Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 20
Helstu eiginleikar: • Breytileg tíðni sem býður upp á úrvinnslu á bæði nær- og fjærmynd á breiðbandsviði og fullkomnari mynd í kostun eða við togveiðar. • Hægt að læsa tækið á torfuna og láta það elta og fylgja henni sjálfvirkt eftir. • Innbyggður sjávarhitamælir. • Leitartíðnisviðið getur verið frá 130 kHz til 210 kHz. • Botnbúnaðurinn er einstaklega einfaldur í uppsetningu og frágang í skip. Helstu eiginleikar: • Hágæða dýptarmælir sem vinnur á breiðbandstíðnisviði. Tíðnisvið: TDM-052, 38-75 kHz, 130-210 kHz ef þar til gert botnstykki er valið. Sendiorka: 3 kw. • 4 mismunandi tíðnir á mismunandi rásum. • Einfaldur í allri notkun og notendavænt umhverfi. • Greining á botn og fisk við botninn er ein- stök og er eins og best verður á kosið. Djúpsjávarmælir sem ber af Yfirburðartæki á makrílveiðar Elcon ehf • Sími 552 9510 • elcon@simnet.is Fyrir skip og báta KDS-6000BB Hágæða sónar til Makrílveiða Hágæða dýptarmælir CVS-FX2 / FX2BB KODEN TIL SJÓS ER SKIPSTJÓRANS LJÓS 20 MORGUNBLAÐIÐ - með morgunkaffinu Á undanförnum árum hafa komið fram á sjónarsviðið, hvert á fætur öðru, fyr- irtæki sem framleiða verð- mætar vörur úr sjávarfangi sem áð- ur var lítils eða einskis virði. Hörður G. Kristinsson er rannsóknastjóri hjá Matís og segir hann að árangur fyrirtækjanna sem í dag vekja verðskuldaða at- hygli byggist á rannsóknum sem spönnuðu mörg ár, og jafnvel allt að tvo áratugi. „Síðustu tíu árin hefur nýting á aukaafurðum sjávarfangs tek- ist á flug, og bara á allra síðustu árum höfum við séð fjöldann allan af vörum koma á markað.“ Fyrirtækin eru hvert öðru efni- legra. „Við höfum t.d. Ensímtækni sem gerir vörur úr ensímum sem fengin eru úr þorskmögum. Það sem byrjaði sem rannsóknir uppi í Há- skóla Íslands er núna orðið að stönd- ugu fyrirtæki með mjög flotta vöru- línu og sem er m.a. seld inn á lækningavörumarkaðinn,“ segir Hörður. „Svo eru fyrirtæki á borð við Genís og Prímex sem vinna efni úr rækjuskel, bæði inn á fæðubót- arefnamarkaðinn og lækninga- vörumarkaðinn.“ Hörður nefnir líka Iceprotein á Sauðárkróki sem framleiðir peptíð með niðurbroti fiskpróteina. „Þau voru að setja nýja línu fæðubót- arefna á markað en peptíðin eru unnin úr afskurði sem fellur til við þorskvinnslu,“ segir Hörður. „Ekki má gleyma Kerecis sem gerir stoð- efni unnin úr þorski, og Marinox sem framleiðir andoxunarefni úr þangi; auðlind sem hefur verið sára- lítið nýtt hér á landi. Una Skinare og Taramar framleiða húðvörur sem nýta lífvirk efni úr þangi og síðan er vitaskuld Codland sem stefnir að vinnslu kollagens úr fiskroði.“ Gull í stað mjöls Er mjög forvitnilegt að skoða hversu verðmæta vöru má gera úr nær verðlausu hráefni sem áður fór í bræðslu eða var notað í dýrafóður. „Útkoman er vara sem er jafnvel hundraðfalt verðmætari. Verður þó að hafa í huga að áður en framleiðsla gat hafist þurfti að leggja út fyrir miklum rannsóknar- og þróun- arkostnaði, ganga frá öllum ferlum, gæta að gæðum og öryggi, og koma vörunni á markað. Mikilvægt er að hafa góða rannsóknasjóði til að styðja við þá uppbyggingu.“ Virðist framtíðin björt og mögu- leikarnir spennandi. „Það er mikil samvinna í greininni og að auki njóta lífefna- og líftæknifyrirtækin góðs af því að hafa greiðan aðgang að fyrsta flokks hráefni. Þú býrð ekki til heimsklassa peptíð eða kollagen nema hafa heimsklassa hráefni til að vinna úr.“ Matís hefur komið við sögu í flest- um, ef ekki öllum þeim verkefnum sem talin voru upp hér að ofan. Segir Hörður að hlutverk Matís hafi eink- um verið að veita aðstöðu fyrir, og aðstoð við, rannsóknir á fyrstu stig- um, liðssinna við uppskölun ferla og einnig að hjálpa við styrkumsóknir. „Með þessum fyrirtækjum sækjum við um fjármagn úr ýmsum sjóðum, bæði innlendum sjóðum eins og AVS-sjóðnum og Tækniþróun- arsjóði og stórum erlendum sjóðum og þau fá aðgang bæði að sérhæfð- um rannsóknatækjum og starfsfólki okkar.“ Svo virðist sem ævintýrið sé rétt að byrja og segir Hörður að mörg áhugaverð verkefni séu í pípunum þar sem nýstárlegri nálgun er beitt til að vinna verðmæti úr vannýttu sjávarfangi. Hann getur ekki farið nánar ofan í saumana enda bundinn trúnaði, en segir unnið að þróun á „hellingi“ af vörum, úr fiski, lindýr- um, þörungum og sjávarörverum. Þarf meiri kraft í markaðsmálin Aðspurður hvar helst mætti gera betur nefnir Hörður alþjóðlegu markaðssetninguna. Vísindalega þekkingin sé til staðar en við- skiptaþróun og markaðssetning nýju fyrirtækjanna er mjög sérhæfð og þurfi helst að fá þar erlenda sér- fræðinga að borðinu. „Þá væri gagn- legt að geta gert ítarlegri markaðs- rannsóknir áður en farið er út í rannsóknir af fullum krafti: að rann- saka ekki bara rannsóknanna vegna heldur reyna að sjá fyrir hvert markaðurinn stefnir og hverju neyt- endur eru að kalla eftir, bæði í dag og eftir fimm eða tíu ár.“ Segir Hörður að það myndi líka vera gagnlegt að hafa eins konar kjarnaskrifstofu sem aðstoðaði við að koma íslenskum uppfinningum á framfæri erlendis. „Í öðrum löndum má finna það sem kallað er „techno- logy transfer office“ sem hjálpar fyr- irtækjum og frumkvöðlum að koma sínum vörum og lausnum á mark- að,s.s. með ráðgjöf við gerð nýtinga- samninga.“ ai@mbl.is Geta gert úr hráefninu vöru sem er hundraðfalt verðmætari Á skömmum tíma hafa orðið til allmörg lífefna- og líftæknifyrirtæki sem búa til mikil verðmæti úr hráefni sem fellur til við fiskvinnslu. Morgunblaðið/Eggert Gullnáma Fiskverkakonur á Akranesi að störfum. Vísindamenn hafa fundið leiðir til að búa til dýrmæta vöru úr ýmsu sem fellur til í sjávarútveginum. Hörður G. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.