Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.02.2016, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mér datt fyrst í hug að fá Caput- hópinn til að frumflytja strengja- kvartettinn. Þegar ég bar þessa hugmynd upp við hann komu þau með þá hugmynd á móti hvort það væri ekki hægt að búa til portrett- tónleika um mig í leiðinni, um leið og Strengjakvartett eitt yrði frum- fluttur. Mér þótti þetta auðvitað góð hugmynd og við lögðumst yfir þau verk sem gætu gefið góða mynd af því sem ég hef verið að fást við í gegnum tíðina,“ segir tón- skáldið Þorsteinn Hauksson um portretttónleika með verkum sínum sem Caput-hópurinn flytur í tón- leikasyrpu Norræna hússins sunnu- daginn 7. febrúar kl. 15.15. Þorsteinn er helsti frumkvöðull íslenskrar tölvutónlistar. Verk hans eru fjölbreytt, allt frá einleiks- verkum til hljómsveitarverka, þar sem tölvuhljóð gegna mikilvægu hlutverki. Verk hans hafa verið flutt víða um heim, en síðast mun verk eftir Þorstein hafa verið flutt hér á landi fyrir áratug. Hann er búsettur í Strassborg ásamt konu sinni, Steinunni Sigurðardóttur, en þegar þau dvelja á landinu búa þau á Selfossi. „Maður hefur alltaf áhyggjur af nýjasta verkinu, hvort það sé nógu gott, en þetta er í mjög góðum höndum og hljóðfæraleikararnir eru alveg frábærir,“ segir Þor- steinn um Strengjakvartett eitt, nýjasta verk sitt. Þetta er fyrsti strengjakvartettinn sem Þorsteinn semur sem heildstætt verk en hann hefur áður samið fyrir strengja- kvartett sem var inni í öðrum verk- um. „Þetta er eiginlega eins og börn sem fæðast – svo þurfa þau að fara út í heiminn sjálf og þá tekur næsta við,“ segir Þorsteinn um sköpunarferlið. Meiri sál í flutningi heima Þorsteinn segir það tvennt ólíkt þegar verk hans eru flutt hér á landi eða erlendis. „Maður finnur einhvern veginn fyrir meiri eldhug flytjenda í að koma verkinu til skila hérna heima. Fólk vill manni sjálf- um og verkinu alveg óskaplega vel, þannig að það leggur mikla sál í það. Ég átta mig ekki á því hvort þetta hefur eitthvað með frændsemi að gera þar sem allir eru tengdir einhverjum bræðra- og systrabönd- um. Úti í löndum ræður prófessjón- alismi ríkjum, sem er auðvitað flott- ur, en maður fær á tilfinninguna að fólk taki þetta eins og hvert annað verkefni á færibandi,“ segir Þor- steinn um muninn. Hann bætir við: „Þess vegna finnst mér gaman að flytja verk hér heima, einmitt út af þessu. Maður finnur fyrir velvild frá íslenskum hljóðfæraleikurum þegar prófessj- ónal erlendir hljóðfæraleikarar kinka frekar kolli til manns ef mað- ur hefur gert eitthvað vel.“ Stefnt er að því að frumflytja nýtt tónverk á næsta ári sem er samstarfsverkefni Þorsteins, Krist- ins Sigmundssonar söngvara, Vík- ings Heiðars Ólafssonar píanóleik- ara og konu Þorsteins, Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, sem semur ljóð við tónlistina. Samstarfsverkefni með Vík- ingi, Kristni og Steinunni „Þetta er í fyrsta skipti sem við Steinunn vinnum saman og er kom- inn tími til eftir öll þessi ár,“ segir Þorsteinn. Hann segir þau hafa gengið lengi með þessa hugmynd í kollinum en nú sé verkefnið komið á skrið. „Víkingur Heiðar hefur verið mjög ákveðinn í að kýla þetta í gegn eins fljótt og hægt væri,“ segir Þorsteinn. Hann ber þeim vel söguna og segir samstarfið hafa gengið mjög vel enda einstaklega hæfileikaríkir tónlistarmenn. „Tón- skáldið Herbert Brün sagði eitt sinn að tónverk væri ekki tónverk fyrr en það hefði verið flutt. Á með- an það er ofan í skúffu á nótum er það ekki til,“ segir Þorsteinn