Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað S íðasta vetur bauð Háskólinn í Reykjavík í fyrsta skipti upp á námsleiðina Stjórn- endur í sjávarútvegi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nám fyrir fólk í stjórnunar- stöðum í greininni en kennslan mið- ar að því að veita nemendum víð- tæka og hagnýta þekkingu á mörgu því sem á reynir í starfinu. Guðmunda Smáradóttir er for- stöðumaður Opna háskólans hjá HR og segir hún kennsluna fara fram í lotum svo að stunda má námið samhliða vinnu. „Kennt er tvisvar í mánuði, á fimmtudegi og föstudegi frá kl. 9-5, og hentar afar vel með vinnu. Við völdum að hafa kennsluna í lok vikunnar svo að auðveldara verði fyrir fólk á lands- byggðinni að koma til okkar án þess að trufli of mikið störf þess í heimabyggðinni. Ekki þarf að þreyta nein próf og náminu er eink- um ætlað að dusta rykið af þekk- ingunni, styrkja fólk faglega og bæta tengslanetið.“ Er kennt frá september fram í janúar og er námið samstarfsverk- efni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Er ætlast til þess að þátttakendur hafi að lágmarki þriggja ára stjórnunarreynslu og séu helst með haldbæra menntun. Komið er víða við í náminu. Þannig er fyrsta lotan tileinkuð straumlínustjórnun, en í þeirri næstu farið í samfélagslega ábyrgð og samningatækni. Breyt- ingastjórnun er líka tekin fyrir, sem og framsögn og ræðumennska. Loks fara nemendur í saumana á markaðsmálunum. Fjölbreyttar áskoranir Að sögn Guðmundu eru þetta allt atriði sem reynir á við stjórnun fyr- irtækis í sjávarútvegi. Þannig hafi t.d. sýnt sig að taka þarf samfélags- lega ábyrgð inn í dæmið við ákvarðanir í rekstrinum enda sjávarútvegsfyrirtækin oft burð- arstólpinn í atvinnulífi síns sam- félags. Er líka mikilvægt að hafa þekkingu á sviði breytingastjórn- unar enda greinin í stöðugri þróun og margir sem búast við aukinni samþjöppun í sjávarútvegi. Fram- sögn og ræðumennska skipta líka máli enda vill starf stjórnanda sjáv- arútvegsfyrirtækis oft kalla á viðtöl í fjölmiðlum. „Það gengur ýmislegt á í greininni. Stundum þarf að svara óþægilegum spurningum, eða stappa stálinu í starfsmenn. Stjórn- andinn þarf að geta verið undir það búinn að vera talsmaður síns fyr- irtækis,“ segir Guðmunda. Fást nemendur við raunhæf verkefni og námið er kryddað með heimsóknum í valin fyrirtæki. „En það sem gerist í matarhléunum og kaffipásunum er ekki síður mikil- vægt en það sem fer fram í kennslustofunum. Hafa nemendur talað um hvað þeim þyki gott að hafa þennan vettvang til að hitta kollega sína úr greininni; spjalla og viðra skoðanir sínar við annað fólk sem er að fást við svipuð viðfangs- efni,“ segir Guðmunda. ai@mbl.is Styrkjast faglega og efla tengslanetið Námsleið Háskólans í Reykjavík fyrir stjórn- endur í sjávarútvegi hef- ur farið vel af stað Morgunblaðið/Styrmir Kári Kraftar Sandra Kr. Ólafsdóttir verkefnastjóri og Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Opna háskólans. „Það sem gerist í matarhléunum og kaffipásunum er ekki síð- ur mikilvægt en það sem fer fram í kennslustofunum,“ segir Guðmunda. Í náminu kennir ýmissa grasa og áhersla lögð á að miðla þekkingu sem nýtist mjög vel í starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.