Morgunblaðið - 12.02.2016, Side 37
Lovísa
María, eig-
andi Lakk-
stofunnar.
Þ
að sem hefur verið
áberandi í tísku í vetur
eru mattar neglur.
Svartar mattar voru
vinsælastar fyrst en
núna fæ ég beiðnir um
allskonar matta liti alveg frá hvítu
upp í bleikt. Algengast er þó að
stelpur vilji hvítar, svartar eða
brúnar mattaðar neglur. Ég held
að Kardashian- og Jenner-systur
hafi startað því trendi en ég hef
nokkrum sinnum fengið stelpur til
mín með mynd af brúnu möttu
nöglunum hjá Kyle Jenner, segir
Lovísa María.
Lovísa María segir stiletto-
formið hafa tröllriðið öllu seinustu
ár en vinsældir þess fara nú dvín-
andi. „Náttúrulegri form eru að
taka við, til dæmis oval eða sqoval,
sem er blanda af oval og square.
Skapið hefur áhrif á hvað fólk vill
„Annars er það mjög ein-
staklingsbundið hvað fólk vill. Það
fer oft eftir því hvernig skapi við-
komandi er í þegar hann kemur til
mín. Það er nefnilega að færast í
aukana að fólk tjáir sig í gegnum
neglurnar, alveg eins og með fötin
og förðunina sem við veljum okkur.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því
að ég elska að gera neglur, þetta er
að verða svo miklu meira listform
og tjáning.
„Mér sýnist stuttar neglur vera
að detta svolítið í tísku, en í raun-
inni er allt í gangi. En svona al-
mennt þá spái ég því að það verði
áfram matt og jafnvel í styttri
kantinum, segir Lovísa, aðspurð
hvað hún haldi að verði vinsælt
þetta árið. „Einn einfaldur litur og
frekar klassískt form. En hver veit
hvað sumarið býður upp á, stelpur
eru gjarnari á að vera til í alls-
konar skemmtilegt á neglurnar á
sumrin.
Lovísa nýtur þess að gera negl-
ur, að eigin sögn, sérstaklega þegar
hún fær að láta sköpunarkraftinn
ráða ferðinni. „Mér finnst rosalega
gaman að gera neglur og þá sér-
staklega ef ég fæ til mín annað
listafólk og við getum blandað sam-
an hugmyndum okkar. Ég hef gert
neglur fyrir tónlistarmyndbönd og
nýverið gerði ég neglur fyrir eina
af Reykjavíkurdætrum fyrir mynd-
band. Þær voru mjög flottar, fyrir
eitt atriðið gerðum við svartar
langar klær og hinar voru hvítar
með perlum og fullt af skrauti. En
annars finnst mér alltaf gaman að
fá stelpur til mín í neglur og spjall,
alveg sama hvort við ætlum að gera
eitthvað ýkt eða venjulegt.
„Ég elska að gera neglur“
Fólk er farið að tjá sig meira í gegnum neglurnar og lætur
skapið hverju sinni stjórna því hvernig neglur verða fyrir valinu
að sögn Lovísu Maríu, eiganda Lakkstofunnar.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Lovísa telur Kylie
Jenner hafa töluverð
áhrif á naglatísk-
una. Hérna er hún
með langar mattar
neglur í brúnum lit.
AFP
Söngkonan Nicole Scherzinger
skartar hér ljósum nöglum í klass-
ísku formi eins og er vinsælt um
þessar mundir.
Mattar neglur
eru eftirsóttar
um þessar
mundir.
MORGUNBLAÐIÐ 37
Nýtt!Ilmvatn frá Weleda
Náttúrulegur ilmur af hreinum ilmkjarnaolíum.
Margir sem eru viðkvæmir fyrir gerviilmefnum (sem oft
innihalda umdeild efni) þola hins vegar vel náttúruleg ilmefni.
Það er upplagt að velja líkamsvörurnar í samræmi við
uppáhaldsilm eða skapið hverju sinni, þar sem allar hreinar
ilmkjarnaolíur hafa sín sérstöku áhrif á sálina.
Hreinar ilmkjarnaolíur hafa góð áhrif á líkama og sál,
jafnvel langtímaáhrif.
Allar vörur Weleda eru ofnæmisprófaðar og NaTrue vottaðar.
Jardin de Vie Agrume
Upplifðu ilminn af Hafþyrnis húðvörunum, og þú fi nnur ilm sólargeislanna og dagurinn verður léttari.
Jardin de Vie Grenade
Kvenlegur og mjúkur ilmur af Granateplum, appelsínublómi og vanilla
Jardin de Via Rose
Rómantískur og mildur blómailmur af rósum og ylang- ylang.
Útsölustaðir Weleda: Heilsuverslanir og apótek.