Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ
Fjárfesting sem borgar sig
ísvélar
íshúsið
-Hágæða amerísk framleiðsla -Áratuga reynsla á Íslandi.
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
www.isvelar.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
H
áskólinn á Akureyri bauð
fyrst upp á nám í sjáv-
arútvegsfræði árið 1990
og upphafsmaður náms-
ins.
Jón Þórðarson, forstöðumaður
Sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Akureyri. Jón er sjávarútvegs-
fræðingur frá Tromsö í Noregi og
var námið þar í reynd fyr-
irmyndin er námið við Háskólann
á Akureyri var mótað. Þó að vin-
sældir námsins hafi verið sveiflu-
kenndar gegnum tíðina hafa síð-
ustu ár verið með þeim
aðsóknarmestu og sér ekki fyrir
endann á þeirri vinsældaaukn-
ingu.
Frá hafinu og alla leið á diskinn
„Þetta er mjög breitt nám sem
við byggjum á þremur stoðum,“
útskýrir Hreiðar Þór. „Fyrst er
að nefna vísindagreinar á borð
við efnafræði, líffræði og tengd
fög. Þá eru það viðskiptagreinar,
góður pakki af fögum sem eru
samkennd með viðskiptabraut-
inni. Loks er síðasti þriðjung-
urinn svokallaðar sérgreinar sem
við kennum bara við sjáv-
arútvegsfræðina. Þar er að finna
allt frá haffræði, þar sem nem-
endur læra allt um hafið og hvað
það er sem er í gangi þar, sjáv-
arlíffræði, fiskifræði, veiðitækni,
vinnslutækni, matvælafræði fiska
og fleira. Þetta dekkar því sjáv-
arútveginn frá upphafinu, sem er
hafið sjálft, og alla leiðina á disk-
inn hjá neytandanum, sem er
endastöðin. Við leitumst við að
bjóða upp á námsgreinar sem
þekja allt þetta ferli.“
Námið er í senn bóklegt og
verklegt, eins og við er að búast
þegar sjávarútvegurinn er annars
vegar.
„Það er talsvert verklegt í
raungreinanáminu sem fer fram í
rannsóknastofunum,“ bendir
Hreiðar Þór á. „Það er sá hluti
sem tengist örverum, gæðum
fisks og fleira. Námið var
kannski svolítið meira á bókleg-
um nótum framan af en við erum
nú að stelast til að kenna nem-
endum ýmislegt hagnýtt líka,
flaka, gera að neti og fleira í
þeim dúr,“ bætir hann við og
kímir. „Þetta er máske efni sem
margir telja ekki sem há-
skólanám en er engu að síður
eitthvað sem við viljum að nem-
endurnir kunni.“
Praktíkina má ekki vanta
Að sögn Hreiðars Þórs var það
krafa í upphafi að nemendur
hefðu haldgóða reynslu til að
byggja á við upphaf námsins,
ættu að baki einhvern tíma á sjó
eða vinnu í fiski. „Svo komumst
við eiginlega ekki upp með það
lengur, satt að segja. Nú erum
við að taka við fullt af nemendum
sem eru að koma beint úr fram-
haldsskóla og eru kannski ekki
með neina praktíska reynslu og
við erum því að reyna að koma
þesslegum hlutum að í náminu
sjálfu,“ segir hann og bætir við
að handbragðið sé eitthvað sem
nemendur verði að þekkja í þessu
sambandi; það sé nauðsynlegt að
setja hið bóklega nám í raunhæft
samhengi við verklega þáttinn.
Það geri bóklega þáttinn enn
skiljanlegri þegar til kemur.
„Mörg þeirra eru að vinna við
vélar sem gera þessa hluti og þá
skilja þau til hlítar hvað um er að
vera, og hvaða máli það skiptir að
ná betri nýtingu um eitt prósent.
Það er nauðsynlegt að skilja prin-
sippin að baki verklaginu þó svo
að við stefnum ekki endilega á að
útskrifa meistara í handflökun.
Það er nú svo að stundum kemur
fólk út úr háskóla uppfullt af
bóklegum fróðleik en praktíkina
vantar. Við erum aðeins að reyna
að bæta úr þessu.“
Það þarf jú að kunna að nota
hendurnar líka ásamt höfðinu.
