Morgunblaðið - 12.02.2016, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.02.2016, Qupperneq 42
fulla af fötum sem ég er búin að end- urbæta, kjóla, pils, buxur, skó og fleira. Þannig að í lokin fara allir heim með fullt af nýj- um hugmyndum hvað er hægt að gera til að endurnýja. Hægt að klúðra flottu dressi með röngum aukahlutum Þessa stundina er Olga hrifnust af hvers- dagslegu tískubylgjunni. „Ég er mjög upptekin af því að vera þægilega klædd, svo hvers- dagslegur stíll er eitthvað sem ég fíla mjög vel,“ útskýrir Olga sem segir mikilvægt að nota skart og aukahluti á réttan hátt, óháð því hvaða tískubylgja verður fyrir valinu. „Fylgihlutir eru það sem þú notar til að dressa fötin þín upp og niður, svo það er mjög mikilvægt að kunna að nota fylgi- hluti og flottur fataskápur verður að hafa svona lykilaukahluti,“ útskýrir Olga. „Það er alveg hægt að klúðra flottu dressi með röngum aukahlutum, en það er eins og með allt, maður þarf að geta lesið í að- stæður og kunna klæða sig eftir því.“ O lga segir ýmis mistök vera hægt að gera þegar kemur að fatakaupum. „Það geta til dæmis verið mistök að reyna fylgja tískustraumum, það sem er í tísku þýðir ekki að það henti öllum. Ekki kaupa flíkur bara af því að einhver önnur kona var flott í þeim, það rík- ir svolítil hjarðhegðun hér á Íslandi. Og ekki fara á útsölur bara til að fara, veltu fyrir þér hvað þig vantar. Útsölur eru góðar til að kaupa dýra hluti svo sem yfirhafnir, skó eða veski,“ segir Olga sem heldur úti vefsíðunni www.olga- .is. Áður en Olga fer með viðskiptavin að versla kannar hún fataskápinn hjá viðkomandi. Það sparar bæði tíma og peninga að hennar sögn. „Það er ástæða fyrir því að ég vil byrja heima í fataskápnum áður en ég fer með konum að versla, því þá erum með eitthvað ákveðið í huga sem vantar inn í skáp, hvort sem það er ný yfirhöfn, skór eða jakki við einhvern ákveð- inn kjól. Þarna erum við að spara tíma og pen- inga í stað þess að fara í verslunarferð bara til að versla.“ Eins og áður sagði leggur Olga áherslu á að kenna konum að endurnýta fötin sín. „Á hópnámskeiðunum mæti ég með slá Stílistinn Olga Einarsdóttir býður upp á stílistaþjónustu þar sem hún heldur ýmist námskeið fyrir hópa eða veitir einkaráðgjöf. Í námskeiðinu fer hún meðal annars yfir hvernig á að bera sig að í verslunarferðum og hvernig er hægt að endurnýta það sem er nú þegar til í fataskápnum. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is „Ekki fara á útsölur bara til að fara“ Rétta skartið og aukahlutir setja punktinn yfir i-ið Armband frá Pandora, 20.990 krónur. Olga segir tilvalið að nýta útsölur í að kaupa sér dýra hluti á borð við yfirhafnir, töskur og skó. Kápan kemur frá Calvin Klein, skórnir frá Acne Studios og taskan frá Chloé, allt fáanlegt á vef Net-a-porter.com. Trefill úr Bianco, 6.490 krónur. Árið 2009 sendi Guerlain frá sér ilminn La Petite Robe Noire sem er innblásinn af litla svarta kjólnum sem er oft sagður vera skyldueign fyrir allar konur. Ilmurinn er orð- inn klassík og hefur komið út í nokkrum út- gáfum á seinustu árum. Nýjasta nýtt frá Guerlain er svo snyrtivörulína innblásin af ilminum La Petite Robe Noire. Línan, sem ber sama heiti og ilmurinn, inniheldur 20 varaliti og átta naglalökk og umbúðirnar eru ein- staklega stelpulegar og fallegar. Varalitirnir hafa mjúka og glansandi áferð og léttan ávaxta- ilm sem minnir á ilm- vatnið. En rúsínan í pylsuendanum hlýtur að vera ilmurinn af nagla- lakkinu. Lakkið skilur eftir sig dásamlegan ilm af meðal annars rósum, ávöxtum, sítrónu og lakkr- ís á nöglunum í allt að 24 tíma eftir að lakkið hef- ur verið borið á. Fáðu ilm- andi neglur 42 MORGUNBLAÐIÐ Við önnumst kvenleika og fegurð með lotningu Síðumúla 34, stillfashion.is, njóttu þess að koma... Nýjasta nýtt Litir nýju línunnar frá Guerlain eru einstaklega sum- arlegir og bjartir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.