Morgunblaðið - 12.02.2016, Qupperneq 44
Color Wow-rótarliturinn hefur far-
ið sigurför um heiminn og unnið
til ótal verðlauna enda um snilld-
arvöru að ræða. Color Wow Root
Cover Up er í púðurformi og tvö-
faldur bursti fylgir með púðrinu.
Varan virkar þannig að púðrið er
einfaldlega sett í rótina til að fela
grá hár eða náttúrulegan háralit-
inn. Þetta er púður er hugsað
sem redding á milli þess sem
fólk lætur lita á sér hárið. Co-
lor Wow kemur í nokkrum
litum þannig að hver sem
er ætti að finna lit við
hæfi.
Raunveruleg redding
Rótinni reddað á
nokkrum sekúndum
Ljósmynd/ Saga Sigurðardóttir.
Hvernig farðar þú þig dags daglega?
„Ég reyni að sleppa því en annars nota ég lífrænar snyrtivörur sem
heita RMS og fást hjá Freyja Boutique.“
En þegar þú ert að fara eitthvað spari?
„Það fer eftir tilefninu hvað ég nota og líka eftir ástandi húð-
arinnar. Ég á nokkur meik í nokkrum litum en oftast legg ég
mesta áherslu á húð og augu.“
Hvað tekur þig langar tíma að jafnaði að gera þig til?
„Vanalega svona tíu mínútur til korter, en getur tekið miiiklu
lengri tíma ef ég er þannig stemmd og er að
fara eitthvað fínt.“
Áttu þér uppáhaldssnyrtivörumerki?
„Já, ég á það til að vera alltaf að prófa
ný merki og vörur en í þessum kulda og
harkalegu birtu er ég rosalega ánægð
með Lancome. Meikin eru sérstaklega
falleg og eðlileg.“
Hvað gerir þú til að halda húðinni við?
„Ég reyni að takmarka notkun eða nota
náttúrulegar vörur sem næra húðina. Svo
tek ég djúphreinsunarskorpur og þá með
eitthvað sem húðlæknir mælir með. En
ekkert gerir jafn góða hluti fyrir húðina og
hreyfing og hollur matur. Vatn, vatn, vatn
og góður svefn!“
Hvert er þitt uppáhaldskrem?
„Núna er það Biotherm, húðlæknir mælti með
þeim vörum og þær eru æði.“
Er eitthvað sem þú myndir ekki gera í förð-
un?
„Nei, ég er leikkona sko, það er hægt að plata mig í allt.“
Hver er skoðun þín á fegrunaraðgerðum?
„Úff. Ætli þær séu ekki jafn misjafnar og þær eru margar. Að
sjálfsögðu sorglegt ef fólk með geðræn vandamál og lágt sjálfsmat
dettur í ruglið en vissulega eru margir sem láta laga eitthvert svona
lítilræði og þá er það bara allt í lagi.“
Áttu þér eitthvert fegrunarleyndarmál?
„Ekki eyða tíma eða orku í dýr krem, fara frekar til húðlæknis ef ein-
hver vandamál eru. Já og sofa, hoppa, borða og vera glaður, þegar
maður er „happy“ þá er maður sætastur.“
„Þegar maður er „happy“
þá er maður sætastur“
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mælir meðal annars
með að hoppa, sofa og vera glaður til að öðlast fallegt útlit.
Ágústa Eva kveðst hreyfa sig reglulega og borða hollt til að
halda húðinni við og heldur snyrtivörunotkun í lágmarki.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
FÖRÐUNARRÚTÍNAN MÍN …
Ágústa Eva
er hrifin af vör-
unum frá RMS.
Uppáhaldskrem
Ágústu Evu þessa
stundina er frá
Biotherm.
Meikin frá Lan-
come þykja gefa
húðinni sérlega
fallega áferð.
44 MORGUNBLAÐIÐ
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Dömuskór
í úrvali
Gæði & glæsileiki
Púðrið er ein-
faldlega borið í
rótina með
burstanum sem
fylgir með.