Morgunblaðið - 12.02.2016, Qupperneq 45
S
umartískan verður rosalega karamellu-beige-lituð
og hlý. Hárið mun styttast. Stelpur með mjög sítt
hár fara í millisídd og þær sem eru með millisídd
eiga eftir að verða djarfar og klippa sig mjög stutt,
það verður gaman að sjá. Stuttu klippingarrnar
verða mjög stuttar og glannalegar,“ útskýrir Her-
mann sem heldur úti vefnum har-
vorur.is. Þar er hægt að kaupa hár-
og snyrtivörur frá nokkrum vinsæl-
ustu vörumerkjum heims.
Þó að náttúrulegir og hlýir litir
verði áberandi í sumar halda bleik-
ir, bláir og fjólubláir litir í hárið
ennþá sínum sess. „Kóngablár verð-
ur líka sérstaklega vin-
sæll.“
Fastar fléttur
koma
sterkar inn
í sumar
Hjá herr-
unum hefur
hártískan
sjaldan verið
jafnflott og
núna að mati
Hermanns. „Það
er gaman að sjá
hversu vel snyrtir
herramenn hafa ver-
ið. Svo trúi ég því að
fastar fléttur komi sterkar inn í sumar, bæði hjá konum og körl-
um.“
Að lokum vill Hermann minna á mikilvægi þess að nota góðan
hármaska til að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári þegar sum-
arið lætur sjá sig. „Ég mæli með að eiga einn góðan hármaska,
til dæmis Intense Hydra Mask frá Moroccanoil, og nota hann
einu sinni til tvisvar í mánuði.“
Hárið styttist
og litirnir hlýna
HÁRTÍSKAN Í SUMAR
Hárið verður styttra og litirnir hlýrri að sögn Hermanns Óla Bachmann
Ólafssonar, hárgreiðslumanns og eiganda Modus hár- og snyrtistofu í
Smáralind. Hingað til hafa kaldir hárlitir verið áberandi og þeir verða það
áfram en þegar nær dregur sumri koma hlýir karamellulitir sterkir inn.
Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is
Hermann Óli
Bachmann
Ólafsson.
Vörurnar frá Moroccanoil
þykja afar góðar.
Fastar fléttur
verða vinsæl-
ar í sumar.
Mynd frá
tískuvikunni í
New York af
sýningu Isa-
bellu Rose
Taylor.
AFP
Stelpur geta
verið óhræddar
við að klippa sig
stutt í sumar.
Byrjaðu á að úða hitavörn í hárið og blása það
og slétta með góðu sléttujárni. Athugaðu að
best er að slétta hárið vel og vandlega til að út-
koman verði sem fallegust.
Því næst er hárinu skipt í tvo parta, á með-
fylgjandi mynd má sjá hvar er best að
skipta hárinu.
Efri hlutinn er greiddur í tagl. Til að fá
þessa sléttu áferð er gott að nota mót-
unarefni eða serum í hárið sem gefur því
glans og temur úfin hár.
Eftir að efri parturinn hefur verið settur í
tagl er hann festur með teygju í sama lit
og hárið.
Því nest er neðri parturinn greiddur
vandlega og hann settur í tagl en athugið
að festa efra taglið með í það neðra.
Að lokum er gott að
setja punktinn yfir i-
ið með góðu hárlakki
sem heldur öllu á sín-
um stað.
Tvískipt tagl í anda
Rooney Mara
AFP
Signature Styler-sléttujárn
frá HH Simonsen, kostar
27.600 á www.beautybar.is.
AFP
Rooney Mara
með einfalda en
eftirtektarverða
hárgreiðslu.
Leikkonan Rooney Mara skartaði afar
flottri hárgreiðslu á SAG-verðlaunahá-
tíðinni sem fór fram í seinasta mánuði.
Þessi greiðsla er einföld í framkvæmd
svo lengi sem réttu hárvörurnar eru
hafðar við höndina.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Leikkonan Roo-
ney Mara skartaði
þessari flottu
greiðslu á SAG-
hátíðinni.
SKREF FYRIR SKREF
Toni & Guy Creative Extreme Hold-hárspreyið held-
ur öllu á sínum stað, kostar 2.369 krónur í Hag-
kaup. Glimmer Shine-úðinn frá Morrocanoil gefur
hárinu fallegan glans og kemur í veg fyrir að það
verði úfið. Kostar 4.225 krónur á www.harvorur.is.
MORGUNBLAÐIÐ 45
Fyrir konur
á öllum aldri
Margir litir • Stærðir S-XXXXL
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Velúrgallar
Verið velkomin
TAX FREEaf öllum snyrtivörum út febrúar