Morgunblaðið - 11.03.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum F
iskibátar úr smiðju Trefja í
Hafnarfirði hafa verið að
stækka og munar þar mest
um nýjustu breytingar á
smábátakerfinu þar sem nú má
vera með 30 tonna báta. Þótt ný-
smíði vegna þessa hafi verið róleg
í ár og í fyrra er stærsta viðfangs-
efni bátasmiðju Trefja fyrir inn-
lendan aðila um þessar mundir
smíði 30 tonna og 15 metra langs
báts af gerðinni Cleopatra 50.
Högni Bergþórsson, fram-
kvæmdastjóri Trefja, segir, að
verkefni sem þetta sé að umfangi
miklu stærra en smíði smærri
báta. „Þetta er álíka og smíði sex
til sjö báta sem við vorum að
framleiða í löngum bunum fyrir
áratug eða svo.“
Nýjasta bátinn fyrir innlenda
útgerð afhentu Trefjar kringum
síðustu áramót útgerðarfélaginu
Bergdísi á Tálknafirði. Þar er um
að ræða 22 tonna beitningavél-
arbát, Indriða Kristins BA 751,
sem er í krókaaflamarkskerfinu.
Hann er af nýrri gerð, Cleopatra
40B, sem er sérhönnuð undir 12
metra mark. Hann er búinn bylt-
ingarkenndum stöðugleikabúnaði
sem dregur mjög úr veltingi.
Fylgir sögunni að báturinn hafi
rokfiskað í fyrstu túrunum.
Enn nýrri er þó Tranøy, 11
metra Cleopatra 36B með beitn-
ingarvél, sem í lok janúar var af-
hent útgerðarfélaginu West Atl-
antic AS í Tromsø í Noregi. Er
þar um að ræða nýtt bátsmódel
sem sérhannað var inn í undir 11
metra veiðikerfið í Noregi. Að út-
gerðinni stendur Bjarni Sigurðs-
son, Íslendingur sem verið hefur
búsettur í Noregi í áratugi. Högni
segir að Noregur sé stærsti út-
flutningsmarkaður Trefja á meg-
inlandi Evrópu, þar á eftir koma
Frakkland og Bretland. „Það eru
rosalega margir Íslendingar í
sjávarútvegi í Noregi og af því
njótum við góðs. Það hefur eig-
inlega verið landflótti af sjómönn-
um til Noregs, tækifæri hafa ekki
verið fyrir hendi fyrir marga
þeirra hér á landi. Það er mjög
mikið af góðum sjómönnum á Ís-
landi og það virðist ekki vera
pláss fyrir alla hér innanlands. Við
höfum selt þónokkuð af bátum til
Noregs til fyrirtækja sem eru
annaðhvort alfarið í eigu Íslend-
inga eða að hluta til,“ segir Högni.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar frá því Trefjar hófu starfsemi
árið 1977 með einum starfsmanni.
Umsvifin hafa aukist ár frá ári og
hefur fyrirtækið á þessum tíma
framleitt rúmlega 400 báta, sem
farið hafa stækkandi. Þeirri þró-
un, bátastærðinni, hafa ráðið ann-
ars vegar nýjar kröfur á markaði
fyrir sjávarafurðir breytingar á
veiðistjórnkerfum, bæði innan-
lands sem utan.
„Við erum akkúrat næsta haust
að afhenda bát sem er með smíða-
númerið 400. Þeir hafa stækkað
meðal annars vegna framþróunar í
veiðitækni sem kallað hefur á nýja
hönnun og meiri hraða við veiði-
skapinn annars konar meðferð
Mikið vatn er til sjávar runnið frá því Trefjar hófu starfsemi árið 1977 með einum starfsmanni. Umsvifin hafa
aukist ár frá ári og hefur fyrirtækið á þessum tíma framleitt rúmlega 400 báta, sem farið hafa stækkandi.
Yfirsýn Í stýrishúsi Indriða Kristins BA-751. Þar gefur að líta nýjustu tækni til
veiða. Á skjánum hefur skipstjóri m.a. yfirsýn yfir alla starfsemi í bátnum.
Ljósmynd/Trefjar
Flaggskip Indriði Kristins BA-751 er
splunkunýr frá áramótum og hefur
rokfiskað á þeim stutta tíma sem hann
hefur verið á sjó. Hann er af nýrri gerð,
Cleopatra 40B, sem er sérhönnuð und-
ir 12 metra mark. Hann er búinn bylt-
ingarkenndum stöðugleikabúnaði sem
dregur mjög úr veltingi.
Bátarnir stækka hjá Trefjum