Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 22

Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 22
Í raun var þetta ekki meðvituð ákvörðun, að verða stílisti, heldur datt ég inn í þetta starf. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fatnaði og búningum og í raun þróaðist þetta yfir í aukastarf á meðan ég var í námi.“ Gjarnan er talað um að tískubransinn sé harður en Ási segir svo ekki vera þó að það geti stundum verið erfitt að fá verkefni á litla Íslandi. „Þetta er alls ekkert harður bransi. Flestir sem ég þekki sem vinna við tísku eða hönnun eru hið besta fólk. Það er einmitt það langbesta við starfið, hæfi- leikaríka og skemmtilega fólkið sem maður kynnist í vinnunni. Aðalvandamálið er auðvitað í hversu litlu landi við búum og það er ekkert svo mikið framboð á fatnaði né verkefnum hér á landi.“ Mikilvægt að fólki líði vel með útkomuna Ási segir mikilvægt að kúnnarnir og þeir sem hann vinnur með hverju sinni fái að koma sínum hug- myndum á framfæri þannig að allir séu sáttir. Vinnuferlið er vissulega misjafnt eftir því um hvernig verk- efni er að ræða. „Ferlið við að gera tískuþátt annars vegar og að finna fatnað fyrir viðmælanda hins vegar er gjörólíkt. Í tískuþætti getur mað- ur í raun gert hvað sem er, enda er maður að skapa einhvers konar heim. Þegar maður er að klæða við- mælanda eða „alvöru“ manneskju vinnur maður með þeirra ímynd og innan þeirra þægindaramma. Þá er mikilvægast að þau séu sátt við það sem er verið að gera. Auðvitað er fólk misjafnt og sumir geta auðvitað verið viðkvæmir fyrir þeim mynd- um sem birtast af þeim, sérstaklega þegar fólk er í stórum og persónu- legum viðtölum. Sumir eru opnari en aðrir fyrir hugmyndum en fyrst og fremst vill maður að fólki líði vel. Ég reyni helst að vinna með fólki að niðurstöðunni og hef enga löngun til að vera einhver einræðisherra á setti.“ Þegar niðurstöðu hefur verið náð fer Ási á fullt að finna flíkur og aukahluti sem henta. „Þá hefst stuðið, maður þeytist um allan bæ og sankar að sér fötunum. Það getur verið frekar erfitt hérna heima, því það er takmarkað framboð á fatnaði.“ Góður andi er lykilatriði ef verkefnið á að vera ánægjulegt að sögn Ása. „Skemmtilegustu verkefnin eru þau þegar orkan er góð á setti og allir jákvæðir, það þarf bara einn til að skemma daginn. Nú hef ég kom- ið víða við en ég held ég verði að segja að Silvía Nótt hafi verið skemmtilegasta og jafnframt erfiðasta verkefni sem ég hef unnið að, því þetta voru margir mánuðir og fleiri tugir búninga. Núna er nóg að gera. Ég er að undirbúa sýningu ásamt uppáhöldunum mín- um úr P3, sem er vinnustofuverslunin okkar Sævars Markúsar, Rebekku hjá REY og Dúsu sem er með Skaparann. Einnig sé ég um forsíðurnar fyrir MAN magasín ásamt nokkrum öðrum skemmtilegum verkefnum,“ segir Ási að- spurður hvað sé á döfinni. Ljósmynd/Íris Dögg Ása er margt til lista lagt, hann sá um allt útlit í þessari töku og tók einnig myndina sem birtist í MAN magasín. Hefur enga löngun til að vera einræðisherra á setti Ásgrímur Már Friðriksson, eða Ási Már eins og hann er gjarnan kall- aður, starfar sem stílisti og byrjaði í þeim bransa þegar hann var í fata- hönnunarnámi við Listaháskóla Íslands. Hann segir stílistastarfið skemmtilegt en á sama tíma krefjandi í litlu landi. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is Ási hefur tekið að sér fjöl- breytt verkefni í gegnum tíð- ina, til dæmis í tengslum við tískuþætti, viðtöl og auglýsingar. Ljósmynd/Aníta Eldjárn Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir Ási Már sendi frá sér sína fyrstu herralínu á seinasta ári. Íris Dögg myndaði hana. „Skemmtilegustu verkefnin eru þau þegar orkan er góð á setti og allir jákvæðir,“ segir Ási Már um stílistastarfið. Ljósmynd/Ási Már TÍSKUBRANSINN Á ÍSLANDI Ási hefur stíliserað töluvert fyrir MAN magasín. „Þetta er alls ekkert harður bransi.“ 22 MORGUNBLAÐIÐ Lífrænt vottuð andlitsolía sem rannsóknir sýna að hindrar öldrun húðarinnar. Olían stinnir, þéttir og nærir húðina, gefur henni góðan raka og fallegan náttúrulegan lit. Hún ver húðina gegn kulda og er rík af fjölómettuðum fitusýrum. Mildur ilmur jurtanna hefur róandi áhrif á hugann. Rannsóknir staðfesta einnig að olían þéttir húðina, stuðlar að uppbyggingu hennar og vinnur gegn húðskemmdum. pH gildið er 7,00 sem er það sama og húðin, því raskar olían ekki sýrustigi húðarinnar. 100% LÍFRÆNT ÁN ALLRA AUKAEFN A Hindrar öldrun húðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.