Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 20
Ljómandi og frískleg húð er það sem allir vilja þessa stundina en þetta eru
allt vörur sem eiga það sameiginlegt að auka á ljóma húðarinnar.
Bobbi Brown Illuminating Moisture Balm. Veitir raka og ljóma. Kremið
hefur silkimjúka áferð og hentar vel undir farða þannig að húðin virðist
ljóma innan frá.
MAC Strobe Cream. Sanserað hvítt krem sem inniheldur vítamín og
grænt te sem hressir upp á húðina samstundis og veitir ljóma.
Estée Lauder Illuminating Primer. Þessi farðagrunnur gefur húðinni
slétta áferð, eykur endingu farðans og eykur ljóma.
Nýjasta nýtt
Krem sem veita
þennan eftirsótta ljóma
Ljómandi húð er
það sem allir vilja
þessa stundina.
20 MORGUNBLAÐIÐ
Lingó er umboðsaðili á Íslandi fyrir fjölmarga alþjóðlega fagháskóla í
skapandi greinum, sem allir eru í fremstu röð á sínu sviði.
Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og
er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki.
Nemum í þessum skólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti
hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum og kennarar
eru reyndir fagmenn og sérfræðingar.
Háskólanám erlendis í hönnun, markaðsfræði, sjónlistum, stafrænni
miðlun, stjórnun, sviðslistum, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta
„rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.
Háskólanám erlendis
B A N D A R Í K I N • K A N A D A • E N G L A N D • S K O T L A N D • Í T A L Í A • S P Á N N • Þ Ý S K A L A N D
Getur þú lýst fatastílnum þínum?
„Frekar einfaldur og yfirleitt frekar svart-hvítur þó að blátt sé algerlega minn uppáhalds-
litur. Ég er helst í þröngum gallabuxum eða leðurbuxum, síðum skyrtum og góðum blazer-
jakka. Stórir klútar eða treflar eru nauðsynlegir hjá mér og flott taska til að setja punktinn
yfir i-ið.“
Fyrir hverju fellur þú yfirleitt?
„Svörtum leðurbuxum frá Rabens og grófum peysum frá
Hunkydory. Síðan er ég alger sjúklingur þegar kemur að
töskum og skóm með frekar háum hælum. Líklega eins og
flestar konur.“
Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum þessa stund-
ina?
„Bláar gallabuxur, síðar mussur/skyrtur í ljósum lit, flottan
blazer og strigaskó. En í vetur kemur leðrið enn sterkara inn en áður, ég
hlakka mikið til!“
Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?
„Gallabuxur frá Boss Orange og aðrar frá Polo Ralph Lauren, síð
mussa og tvíhnepptur jerseyjakki frá Hunkydory.“
Hvað vantar í fataskápinn þinn?
„Pláss og skipulag.“
Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?
„Dýramynstrum.“
Áttu þér uppáhaldshönnuð?
„Louis Vuitton í töskum og aukahlutum, en í fatnaði eru það
Jason Vu, Victoria Beckham og Birgitte Raben Olrik. Annars
finnst mér hönnuðirnir sem sjá um Polo Ralph Lauren by
Ralph Lauren vera að gera æðislega hluti og línan næsta vetur
er æði. Hlý og kósí í fallegum gráum tónum eins og við þurfum
hér á Íslandi.“
Er einhver frægur hönnuður, hönnun eða stefna ofmetið að
þínu mati?
„Ég held ég geti ekki leyft mér að segja að eitthvað sé ofmetið
en hins vegar finnst mér margir af þessum stóru hönnuðum
ekki vera að hanna föt sem við venjulega fólkið myndum nota
– lítur vel út á pöllunum en ekkert sérstaklega utan þeirra.“
Hvað finnst þér mest heillandi í vor- og sumartískunni?
„Smá svona 70’s-áhrif og þægilegar flíkur. Litirnir frekar dempaðir en maður er orð-
inn frekar leiður á öllu þessu skæra núna nema þá í golfinu, þar mega litirnir vera
sterkir.“
Áttu þér tískufyrirmynd?
„Það eru nú nokkrar sem manni finnst flottar í þessum geira en hún Dorthe vinkona
mín hjá Rabens Saloner er með flottari konum sem ég veit um. Af þeim frægari finnst
mér Victoria Beckham verða flottari með árunum – svo klassísk og aldrei of yfirdrifin.“
Sjúk í töskur og skó
„eins og flestar konur“
Ingibjörgu Kristófersdóttur, eiganda verslunarinnar Mathildu í
Kringlunni, vantar skipulag og pláss í fataskápinn. Hún kveðst
vera „algjör sjúklingur“ þegar skór og töskur eru annars vegar
og dreymir um að eignast tösku frá Mulberry.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ingijöbjörg, eigandi
Mathildu í Kringl-
unni, er hrifin af
leðurbuxum þessa
stundina.
Góðar gallabux-
ur, skyrta og
blazer-jakki er
skothelt dress að
mati Ingibjargar.
Hvað er á
óskalistanum?
„Mulberry-taskan
Bayswater í koní-
aksbrúnu –
takk.“