sjálf á sófanum, þrátt fyrir að vera ba- kveik um langa tíð. Þær rifja nú upp ferðir í bakarí og ísbúðir í miðbæ Reykjavíkur með þér og þegar þú lékst skemmtilegt hlut- verk í myndbandi sem Rán og Birta gerðu, er þær gistu hjá þér í eitt skiptið. Þegar þú komst í heimsókn komstu alltaf með sælgæti sem þær biðu spenntar eftir og er þú fórst utan komstu heim færandi hendi. Við Sigurjón dáðumst alltaf að því hvað þú hittir beint í mark með gjöfunum til þeirra. Það lýsir því hvernig þú gast sett þig í þeirra spor og hvað þú lagðir þig fram um að gleðja þær. Þú áttir alltaf gott með samræður við barna- börnin og stundirnar sem við átt- um saman síðustu jól voru ómet- anlegar. Elsku Hrafnhildur, þú hefur verið mér mikill innblástur og hvatning í lífinu. Þú tókst á við verkefni lífsins með reisn, ró og elju og settir fallegt fordæmi um að sýna skilning, góðmennsku og kærleika. Ég er ævinlega þakklát fyrir að fá að vera samferða þér. Ég veit þú ert á góðum og frið- sælum stað núna. Guð geymi þig. Þín Hrund Gunnsteinsdóttir. Elsku amma mín, það er ótrú- legt hvernig maður fattar ekki hvað maður er heppinn að hafa sumar manneskjur í lífi sínu þar til maður missir þær. Ég var svo sannarlega ekki tilbúin að missa þig. Þú varst svo stór partur í lífi okkar barnabarnanna, þú varst alltaf amman sem maður fór í pössun til og var þá endalaust dekraður. Þú leyfðir manni að mála þig, setja teygjur í hárið á þér, búa til dans fyrir þig og drekka kók. Það verður örugglega skrítnast að hafa þig ekki í gamla húsinu, þar sem ég eyddi stórum parti æsku minnar og mun alltaf muna eftir þér, sitjandi þar bein í baki í sófanum. Manni leið eins og þú hefði alltaf búið þar alla ævi og litið eins út en sérstaklega nú þeg- ar maður skoðar gamlar myndir af þér sér maður að þú varst ein sú fallegasta kona, svo glæsileg og þokkafull. Þú varst fimmti meðlimurinn í litlu fjölskyldunni okkar, alltaf tilbúin að hjálpa mömmu þótt þú ættir ekki mikið, alltaf á sýningum hjá okkur krökkunum og alltaf komu stærstu gjafirnar frá þér á jólunum. Þegar ég varð eldri hitt- umst við ekki jafn oft og ég hefði viljað en það var orðinn vani hjá okkur að horfa saman á Dr. Phil þegar þú komst að passa systkini mín. Þá braustu samt saman þvott á meðan, því þú varst oftast búin að sjá þáttinn, þannig varstu alltaf að hjálpa. Núna kann ég enn bet- ur að meta þessi kvöld en ég gerði. Þér leið alltaf eins og þú værir fyr- ir eða að biðja um of mikið, eins og þegar ég fékk bílpróf og sagði að ég væri tilbúin til að skutla þér hvenær sem er en þú nýttir þér það tvisvar. Mér þykir leiðinlegt að hafa aðeins þekkt þig í átján ár en er þakklát fyrir þau líka. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Guð geymi þig. Þín ömmustelpa, Blær. Hrafnhildur Grace Sigurbjartsdóttir Okkar elskulegi faðir, DANÍEL PÉTURSSON flugstjóri, áður til heimilis að Sunnuflöt 32, Garðabæ, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 21. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Landakots á deild K2 fyrir einstaka umönnun. . María Sigríður Daníelsdóttir, Sigurður Jónsson, Pétur Daníelsson, Sigrún Ósk Ólafsdóttir, Þóra Hrönn Daníelsdóttir, Patrik Ahmed og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.