Aukin aðsókn í kjölfar hrunsins
Aðspurður segir Hreiðar að erfitt
sé að svara því til hver nem-
endafjöldinn í sjávarútvegsfræði
sé að jafnaði. „Það er eiginlega
ekkert „að jafnaði“ í þessu hjá
okkur,“ segir hann. „Þetta er svo-
lítið eins og loðnustofninn, segi
ég stundum. Fer stundum upp úr
öllu valdi og svo niður í ekki
neitt. Það hafa verið gríðarlegar
sveiflur og við vorum komin í
veruleg vandræði í kringum 2007,
þegar Íslendingar fóru nú að
gera eitthvað allt annað en að
vinna í sjávarútvegi. Þá voru
mjög fáir nemendur hjá okkur en
við fórum þá í smá átak til að
reyna að bæta við okkur. Sam-
hliða því hrundu bankarnir og um
leið kom verulegur kippur í sjáv-
arútveginn sem fór að græða all-
verulega. Síðan þá hefur verið
stöðug aukning í námið og núna
erum við með um hundrað virka
nemendur í sjávarútvegsfræði, á
þeim þremur árum sem námið
tekur. Það er í rauninni met, við
höfum aldrei áður verið með jafn-
marga í náminu í einu. Fyrsta
árs árgangurinn á þessu ári telur
um 40 nemendur og lítur út fyrir
að verða metárgangur þegar yfir
lýkur. Við erum því bara nokkuð
sátt.“ Það setur svo þessar tölur
í samhengi að frá upphafi hafa
alls um 180 nemendur útskrifast
úr sjávarútvegsfræði. Það er því
augljóst hversu mikil aukning
hefur orðið í aðsókninni hin
seinni ár. „Það sést best á því
hversu stór hluti nemenda frá
upphafi er við námið um þessar
mundir,“ bætir Hreiðar Þór við.
Ennfremur nefnir hann við að
fyrir tveimur árum hafi 8 nem-
endur útskrifast úr sjávarútvegs-
fræði, á síðasta ári hafi þrettán
nemendur útskrifast, í ár verði
þeir að líkindum tuttugu. Viðbúið
sé að þróunin haldi áfram á þess-
um nótum á næstu árum.
„Það gengur mjög vel hjá okk-
ur um þessar mundir. Það má
segja að núna sé góðærið hjá
okkur.“
Margvíslegir atvinnumöguleikar
Eins og framar greindi fer náms-
efnið vítt og breitt um sviðið og
því blasa margvíslegir starfs-
möguleikar við nemendum þegar
þeir útskrifast.
„Möguleikarnir eru mjög góðir
og við gerðum á því mælingu
fyrir fáeinum árum og þá kom í
ljós að helmingur útskriftarnema
starfaði á ýmsum sviðum sjávar-
útvegs og hinn helmingurinn
mjög víða annars staðar, einkum
í fjármálageiranum,“ segir
Hreiðar Þór. „Við erum fyrst og
fremst að mennta fólk fyrir at-
vinnulífið, og þá sjávarútveginn
einkum, enda eru helstu vinnu-
veitendur útskriftarnemanna
þessi stærstu sjávarútvegsfyr-
irtæki, HB Grandi og Samherji.
Það eru ansi margir sjáv-
arútvegsfræðingar sem vinna
þar.“
Upp úr dúrnum kemur að
starfsheitið sjávarútvegsfræð-
ingur er ekki ennþá lögverndað,
en það er þá eftir einhverju að
fiska hvað það varðar, enda ekki
annað við hæfi þegar sérfræð-
ingar í einni af undirstöðuat-
vinnugreinum landsins eru ann-
ars vegar.
jonagnar@mbl.is
Góðærið er hjá okkur núna
Sjávarútvegsfræði hefur
verið kennd síðastliðin
25 ár við Auðlindadeild
Háskólans á Akureyri.
Námið er fjölbreytt og
gefur kost á ýmsum
störfum að því loknu,
segir Hreiðar Þór Valtýs-
son brautarstjóri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Undirbúningur "Við erum
fyrst og fremst að mennta
fólk fyrir atvinnulífið," segir
Hreiðar Þór Valtýsson, braut-
arstjóri í sjávarútvegsfræðum
við Háskólann á Akureyri.