Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.2016, Blaðsíða 41
breyting þegar kynleiðréttingarferlið hófst fyrir alvöru,“ segir hún. Á einhverjum tímapunkti þurfti Snædís Yrja að velja sér kvenmannsnafn. Hún segist hafa fengið ómældan stuðning frá foreldrum sínum og vinum og fannst ekki annað koma til greina en að foreldrar hennar myndu velja á hana kvenmannsnafn líkt og þau gerðu þegar hún var skírð Snæbjörn á sínum tíma. „Ég er alveg óendalega heppin með fjölskyldu og vini. Mamma og pabbi hafa verið ótrúlega skilningsrík og hjálpað mér mikið. Þess vegna kom aldrei neitt annað til greina en að þau myndu velja á mig nafn. Mamma valdi Yrja en pabbi Snædísar nafnið,“ segir hún og bætir við: „Innst inni er ég ótrúlega hamingjusöm að það sé hægt að breyta mér í konu. Að þetta sé allt að gerast og það er bara komið að þessu,“ segir hún. Þegar ég spyr hana hvort hún hafi aldrei fengið bakþanka með kynleiðrétt- inguna segir hún svo ekki vera. „Ég beið alltaf eftir því að fá sjokk. Eftir að ég byrjaði að kalla mig Snæ- dísi bjóst ég við því að fá sjokk en aldrei kom neitt. Ég hef aldei velt því fyrir mér hvort ég væri að gera rétt. Ég er ótrúlega ánægð að þetta sé að ger- ast,“ segir hún. Snædís Yrja hefur starfað í bjútíbransanum frá unglingsaldri en hún er bæði naglasérfræð- ingur og förðunarfræð- ingur að mennt. Hún er líka hússtjórnarskóla- gengin og kann því að þrífa, baka og búa til mat. Ólíkt flestum ungum kon- um þráir hún ekkert heit- ar en að verða húsmóðir. Þegar ég spyr hana út í ástarlífið játar hún að hana langi í mann. „Að sjálfsögðu langar mig alltaf í samband. Draumurinn minn væri að finna maka sem maður elskar og gæti lifað hamingjusömu lífi með,“ segir Snædís Yrja og bætir við: „Ég er mjög hrein og bein og vil hafa allt uppi á borðum. Ég hef svo sem fengið ýmis tilboð frá karlmönnum en ég nenni ekki neinum leikj- um og nenni alls ekki neinum leyndarmálum. Íslenskir karlmenn eru forvitnir og eru oft að biðja um eitthvað sem mig langar ekki til að gera. Mig langar að finna mér strák sem er yndislegur og góður og kemur eðlilega fram við mig. Hann þarf að vera opinn fyrir því hver ég er og hvað ég er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. Þegar við ræðum frekar um karlmenn kemur í ljós að hún hrífst af ákveðnum týpum. „Hann þarf að vera sterkur, hávaxinn, dökkhærður og með brún augu.“ Þegar við ræðum um framtíðarsýn og hvernig hún sjái sjálfa sig fyrir sér eft- ir tíu ár skortir ekki svör. „Ég vona að ég verði í hamingjusömu sambandi og mig langar að njóta þess að vera kona. Eins fáránlega að það hljómar þá langar mig að vera heimavinn- andi húsmóðir með tvö börn. Mig hefur alltaf dreymt um það! Það er draum- urinn,“ segir hún. MORGUNBLAÐIÐ 41 NÝTT Fjórir rauðir litir innblástnir frá hinni goðsagnakenndu Marilyn. Loks finnur þú fullkomna rauða litinn þinn Candice er förðuð með eftirfarandi vörum: Lasting performance farði, Mastertouch consealer, Creme puff Blush, Masterpice Max maskari, Marilin Monroe Ruby Red varalitur, High Definition eyeliner penni, Smokey Eye augnskuggapalletta. Ný Marilyn MonroeTM varalita lína 4 RAUÐIR, 1 FULLKOMINN FYRIR ÞIG M ar ily n M on ro e™ ;R ig ht s of Pu bl ici ty an d Pe rs on a Ri gh ts :T he Es ta te of M ar ily n M on ro e LL C. „ Hann þarf að vera opinn fyrir því hver ég er og hvað ég er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. Þegar við ræðum frekar um karlmenn kemur í ljós að hún hrífst af ákveðnum týpum. „Hann þarf að vera sterkur, hávaxinn, dökkhærður og með brún augu.“ SNYRTIDÓTIÐ MITT Snædís Yrja notar maskann frá Blue Lagoon mikið. Snædís notar alltaf þetta brúnkukrem því hún segir að hún verði ekki appelsínugul í framan af því. Það fæst í NYX í Hafnarfirði. Snædís Yrja notar Studio Fix Fluid farð- ann frá MAC. Silica Mud Mask frá Blue Lagoon. Krullujárnið ROD7 frá HH Simonsen er í miklu uppá- haldi hjá Snædísi Yrju. Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon er í miklu uppáhaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.