Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
HáþrýstidælurGufudælur
Öflugir vinnuþjarkar
Háþrýstistöðvar og dælur
HDC Classic
Háþrýstistöð fyrir 1-3
notendur
■ Vatnsflæði: 700-2000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HDC Standard
Háþrýstistöð fyrir 1-8
notendur
■ Vatnsflæði: 700-8000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HD 9/18-4 ST
Háþrýstistöð fyrir
1 notanda
■ Vatnsflæði: 460-900 l/klst
■ Þrýstingur: 40-180 bör
■ Hámarks hitastig: 70°c
Þ
að er margt sem laðar ferða-
menn til Íslands: óspillt
náttúran, fossar og gos-
hverir, fjörlegt næturlíf,
sætir hestar og … flökunarvélar?
Greina má merki þess að sjávar-
útvegurinn sé farinn að spila
stærra hlutverk í upplifun erlendra
ferðamanna af landinu. Eyrún Huld
Árnadóttir er viðburðastjóri hjá Ís-
lenska sjávarklasanum en þar er
tekið á móti fjölda erlenda gesta ár
hvert sem vilja kynna sér starfsem-
ina í Húsi sjávarklasans og á hafn-
arsvæðinu. Eyrún kemur auga á
áhugaverða möguleika við að tengja
saman þessar tvær helstu útflutn-
ingsgreinar landsins, fiskveiðarnar
og túrismann, og um leið skapa
tækifæri í alls kyns afleiddri þjón-
ustu.
Skoða og smakka
„Það kom til vegna eftirspurn-
arinnar að við hófum að taka móti
gestum í Húsi sjávarklasans og
byrjaði með áhuga fólks og fyr-
irtækja hér á landi sem og erlendis
frá. Má þar nefna ráðamenn fyr-
irtækja, nemendur, embættismenn
og fleiri aðila sem vildu kynna sér
það sem fram fer í húsinu. Ferð-
irnar sníðum við að hverjum hóp,
en alla jafna fela heimsóknirnar í
sér kynningu á Sjávarklasanum,
Húsi sjávarklasans og nýsköpun ís-
lensk sjávarútvegs. Sumir vilja al-
menna kynningu á íslenskum sjáv-
arútvegi og er ekkert mál að verða
við því. Gengið er með gesti um
húsið þar sem hin ýmsu fyrirtæki
sem hér starfa eru kynnt, og litið
inn hjá þeim fyrirtækjum sem gest-
irnir eru áhugasamastir um. Við
bjóðum upp á smakk á lýsi, súkku-
laði með sjávarsalti, harðfiski og
kollagenbombu, og erum með fulla
körfu af sjávartengdum vörum frá
frumkvöðlum og nýsköpunarfyr-
irtækjum á Íslandi sem við kynnum
og sýnum gestunum.“
Yfir sig heilluð af
vinnsluaðferðunum
Ferðirnar hafa stundum teygt sig
út fyrir húsið, s.s. niður að bryggju
þar sem fylgjast má með sjómönn-
um landa afla dagsins, og jafnvel út
fyrir borgarmörkin þar sem full-
komnar fiskvinnslur eru skoðaðar í
þaula. „Ferðirnar um Hús sjáv-
arklasans taka alla jafna um hálf-
tíma til klukkutíma en hafa farið
allt upp í þriggja daga ferðir. Á
dögunum fórum við til dæmis með
hóp í heimsókn til Vísis í Grindavík,
og komum einnig við í höf-
uðstöðvum Marel.“
Að sögn Eyrúnar væri áhugavert
að ganga enn lengra og byggja upp
sjávartengda ferðaþjónustu, t.d.
með reglulegum leiðsöguferðum um
hafnarsvæðið, máski með viðkomu í
Sjóminjasafninu og Hvalasafninu.
„Um milljón gestir heimsækja land-
ið árlega og ekki allir þeirra vilja
endilega skoða fossa eða kirkjur.
Þarna má finna fólk sem fylgist
heillað með þegar því er sagt frá og
sýnt hvernig íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki fullnýta aflann og veiða
fiskinn á umhverfisvænan og sjálf-
bæran hátt. Þeim finnst ótrúlegt að
sjá þær vörur sem við gerum úr
sjávarfangi, s.s. snyrtivörur, fæðu-
bótarefni og lækningavörur. Fólk
vill sjá hvaðan fiskurinn sem við
borðum kemur og hvernig vinnslu-
aðferðirnar tryggja gæðin með
vandaðri kælingu og fullkominni
snyrtingu.“
Hjá Húsi sjávarklasann er tekið
hóflegt gjald fyrir ferðirnar og sér
Eyrún fyrir sér að þjónusta við
ferðamenn gæti orðið ein af stoð-
unum í starfi sumra sjávarútvegs-
fyrirtækja, eða í það minnsta haft
jákvæð áhrif á nærsamfélagið.
Nefnir hún ferðaþjónustu á vín-
ræktarsvæðum sem dæmi, þar sem
það að taka á móti forvitnum gest-
um gefur framleiðendum bæði
tækifæri til að koma sínu vöru-
merki á framfæri en líka að varla
snýr nokkur gestur heim úr slíkri
ferð án þess að kaupa nokkrar vín-
flöskur til að taka með sér. „Þegar
fólk er búið að sjá hvernig varan
verður til er það þeim mun áhuga-
samara um að kaupa hana, hvort
sem um er að ræða þorskbita sem
steiktur er og borðaður á staðnum
eða eitthvað sem má taka með sér
og sýna vinum og vandamönnum
þegar heim er komið,“ segir hún.
„Hér hjá okkur höfum við selt lítinn
gjafapoka, sem við nefnum Gull og
gersemar hafsins. Hann hefur vakið
mikla lukku, en í honum má meðal
annars finna Pensím, sjávarsalt,
Omnom súkkulaði og kollagenduft.“
Fær fólk til að staldra við
Segir Eyrún að í smærri bæj-
arfélögum ætti að athuga með
hvaða hætti mætti tengja sjávar-
útveginn ferðaþjónustunni, og
reyna um leið að sjá hvað styður
hvað. „Kynnisferð um fiskvinnslu
og hafnarsvæði gæti verið það sem
þarf til að fá fleiri til að staldra við,
og dýpkar upplifun gesta af bæn-
um. Fisherman á Suðureyri er frá-
bært dæmi um slíkt. Lengri viðdvöl
getur svo þýtt að hótel, veitinga-
staðir og önnur fyrirtæki á svæðinu
fá til sín fleiri ferðamenn.“
ai@mbl.is
Sumir vilja ekki skoða fossa eða kirkjur
Sjávarútvegurinn er
farinn að spila hlutverk
í ferðaþjónustunni.
Innlendum sem erlend-
um gestum þykir gaman
að sjá hvernig greinin
starfar og eru áhuga-
samir um vöruna.
Morgunblaðið/Golli
Fjölbreytni Ferðamen á Skólavörðuholti. Sjávarútvegurinn er eitthvað sem óhætt
er að sýna erlendu gestunum og getur stutt við greinina á marga vegu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Markaður „Þarna má finna fólk sem fylgist heillað með þegar því er sagt frá og sýnt hvernig íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fullnýta aflann og veiða fiskinn á um-
hverfisvænan og sjálfbæran hátt,,“ segir Eyrún Huld Árnadóttir hjá Íslenska sjávarklasanum um möguleikana í sjávarútvegstengdri ferðaþjónustu.