Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur og forstöðumaðurNáttúrustofu Suðausturlands, er 45 ára í dag. Hún sá lengium veðurfregnir í sjónvarpinu auk þess að vinna á Veðurstofu Íslands en hætti því árið 2013 þegar hún fékk þetta starf. „Ég ákvað að prófa að vinna úti á landi og koma mér úr ys og þys borgarinnar. Ég er fædd og uppalin hér á Höfn til 16 ára aldurs og er að hluta til að koma aftur heim en í breytt samfélag. Stærsta breyt- ingin er nú samt að ég hef ekki búið áður hér sem fullorðin og er að kynnast staðnum upp á nýtt, komin með börn og eiginmann og það er öðruvísi að vera hér núna en þegar maður var 16 ára unglingur. Starfið mitt snýst mest um rannsóknir á öllu mögulegu í tengslum við náttúruna. Við erum m.a. að rannsaka jökla og fugla. Núna er ég að vinna að skýrslu um lífríki í kringum á sem heitir Mígandi, en hún var færð úr farvegi sínum fyrir áratugum, hún rann í Skarðsfjörð og rennur nú í Hornafjörð en umræða er uppi um að færa ána aftur til baka. Þá flæddi hún yfir vatnsból Hornfirðinga en nú er vatnsbólið á öðrum stað. Það er nóg að gera í félagsmálum hérna, ég er í kvennakór og hann er á leiðinni til Póllands í vor og mikið umstang í kringum það og svo vorum við hjónin í þorrablótsnefnd sem tók heilmikinn tíma. Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Við erum að fara í sumarbústað alla leið í Biskupstungur að hitta gönguhóp sem við hjónin erum í. En hópurinn fer einu sinni á sumri í nokkurra daga ferð.“ Eiginmaður Kristínar er Sæmundur Helgason grunnskólakennari og kennir í unglingadeild. Börn þeirra eru Heiðrún 21 árs, Helgi 15 ára og Hermann Bjarni 11 ára. Á þorrablóti Kristín og Sigurður á þorrablótinu á Höfn í Hornafirði um síðustu helgi en þemað var spilavíti. Flutt á bernsku- slóðirnar á Höfn Kristín Hermannsdóttir er 45 ára í dag L árus Sigfússon fæddist 5. janúar 1915 á Stóru-Hvalsá í Hrúta- firði sem var æsku- heimili hans. Á þeim tíma var farandkennsla á milli bæja en Lárus fór í nám í Reykja- skóla þegar hann var settur fót 1931. Hann var bóndi í 20 ár á Kolbeinsá í Hrútafirði, var grenja- skytta og stundaði póstferðir á hestum frá Stað í Hrútafirði til Hólmavíkur í áratug. Lárus hætti búskap og flutti suður 1956 eftir að hafa fengið slæma heilahimnubólgu. Eftir það vann hann lengi hjá Sam- bandinu, seldi Akureyrarvör- urnar eins og þær voru kallaðar; málningarvörur, Bragakaffi, hreinlætisvörur og fleira. Eins fór hann með fatamarkaði frá Lárus Sigfússon, fyrrv. bóndi og ráðherrabílstjóri – 101 árs Morgunblaðið/Golli Í Hvassaleitinu Lárus og Kristín Gísladóttir búa saman í Hvassaleitinu og var Lárus duglegur að fara á rafskutlu í Kringluna þar til færðin var orðin slæm í vetur en nánast ekkert hefur hlánað í rúma tvo mánuði. Hesta- og bílamaður Með eldri börnunum Lárus og Kristín Hannesdóttir ásamt þremur eldri börnunum þeirra við gamla húsið á Kolbeinsá fyrir um sjötíu árum. Reykjavík Sara Líf Björnsdóttir fæddist 17. janúar 2015, kl. 6.40. Hún vó 2.434 g og var 47 cm löng. Emma Sól Björnsdóttir fæddist 17. janúar 2015, kl. 6.45. Hún vó 1.812 g og var 44 cm löng. Foreldrar þeirra eru Hildur Sig- urðardóttir og Björn Ingi Edvardsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.