inntur eftir því hvenær tónverkið muni líta dagsins ljós. Verk fyrir sinfóníuhljómsveit Síðasta stóra tónverk Þorsteins sem var flutt hér á landi var Sin- fónía eitt sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti fyrir nokkrum árum. Þorsteinn hefur þegar samið Sin- fóníu tvö sem bíður Sinfóníu- hljómsveitar Íslands að flytja og hann er vongóður um að eigi eftir að takast. Á efnisskrá tónleikanna eru verk sem Þorsteinn hefur samið á yfir 30 ára tímabili. Þetta eru fjölbreytt verk: Chantouria, tölvuverk frá 1988; Bells of Earth I fyrir carillon, slagverk og tölvuhljóð frá 1994; Psychomachia fyrir sópran og selló frá 1987; Cho fyrir flautu og tölvu- hljóð flutt 1992; Karlheinz Stock- hausen: Gesang der Jünglinge – rafverk frá 1955 og frumflutningur á nýjasta verkinu, Strengjakvartett eitt frá 2015. Eldhugur í íslensku tónlistarfólki  Caput-hópurinn heldur portretttónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn með verkum eftir tón- skáldið Þorstein Hauksson  Á tónleikunum verður frumfluttur strengjakvartett eftir Þorstein Morgunblaðið/Sgmundur Sigurgeirsson Tónskáld „Maður finnur einhvern veginn fyrir meiri eldhug flytjenda í að koma verkinu til skila hérna heima. Fólk vill manni sjálfum og verkinu alveg óskaplega vel,“ segir tónskáldið Þorsteinn Hauksson um portretttónleikana. Sýningin Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður opin gestum á Safna- nótt. Á sýningunni eru portrett af kon- um eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðr- um verkum hans, höggvin í stein eða tálguð í tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd er lýst og hún tekur á sig mynd gyðjunnar. Sýningin er sett upp í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að ís- lenskar konur fengu kosningarétt. Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sig- urjóns eru síður þekkt, að undanskil- inni myndinni sem hann gerði af móður sinni árið 1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hinn eftirsótta danska heiðurspening, sem er kenndur við gullaldarmálarann C.W. Eckersberg, og í kjölfar þess eignuðust ríkislistasöfnin í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi afsteypu af verkinu. Auk portrettanna eru á sýning- unni 14 skúlptúrar sem fjalla um konur – oftast sem draumsýn, og nokkrar bera gyðjunöfn. Gyðja Mynd af einu verki Sigurjóns á sýningunni Gyðjur. Myndir af gyðjum tálgaðar í tré Tónlist tónskáldsins Þorsteins Haukssonar (f. 1949) hefur verið flutt víða um heim. Hann stundaði nám í tónsmíðum, m.a. við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu. Þá var hann í tvö ár við tónsmíðar og rannsóknir í IRCAM-tölvutónlist- armiðstöðinni í París stuttu eftir að Pierre Boulez stofnaði hana. Á þeim tíma pantaði Ircam fyrir hönd Pompidou-listamiðstöðv- arinnar í París verkið Are We? af Þorsteini og var það frumflutt af Ensemble InterContemporain. Þorsteinn hefur þrisvar verið til- nefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Eitt þeirra verka er Cho, fyrir flautu og tölvuhljóð, sem Þorsteinn samdi fyrir Kolbein Bjarnason, og verður flutt á tón- leikunum í Norræna húsinu. Elsta verk tónleikanna er Psychomachia fyrir sópran og selló, frumflutt í Gautaborg 1987, pantað af Nordisk Konservatorie- råd. Einsöngvari er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Verkið er hluti af óratoríunni Pscyhomachia, sem frumflutt var í Skálholti nokkrum árum síðar. Tónsmíðar í Kaliforníu og París TÓNSKÁLDIÐ ÞORSTEINN HAUKSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.