Morgunblaðið - 12.02.2016, Page 30
Hvað dreymir þig um í fataskápinn fyrir vorið?
Það sem mig dreymir um er að finna tíma og hugrekki til að
hreinsa út úr honum! Mig dreymir um að fataskápurinn minn
sé rúmgóður og skipulagður svo ég geti einhvern tíma séð fal-
legu fötin sem ég á. Eða bara einhver föt almennt.
Hver er bestu fatakaup sem þú hefur gert?
Það er þegar ég keypti stóra svarta kasmírtrefilinn minn. Ég er
tryllt í kasmír, þunnt en hlýtt og sexí eitthvað … namminamm.
Og leðurjakkinn minn.
En þau allra verstu?
Ég átti aldrei mikinn pening til að kaupa mér föt sem unglingur
(eins og flestir aðrir unglingar) en einn daginn áskotnaðist mér
smá sjóður. Ég fór beint í Kringluna og missti mig. Keypti mér
skærappelsínugula hettupeysu (neon sko) og skærgrænar pól-
íesterbuxur. Svo gekk ég í þessu saman. SAMAN! Ekki mitt
bjartasta móment (þó kannski það skærasta).
Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?
Það er mjög misjafnt. Ef ég er á fundum fyrir verkefni klæði ég
mig í átt að tilteknum karakter. Ef ég er heima er ég oft í legg-
ings og stórum peysum. Tíska sem slík hefur aldrei verið fókus
hjá mér heldur er ég frekar heilluð af því hvernig manni líður
mismunandi í mismunandi fötum. Hvernig visst snið getur
fengið mig til að bera mig betur og hvernig ég verð allt í einu
„playful“ og léttari ef ég fer í strigaskó og stóran stuttermabol.
Ef ég er að þróa hugmynd eða karakter finnst mér gott að
klæða mig eftir því, því fötin geta oft gefið svo miklar vísbend-
ingar og leitt mann á skemmtilegar brautir.
Um daginn var ég að klára að skrifa bókina mína sem ég er að
vinna með Sollu Eiríks og mér fannst hausinn á mér ekki vera
skýr, ekki vera í rétta tóninum og sárvantaði einhvern til að
hrista mig aftur inn á rétta braut. Þá klæddi ég mig í mitt-
isháar, síðar svartar dressbuxur, hvíta skyrtu og bindi og
strunsaði niður á kaffihús til að sturta í mig einum rótsterkum –
og vissulega fleytti koffínvíman mér af stað en dressið gaf mér
einhverja nýja orku. Ég notaði þykjustuskrifstofuklæði til að
hrinda sjálfri mér í nýjan gír.
Uppáhaldshönnuður?
Svala Björgvins vinkona mín með Kali-línuna sína. Ég
eeeeelska tuxedo-dragtina hennar. Svala er svona gúrúið mitt
og bjargvættur (á líkama, flíkur og sál). Hún kemur oft og
dressar mig fyrir hitt og þetta og lætur mér líða eins og of-
urskutlu. Hún gaf mér vintage Oscar de la Renta-jumpsuit um
daginn sem ég fór í í umboðmannalunch og mér leið svo vel að
mér fannst eins og ég svifi svona aðeins upp af gólfinu. Fötin
hennar Svölu hafa þann eiginleika. Láta andann
vaxa um nokkra sentimetra.
Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?
Yfirleitt nota ég eitthvað létt, eins og litað dag-
krem, í grunninn. Og einhvers konar fljótandi
baugafelara. Svo finnst mér Make Up forever hd-
púðrið alveg ómissandi til að halda grunninum á
sínum stað. Pínu augnskuggi, svartur eða dökk-
brúnn eyeliner og maskari.
Hvaða dagkrem notar þú?
Er núna að nota Resveratrol-línuna frá Caudalie.
Hvað gerirðu við hárið á venjulegum degi?
Úff … Ég reyni að gera eins lítið og ég mögulega
kemst upp með. Nema þegar ég þarf að hafa mig
til fyrir fundi og glamúrfylltar kvöldstundir. Ég
er svo guðslifandi fegin að koma á sett þar sem
einhver gerir það fyrir mig. Það er himnesk
stund. Fólk má djöflast á hárinu á mér í klukku-
tíma. Bara að ég þurfi ekki að gera það sjálf þenn-
an dag. Bara í einn dag. Komin með nóg af þessu
hárdútli fyrir lífstíð. Keypti mér derhúfu í gær.
Hvert er besta leynitrixið þegar kemur að heilsu
og útliti?
Sko, húðliturinn minn ósnertur og ósólaður er
einhvers konar blár (allavega glær, ekki að grín-
ast) svo ég nota oft bara basic „tanning wipes“ til
að koma heilbrigðum lit á húðina svo ég þurfi sem
minnst af farða. Svo eru til monster-skyndilausnir
eins og Instant Firm eftir Peter Thomas Roth
sem getur komið sér vel þegar ég er þreytt eða
þrútin til að lyfta öllu andlitinu. Grænt te er töfra-
drykkur; svo fullt af andoxunarefnum að ég sé
mun á andlitinu eftir einn dag af stífri svoleiðis
drykkju. En það sem ég er alltaf að vera meðvit-
aðri um og það sem þarfnast bráðnauðsynlega
meiri umræðu er hversu alvarlega maður þarf að
taka stress! Stressið hefur skelfileg áhrif á tauga-
kerfið og frumurnar. Alveg rosalega skaðleg áhrif á heilsufar
almennt, og að sjálfsögðu útlit. Þetta er nokkuð sem ég verð
sjálf að finna betri lausn á í mínu lífi. Hvernig ég höndla álag.
Er bara svona á viðurkenningarstiginu. Ég stunda vinyasajóga
mikið. Það er ein af fáum leiðum fyrir mig til að hvíla hugann.
Það og bjór. En bjórinn má víst ekki vera memm á þessum
lista. Er það?
Hollywoodleikkonan Aníta Briem notar föt og klæðaburð til að hjálpa sér í vinnunni. Ef hún er
andlaus á hún það til að skipta um föt til að fá aukna orku. Á næstunni kemur út hennar fyrsta
matreiðslubók sem hún gerði með Sollu Eiríks en annars var hún að klára mynd með Werner
Herzog og stutt verkefni fyrir Warner bros. Þessa dagana er hún að undirbúa litla ástarsögu
eða Indie-mynd eins og hún segir sjálf. Ég spurði hana spjörunum úr.
Marta María Jónasdóttir | martamaria@mbl.is
„Svala Björgvins lætur
mér líða eins og ofurskutlu“
Aníta Briem fær
Svölu Björgvins til að
stílisera sig þegar
mikið liggur við.
„Sko, húðliturinn
minn ósnertur og
ósólaður er ein-
hvers konar blár
(allavega glær,
ekki að grínast)
svo ég nota oft
bara basic
„tanning wipes“
til að koma heil-
brigðum lit á
húðina svo ég
þurfi sem minnst
af farða. “
30 MORGUNBLAÐIÐ