Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þ órir Bergsson rekur í dag tvo vinsæla veitingastaði í Reykjavík: Bergsson Mat- hús í Templarasundi og Bergsson RE úti á Granda. Þórir hefur alþjóðlega reynslu af veit- ingastaðarekstri en hann tók á sín- um tíma þátt í að stofna staðinn Laundromat Cafe í félagi við Frið- rik Weisshappel og fleira gott fólk. Þórir veit því sínu viti þegar hann segir að ferskleikinn í íslensku hrá- efni sé einstakur. „Hvíti fiskurinn okkar er alveg ótrúlega ferskur þegar hann kemur inn í eldhúsið og sömuleiðis er bleikju- og laxeldið að skila mjög góðri vöru. Í Danmörku var vissu- lega hægt að finna fisk í topp- gæðum, en það var erfiðara, og þá þurfti líka að borga meira fyrir hann.“ Þórir opnaði Bergsson Mathús árið 2012 en Bergsson RE á síð- asta ári. „Ég hafði gengið nokkuð lengi með þessa hugmynd í hausn- um, og jafnvel áður en ég kom að opnun Laundromat. Laundromat var skemmtilegt verkefni en ein- hvern veginn fannst mér það ekki nægilega mikið „mín hugmynd“. Ég vildi fylgja eigin sýn um að gera stað sem byði upp á einfaldan og góðan mat fyrir hinn almenna borgara og hægt væri að kalla réttina hollan og góðan skyndibita á fjölskylduvænu verði.“ Lýsir Þórir veitingastöðunum tveimur sem bröns- og hádeg- isverðarstöðum en þó er opið til klukkan níu öll kvöld. „Á milli fjög- ur og sex erum við með 2-fyrir-1- tilboð þar sem við klárum matinn sem hefur verið útbúinn yfir dag- inn og gefum fólki um leið tækifæri á að fara út að borða fyrir lítið.“ Fylgst með lífinu við höfnina Veitingastaðurinn á Grandagarði er á annarri hæð hússins sem í dag er kennt við Sjávarklasann. Þykir staðurinn mjög vel heppnaður, bjóða upp á einstaklega gott útsýni yfir hafnarsvæðið og miðborgina. „Hér má sjá fiskiskipin landa afl- anum, Hörpu og alla leið upp að Hallgrímskirkju. Innlendir jafnt sem erlendir gestir dást að útsýn- inu og sjá borgina frá nýju sjón- arhorni.“ Á Bergsson RE eru fleiri fisk- réttir á matseðlinum en á hinum staðnum og segir Þórir það með vilja gert. Vegna staðsetning- arinnar hafi Bergsson RE sterkari tengingu við sjávarútveginn og gaman að geta boðið gestum upp á fiskrétti í ýmsum útfærslum. Fiskurinn er líka það sem er- lendu ferðamennirnir vilja. Það orðspor loðir við Íslendinga að vilja helst af öllu panta sér lamb eða nautasteik þegar farið er á veit- ingastað en í huga margra útlend- inga er góður fiskréttur það allra fínasta sem panta má. „Fyrir þeim er fiskurinn sparimatur og eldaður á stórhátíðum. Þegar þetta fólk sér hafið umhverfis eyjuna okkar sér það gullkistu sem færir lands- mönnum besta hráefni sem völ er á.“ Íslendingarnir kunna líka að meta fiskinn og segir Þórir að stað- almyndin af íslenska gestinum sem pantar nautalund um leið og hann sest við borðið eigi ekki lengur við. „Metnaðarfullir veitingastaðir hafa fyrir löngu kennt landsmönnum að fiskur er fínn kvöldverðarréttur þegar farið er út að borða.“ Mætti auka fjölbreytnina Aðspurður hvað mætti gera betur nefnir Þórir að væri gott að sjá betra framboð á „sérstakara“ sjáv- arfangi. Nefnir hann í því tilliti ígulker, krækling og krabba. „Þetta er hráefni sem mætti lyfta upp á hærra plan gagnvart erlendu gestunum og spennandi kostur að hafa á matseðlinum. Það myndi auka á fjölbreytnina að hafa meira en bara hvítan og bleikan fisk á boðstólum og eflaust hægt að gera meiri verðmæti úr þessu hráefni ef það rataði inn á veitingastaðina frekar en á erlenda markaði. Ís- lendingar ættu líka að fá tækifæri til að kynnast gómsætum réttum úr sjávarfangi sem annars rata yf- irleitt ekki á diskinn hjá lands- mönnum. Þannig er t.d. verið að flytja út sæbjúgu til Kína í miklu magni en það er matur sem Íslend- ingar hafa til þessa varla viljað líta við.“ Í huga útlendinganna er fiskurinn sparimatur Fiskréttunum eru gerð góð skil á veitingastöð- um Þóris Bergssonar Morgunblaðið/Eggert Hugsjón Þórir vildi fylgja eigin sýn um að gera stað sem byði upp á einfaldan og góðan mat fyrir hinn almenna borgara. Úti í fiskbúð skal biðja um þorsk- hnakka eða löngu. Þegar heim er komið er fisk- urinn skorinn í temmilegar steik- ur og því næst hafist handa við að laga hvítvíns-smjörsósu: 2 skalottulaukar 200 ml hvítvín svartur pipar mulinn Þetta er soðið saman og niður þar til nærri allt er gufað upp. Þá er 150 ml af rjóma hellt út í, suð- unni leyft að koma upp og svo 200 g af köldu smjöri í teningum bætt rólega í. Ef töfrasproti er til er til- valið að nota hann í lokin. Sósan smökkuð til með salti og sítrónu- safa. Þegar sósan er klár er hægt að setja steikarpönnu yfir hita þar til hún er brennandi heit. Þá er olía sett á og fiskurinn því næst steikt- ur gullinbrúnn og snúið. Gott er að setja smjör á pönnuna og hella yfir fiskinn í u.þ.b. 3-5 mín. Fiskurinn tekinn af hita og bor- inn fram með t.d. kartöflum og grænmeti, að ógleymdri sósunni. Fiskur á einfaldan máta Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.