Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 14
S
ú hin sama getur líka farið í sund án þess
að eiga það á hættu að vera með mask-
arataumana niður kinnarnar. Sú sem er
með augnháralengingu þarf líka að mála
sig minna um augun því lengingin setur
svo mikinn svip. Augnförðun getur því ver-
ið í lágmarki ef stemning er fyrir því. Undirrituð þekkir
þetta af eigin raun en haustið 2010 prófaði hún augn-
háralengingu í fyrsta skipti og varð heilluð. Í byrjun
heyrði undirrituð hræðilegar hryllingssögur af konum
sem höfðu farið í heimahús þvers og kruss um bæinn í
augnháralengingar með skelfilegum afleiðingum.
Augnhárin hefðu dottið af, eyðilagst og/eða verið í
marga mánuði að jafna sig. Mögulega gerðu þessar
hryllingssögur það að verkum að það hvarflaði bara
aldrei að undirritaðri að hætta þessari iðju. Ánægjan
með augnhárin var alltaf jafnmikil enda voru þau lag-
færð samviskusamlega á þriggja vikna fresti.
Í byrjun árs vaknaði undirituð þó upp við vondan
draum. Eftir að hafa verið í miklum sjónvarps-
upptökum þar sem förðunin er ekki spöruð og gervi-
augnhár límd yfir augnháralenginguna sögðu augnhár-
in eiginlega stopp. Þau
sættu sig ekki við þessa
slæmu meðferð og ákvað
undirrituð að hvíla augn-
háralenginguna um hríð
eða allavega meðan á sjón-
varpsupptökum stendur.
Undirrituð ráðfærði sig við
snyrtifræðing sem ráðlagði
að bera augnháranæringu
á augnhárin. Auk þess
mælti hún með mask-
aranum Lash Sensational
frá Maybelline sem þykkti
og lengdi augnhárin svo
um munar. Ef undirritaða misminnir ekki kostaði
augnháranæringin um 3.900 kr. á snyrtistofunni Lip-
urtá í Hafnarfirði og Maybelline-maskarinn kostaði
um 2.700 kr. í apóteki. Það sem er merkilegt við þetta
er að það tók augnhárin um viku að jafna sig. Í dag er
eins og ekkert hafi ískorist. Óttinn sem gerði vart við
sig á haustmánuðum 2010 var því algerlega óþarfur.
Er hægt að hætta?
Síðustu ár hafa augnháralengingar verið ákaflega móðins sem er ekkert skrýt-
ið. Augnháralenging gerir það að verkum að sú sem með hana er þarf ekki að
nota maskara heldur vaknar á hverjum morgni með fullkomin augnhár.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Hér sést hvað
maskarinn gerir
mikið gagn.
AFP
Kim Kardashian er
alltaf með mjög löng
og þykk augnhár.
Audrey Hepburn lagði
mikið upp úr því að
vera með þykk og
myndarleg augnhár.
Augnháraserum
frá Héliabrine
fæst á snyrtistof-
unni Lipurtá. Það
dugar bæði á
augnhár og í
augabrúnir.
Maskarinn Lash
Sensational þykkir
og lengir augnhárin
svo um munar.
F
yrir margar konur er þetta hreinlega tíma-
sparnaður á morgnana. Þær þurfa að mála
sig minna og finnst frábært að þurfa ekki
að nota maskara.
Augnháralengingar eru líka vinsælar því
þær lengja og þykkja okkar náttúrulegu
augnhár og bæta þannig útlitið,“ segir Þórey.
Þegar Þórey er spurð að því hverjar það séu sem
sækja í augnháralengingarnar segir hún að konur á
öllum aldri elski að hafa löng og þykk augnhár.
„Þær sem eru yngri eru frekar að fá sér lengri en
þær eldri. Ég myndi segja að með aldrinum sækist
konur eftir eins náttúrulegu útliti og hægt er og fái
sér þar af leiðandi örlítið styttri lengingar. Það er
pottþétt fullt af konum sem þig grunar ekki einu sinni
að séu með lengingar því þetta er svo náttúrulegt.“
Hvað hefur augnháralenging fram yfir það að nota
maskara?
„Að setja á sig maskara getur hreinlega reynst
mörgum mjög erfitt. Mörgum finnst þetta taka óra-
langan tíma og klessa jafnvel upp á augnlokin. Það
eru líka til konur sem eru með ofnæmi fyrir mösk-
urum, konur geta til dæmis tárast mikið með mask-
ara, og þá eru lengingar sniðugar. Það
sem augnháralenging hefur framyfir maskara er að
það næst alltaf fram náttúrulegra útlit með henni og
svo að sjálfsögðu er hægt að hafa augnhárin lengri en
maskari getur gert.“
Nú heyrast reglulega hryllingssögur af konum sem
hafa eyðilagt á sér augnhárin með augnháralengingu.
Er eitthvað til í þessu?
„Já, þessar hryllingssögur eru margar hverjar
sannar, en það er ekki þar með sagt að það eigi við um
allar augnháralengingar sem eru í boði í dag.
Augnháralengingar eins og
ég geri á Lipurtá eru hágæða
lengingar sem eru gerðar með
stökum hárum þar sem ég lími
eitt gervihár á eitt náttúrulegt
hár. Lengd og þykkt hársins er
valin út frá hverjum og einum
viðskiptavini. Það þarf alltaf að
taka öllum svona sögum með
fyrirvara. Þú veist ekki alltaf
alla söguna. Það geta verið
margar ástæður fyrir svona
hryllingssögum, eins og til
dæmis ef viðkomandi rífur af
sér augnháralengingu þá missir
viðkomandi að sjálfsögðu sín
hár. Eða ef viðkomandi reynir
að fjarlægja lenginguna af
sjálfur þá er mikil hætta á að
eigin augnhár slitni af með lengingunni. Það er mjög
nauðsynlegt að fara eftir fyrirmælum um hvernig á að
meðhöndla augnhárin og ávallt leita til fagmanns til
þess að láta fjarlæga lenginguna.
En það eru þó margar að bjóða upp á lengingar
sem eru allt of þykkar og augnhár límd á í búntum,
það eru lengingar sem fara illa með eigin augnhár og
ég mæli alls ekki með þannig lengingum,“ segir Þór-
ey.
Þegar Þórey er spurð að því hvort augnháratískan
sé eitthvað að breytast segir hún svo ekki vera.
„Ég hef starfað við það að setja augnháralengingar
á konur í tæplega fimm ár og á þeim tíma hefur tískan
alls ekki breyst mikið. Flestar vilja hafa þetta nátt-
úrulegt og fallegt.
Lengdin er ekki aðalmálið í dag, heldur vilja flestar
örlítið lengri en sín eigin, aðeins þykkari og enn og
aftur að þetta sé náttúrulegt,“ segir Þórey.
Augnháralenging er
mjög náttúruleg.
Hér sést hvernig augn-
háralengingin lítur út.
Vilja örlítið lengri
og þykkari augnhár
Þórey Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur á snyrtistofunni Lip-
urtá, segir ekkert lát á vinsældum augnháralenginga. Þegar
hún er spurð að því hvers vegna lengingarnar séu svona vin-
sælar segir hún ótal ástæður vera fyrir því.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
Tískan í
augnhára-
lengingum
breytist lítið.
Þórey Gunnarsdóttir
snyrtifræðingur á Lipurtá.
14 MORGUNBLAÐIÐ