Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 41

Morgunblaðið - 05.02.2016, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2016 Klængur Gunn- arsson opnar á morgun, laug- ardag klukkan 14, sýninguna Dæld í Komp- unni, Alþýðuhús- inu á Siglufirði. Í list sinni er Klængur (f. 1985) sagður vinna með blæbrigði hversdagsleik- ans á tragikómískan hátt. Augna- blik sem verða á vegi hans í dag- legu lífi safnast upp í hugmynda- banka og verða efniviður fyrir stuttar skáldsögur í formi innsetn- inga með ljósmyndum, mynd- böndum og skúlptúrum. Klængur í Kompu Eitt verka Klængs. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í kvöld, föstudag, klukkan 19. Er opn- un beggja á dagskrá Safnanætur. Á neðri hæð safnsins er sýning Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson og kallast upp á ensku Feral Att- raction: The Museum of Ghost Ruminan. Í Ás- mundarsal getur að líta innsetningu Huldu Rósar Guðnadóttur, Keep Frozen – 4. hluti. Flytja net og málverk úr slippnum Innsetning Huldu Rósar er unnin í samstarfi við hóp löndunarmanna. Hún segir verkið unnið út frá hugleiðingum um sögu Ásmundarsalar sem sýningar- staðar fyrir málverk og sögu safnsins sjálfs sem mál- verkasafns í eigu verkamanna. Í kvöld mun hópur um fimmtán löndunarmanna, sem listakon- an hefur unnið með á fyrri stig- um Keep Frozen-verkefnisins, vera með gjörning þar sem þeir flytja net sem vegur tæpt tonn frá Grandabryggju, þar sem þeir hefja ferðalagið um kl. 19, þaðan sem leið liggur um miðborgina og verða komnir með það í Listasafn ASÍ fyrir mið- nætti. Koma þeir netinu fyrir í salnum sem fundn- um skúlptúr af sjávarbotni. Hulda Rós segir gjörninginn framhald af öðrum sem mennirnir framkvæmdu með henni í Leipzig í Þýskalandi í janúar. „Ég hef unnið með löndunarmönnunum frá árinu 2010 og er líka að gera heimildar- kvikmynd um verkefnið,“ segir Hulda Rós en margir minnast rómaðrar heimildarmyndar henn- ar, Kjötborg. Hún segir löndunarmennina hafa boðið sig vel- komna í sinn heim. „Í gjörningnum í Leipzig unnu þeir að löndun í 48 tíma í sýningarrými og segja það hafa breytt sýn sinni á eigin verk. Vinna þeirra er yfirleitt nánast ósýnileg, en hún er mjög erfið, er nánast alveg unnin með höndunum og skiptir miklu máli við verðmætasköpunina.“ Í kvöld flytja löndurnarmennirnir netið stóra, sem féll af frystitogaranum Vigra en fannst aftur á sjávarbotni fyrir tilviljun, upp í sýningarsalinn og móta það þar sem skúlptúr, í samvinnu við Huldu Rós. „Það er margt á seyði við höfnina og í Stál- smiðjunni fékk ég skipamálara til að vinna með mér málverk, í anda þeirra hefðar að Ásmund- arsalur er klassískur sýningarstaður fyrir mál- verk. Því verða líka til sýnis tólf málverk sem maður í slippnum vann þar í vinnutíma sínum, eft- ir minni forskrift,“ segir hún. Kindurnar á Tálkna Á sýningu sinni á neðri hæð safnsins leggja Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson út frá athugunum sínum á, samkvæmt tilkynningu, tengslum „mannlegra og ómannlegra vera við til- tekið umhverfi“. Þau velta fyrir sér hvernig þessi tengsl myndist og hvort þau endurspeglist í lands- laginu sjálfu. Bryndís og Mark einbeita sér hér að Lamb- eyrarhálsi og fjallinu Tálkna milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Þau hafa skoðað sérstaklega hóp kinda sem tóku sér bólfestu á fjallinu í þrjá áratugi en var að lokum smalað saman og slátrað í lok ársins 2009 og byrjun ársins 2010. Spurningar um tilverurétt dýra og hvað liggur á bak við lög og reglur settar fyrir mismunandi dýrategundir leiða rannsókn þeirra. Með sýningunni vilja þau skapa meðal annars umræðu um flokkunarkerfi manns- ins, þar sem sum dýr teljast villt, önnur búfénaður og enn önnur gæludýr. Netgjörningur og réttur dýra  Tvær sýningar opnaðar í Listasafni ASÍ í kvöld  Löndunarmenn flytja net frá höfninni að safninu og móta sem skúlptúr  Spurt um flokkunarkerfi dýra Villifé Uppstoppaður hrútshaus í sýningu Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson. Hulda Rós Guðnadóttir Ljósmynd/Andrea Aðalsteinsdóttir Gjörningur Löndunarmennirnir vinna í gjörningi Huldu Rósar í Leipzig á dögunum en hann stóð í 48 klukkustundir. Í kvöld munu þeir flytja net frá Grandabryggju upp í Listasafn ASÍ við Freyjugötu. 13 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi Leikstjórinn Michael Bay segir hér frá raunverulegum atburðum sem gerðust í borginni Benghazi í Líbíu 12. september 2012. Atburður sem enn er deilt um í bandarískum stjórnmálum og gæti kostað Hillary Clinton möguleikann á forsetaemb- ættinu en hún var utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna þegar árásin í Benghazi átti sér stað. IMDB 76/100 Concussion Nígeríski læknirinn og meinafræð- ingurinn Bennets Omalu sýndi fyrstur manna fram á að endurtekin höfuðhögg í amerískum fótbolta gætu orsakað hrörnunarsjúkdóma sem á endanum draga menn til dauða. Will Smith er í aðalhlutverki í myndinni og hefur þegar fengið góða dóma fyrir leik sinn í henni. IMDB: 71/100 The Choice Rómantísk mynd um Gabby og Travis sem eru nánast sköpuð hvort fyrir annað. Gabby er hins vegar heitbundin öðrum og Travis kemur því ekki til greina en örlögin grípa þá inn í og breyta öllu. IMDB 64/100 Alvin og íkornarnir: Ævintýrið mikla Fjórða myndin um þessa ein- staklega krúttlegu loðhnoðra er komin í bíó en að þessu sinni hefst ævintýrið á misskilningi Alvins, Símonar og Theódórs, sem halda að Dave ætli að biðja kærustunnar sinnar. IMDB 40/100 Bíófrumsýningar Raunveruleg spenna og drama AFP Drama Will Smith fer með hlutverk nígeríska læknisins í Concussion. THE CHOICE 8, 10:20 ALVIN & ÍKORNARNIR 3:50, 5:50 ÍSL.TAL THE BOY 8, 10:10 THE REVENANT 5:50, 9 RIDE ALONG 2 5:50 NONNI NORÐURSINS 3:50 ÍSL.TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 3:50 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA MOGGAKLÚBBURINN EINKAFERÐ MOGGAKLÚBBSINS MEÐVITA TIL FLÓRENS 21.TIL 25. APRÍL Flórens - vagga menningar og lista Beint flug meðVITA fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og fjölskyldur þeirra á sumardaginn fyrsta. Fararstjórar: Kristinn R. Ólafsson og ÞóraValsteinsdóttir. Nánari upplýsingar á moggaklubburinn.is Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík Sími: 570 4444 - info@vita.is Afgreiðslutími skrifstofu: mán.-fös. 9-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.