Morgunblaðið - 12.02.2016, Síða 36
Svona er innihaldið í
töskunni hennar Eyglóar.
Eygló gengur um
með leðurbakpoka.
Hvernig tösku notar þú?
„Ég er alltaf með leðurbakpoka.“
Hvað ertu með í töskunni þessa stundina?
„Í honum núna er peningaveski, varasalvi,
varalitur, tóm filmubox, leðurhanskar, lítil
myndavél, penni, lyklar, andlitspúður, gler-
augnahulstur og minnisbók.“
Er eitthvað í töskunni sem þú tekur með þér
hvert sem þú ferð?
„Ég er alltaf með lykla, varasalva,
penna og peningaveski með mér.“
Er drasl í töskunni?
„Ég er mjög dugleg að skipta út hlut-
um sem ég þarf fyrir daginn svo ég
myndi segja að ég væri dugleg að taka
til í henni.“
Hvernig taska er á óskalistanum?
„Ég væri alveg til í að eiga tösku frá
Lindu Sieto og bakpoka frá Alfie Dougl-
as.“
TASKAN MÍN
Eygló er hrifin
af hönnun
Lindu Sieto.
Ljósmyndarinn Eygló Gísladóttir, sem er
nýkomin til Íslands aftur eftir að hafa verið
búsett í Los Angeles, gengur alltaf um með
bakpoka sem inniheldur nokkra hluti sem
hún þarf á að halda til að komast í gegnum
daginn. Eygló fór í gegnum töskuna sína
og innihald hennar fyrir lesendur.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Með tóm filmubox og
myndavél í bakpokanum
36 MORGUNBLAÐIÐ
TM
I KNOW I
CAN TRUST.
KATIE HOLMES
I’ll only use skincare“
”
BE YOUR BEST
BEAUTIFUL WITH THE
WORLDS NO. 1 FEMALE
FACIAL SKINCARE BRAND.
Rakakremið All In One Snail Repair
Cream frá Mizon er afar spennandi
og merkileg vara. 92% af uppistöðu
kremsins er sniglaþykkni, ótrú-
legt en satt. Kremið þykir hafa
undraáhrif á húðina en það á
að veita henni raka og vörn
ásamt því að draga úr misfell-
um og fínum línum í húðinni.
Kremið, sem er tiltölulega létt
og gelkennt, mun einnig hafa
góð áhrif á húð þeirra sem fá
gjarnan bólur. Á umbúðum All
In One Snail Repair Cream
segir: „Sniglaslímið vinnur á hinum ýmsu húðvandamálum.
Það frískar upp á þreytulega húð og veitir henni vernd.“ Kremið rokselst
víða í Asíu en merkið Mizon er upprunnið í Kóreu.
Þeir sem vilja gefa húðinni extra dekur ættu einnig að kynna sér Enjoy Vi-
tal-Up Time- Line Fit-maskann frá sama merki. Í maskanum er formúla sem
inniheldur peptíð sem vinna gegn öldrun húðarinnar og ýta undir kollagen
framleiðslu. Maskinn róar húðina, veitir raka og blæs nýju lífi í hana.
Spennandi nýjung
Getty Images/iStockphoto
Jákvæðir
eiginleikar
sniglaslímsins
Mizon-
vörurnar
koma frá Kór-
eu og eru
þróaðar af
vísindamönn-
um.