Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 39

Morgunblaðið - 05.02.2016, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Málleysingi heyrir vel,“segir sögumaður Flæk-ingsins, áhugaverðrarskáldsögu Kristínar Ómarsdóttur um fólk á jaðri sam- félagsins. Sá mállausi heitir Hrafn Freyr Hrafnsson, er tuttugu og fimm ára gamall Reykvíkingur, útigangs- maður og fíkill og hann segir sögu sína og vina sinna, og frá samskiptum þeirra við samfélagið og samborg- arana í nokkur misseri, frá 2013 til 2014. „Ég hef alltaf verið hlátursmatur,“ segir Hrafn líka æðrulaus, en Kristín hefur hér skapað persónu sem miðlar upplif- unum sínum á forvitnilegan hátt; Hrafn er næmur og fylgist með öllu í kringum sig í heimi sem vill sem minnst vita af þessum bæklaða og heimilislausa manni; yfirvegaður miðlar hann jafnt samtölum sem hann heyrir og frásögnum af daglegu lífi þeirra sem koma við sögu, og þar með eru lýsingar á hressilegri neyslu og allskyns glæpum. Hrafn er æði mælskur í frásögn- inni þótt aðrir skilji ekkert þegar hann reynir að tala, fyrir utan móður hans og eina vinkonu þegar hún er á spítti. Þegar hann er í yfirheyrslu hjá lögreglumönnum hlæja þeir líka að tilraun hans til að tjá sig og hann lýsir lífi sínu á þennan hátt: „Ég mála ekki líf útigangsmanns í töfrandi litum en þrátt fyrir allt hefur gæfan fylgt mér. Ég fæ að sjá atburði og sýnir sem öðrum eru hulin. Oft líður mér ágæt- lega, svona skítsæmilega. Kuldinn og svengdin eru verst.“ (254) Hluti frásagnarinnar hverfist um heimili Laufeyjar vinkonu Hrafns vestur í bæ. Þar á hópur fíkniefna- neytenda athvarf og það er kostulegt persónugallerí sem höfundurinn dregur upp skýrum dráttum, hverja og eina. Hrafn hefst annars í leyfis- leysi við í kjallarakompu í iðnaðar- hverfi og þar dvelja líka um tíma van- fær vinkona vinar Hrafns og svo vinurinn sjálfur, hörundsdökkur, fyrrverandi vonarstjarna stjórn- málaflokks, sem fer alla leið á botninn og tekst á öfgakenndan hátt á við ættingja og umhverfi, með Hrafn í eftirdragi. Hrafn sem alltaf er góð- viljað fórnarlamb umhverfisins og að- stæðnanna en býr yfir endalausri já- kvæðni og sterkum lífsvilja. Flækingurinn er afskaplega vel sögð saga. Ýkjukennd en raunsæisleg um leið, og hæfir sá frásagnarháttur vel þeim heimi sem lýst er, heimi fíknar, dauða og vonleysis. Á ferli sín- um sem ljóð-, leik- og sagnaskáld hef- ur Kristín fetað sig afar persónulega og oft hrífandi braut og hér er aldrei langt í ljóðskáldið, það birtist iðulega í frásögnum sögumanns. Þegar augn- lok einnar vinkonunnar hreyfast minna þau hann til dæmis á gamla silfurskottu; stofuborðið hjá Laufeyju „stendur á renndum fótum sem líkj- ast sverum kvenlærum á mjóum kálf- um (43); og jafnvel er vísað til aðferða í konkretljóðagerð í lýsingum: „Regnið fellur / / / / / / / / / hallt á göt- una,“ (96). Þá eru forvitnilegar sam- ræður persónanna oft kryddaðar skemmtilegum og óvæntum at- hugasemdum söguhöfundar, eins og hér: „Klisja verður ekki til útaf neinu,“ sagði Telma sem talaði oft eins og af færibandi verksmiðjunnar sem tengir saman orð eins og leik- fangalestarvagna og framleiðir orða- sambönd sem færa mann aðeins nær eigin aftöku. (52) Eftir raunsæislegar lýsingar á veruleika útigangsfólksins, í frásögn sem hefði að ósekju mátt stytta svo- lítið, lýkur sögunni á allóvæntan og í raun fantasíukenndan hátt. Þar birt- ist dæmigerður leikur Kristínar með formið en má um leið skoða sem ádeilu á kaldlynt samfélag sem vill bara losna á einfaldan hátt við vanda- mál, án virðingar fyrir lífi eða rétti einstaklinga. Flækingurinn kom út snemma í fyrravor og óttast rýnir að það sé ástæða þess að þessi fyrirtaks skáld- saga lenti illilega undir radarnum í umræðunni þegar jólabókaflóðið skall á, og fór fyrir vikið framhjá allt of mörgum. Því þetta er áhugaverð, frumleg og vel sögð saga um skugga- hliðar samfélagsins Morgunblaðið/Ómar Kristín „Þetta er áhugaverð, frumleg og vel sögð saga um skuggahliðar samfélagsins,“ segir rýnir um Flækinginn eftir Kristínu Ómarsdóttur. Mállaus hlátursmatur segir frá lífi á jaðri samfélagsins Skáldsaga Flækingurinn bbbbn Eftir Kristínu Ómarsdóttur. JPV forlag, 2015. Kilja, 395 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Myndlistarmað- urinn Unnar Örn verður með op- inn fyrirlestur sem nefnist Glöt- uð aðferðafræði - Hugmyndir, vinnuferli og skrásetning á eigin verkum, í fyrirlestrarsal myndlistardeildar Listaháskóla Ís- lands í dag, föstudag, kl. 13. Í vinnu sinni leikur Unnar Örn sér gjarnan með gefnar stað- reyndir sögunnar og gefur þeim þannig annað samhengi eða end- urtekið líf innan ramma myndlist- arinnar. Glötuð aðferðafræði Unnar Örn Undir berum himni - með suður- ströndinni nefnist ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar, sem verður opnuð á Safnanótt á Vetrarhátíð í dag kl. 20. Á sýningunni eru bæði ol- íu- og vatnslitamyndir frá árunum 1909 til 1928. Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetn- ingur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullald- armálaranna dönsku, en flestir kennarar Ásgríms, svo sem Freder- ik Vermehren, Otto Bache og Hol- ger Grønvold, voru af Eckersberg- skólanum. C.W. Eckersberg (1783- 1853) var einn dáðasti listmálari Dana og um tíma prófessor og skóla- stjóri Konunglega listaháskólans og eru heiðursverðlaun Akademíunnar kennd við hann. Við heimkomuna ár- ið 1909 sækir Ásgrímur á æskuslóð- irnar og síðan áfram austur í Skafta- fellssýslur árin 1910, 1911 og 1912. Afrakstur þessara ferðalaga birtist í fjölmörgum olíu- og vatnslita- málverkum þar sem listamaðurinn túlkar hina tæru birtu á meistara- legan hátt. Undir berum himni - með suðurströndinni List Hluti af verki Ásgríms Jónssonar, sem verður á sýningunni. Myndlistar- konurnar Halla Birg- isdóttir, Katr- ín Eyjólfs- dóttir, Ragn- heiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magn- úsdóttir setja upp sýninguna Ástar- sameindir í SÍM-salnum Hafnar- stræti 16. Sýningin verður opnuð á Safnanótt í dag kl. 19 og stendur til 19. febrúar. Ungar listakonur takast á við ástina Listakonurnar fimm. 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Um það bil (Kassinn) Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/2 kl. 14:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 14:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 11:00 aukasýn Lau 6/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 16:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 13:00 aukasýn Síðustu sýningar! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn Lau 6/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Lau 6/2 kl. 22:30 23.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Njála (Stóra sviðið) Sun 7/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Fim 11/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 18.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Mið 17/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Fös 12/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 13/2 kl. 20:00 Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 18/2 kl. 20:00 Sýningum lýkur í febrúar Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 19:00 102.sýn Fös 12/2 kl. 19:00 104.sýn Lau 13/2 kl. 19:00 síð.sýn. Lau 6/2 kl. 19:00 103.sýn Lau 13/2 kl. 14:00 aukas. Allra síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Sun 7/2 kl. 20:00 7.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 9.sýn Fim 11/2 kl. 20:00 8.sýn Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 7/2 kl. 13:00 101.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 102.sýn Allra síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Lau 13/2 kl. 20:00 29.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 6/2 kl. 20:00 101.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 102.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 18/2 kl. 20:00 Frums. Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 6/2 kl. 13:00 Lau 13/2 kl. 13:00 Lau 20/2 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00 Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.