Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórnvöldum ber að bregðast við
tilboði Garðabæjar og skoða „hvort
ekki sé best, í ljósi allra aðstæðna,
að ráðast í byggingu nýs Landspít-
ala við Vífilsstaði,“ skrifar Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra. Hann birti í gær
grein á heimasíðu sinni (sigmund-
urdavid.is) sem ber yfirskriftina
„NÝR Landspítali“.
Þar vísar hann í Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóra í Garðabæ, í
Morgunblaðinu í gær sem benti á
lóðir sem gætu hentað fyrir nýtt
sjúkrahús og lýsti vilja til sam-
starfs við ríkið um byggingu spít-
alans.
Sigmundur Davíð bendir í grein
sinni á að ekki hafi verið samstaða
um spítalamálið á Alþingi. Einungis
hafi náðst samstaða um að ráðast í
nauðsynlegar endurbætur á hús-
næði Landspítalans við Hring-
braut.
„Á undanförnum árum hef ég oft
lýst þeirri skoðun að ég teldi æski-
legt að reisa nýjan Landspítala
annars staðar en við Hringbraut,“
skrifar forsætisráðherrann. Hann
segir að ýmsar breytingar sem orð-
ið hafa á undanförnum árum hafi
aukið kosti þess að endurskoða
áform um staðsetningu spítalans.
Engu að síður hafi hann haft þá
stefnu að gera ekkert sem leitt
gæti til tafa á nauðsynlegum úrbót-
um við Hringbraut og ekki viljað
tefja uppbyggingu.
Sigmundur Davíð bendir á að
tekist hafi að endurreisa efnahag
landsins og því séum við að verða í
stakk búin til að ráðast í það lang-
þráða stórvirki að byggja nýjan
Landspítala. Nú sé gert ráð fyrir
að framkvæmdir hefjist 2019 en
unnið verði að hönnun fram að því.
Tími til að skoða aðra kosti
„Nú er því rétti tíminn til að
ræða hvort aðrir kostir kunni að
vera betri en Hringbraut miðað við
núverandi aðstæður, það sem hefur
breyst og það sem við höfum lært á
síðustu fimmtán árum,“ skrifar Sig-
mundur Davíð.
Hann nefnir
nokkra staði sem
gætu hentað vel
fyrir nýjan
Landspítala. T.d.
land Keldna, við
Borgarspítalann
og Víðidal. Fleiri
staðir hafi verið
nefndir, sérstak-
lega Vífilsstaðir.
Sigmundur Davíð bendir á að aðrir
staðir en Vífilsstaðir séu í landi
Reykjavíkur. Borgaryfirvöld hafi
lagst þvert gegn öllum tilraunum
til að endurskoða staðsetningu spít-
alans innan borgarinnar. Bæjaryf-
irvöld í Garðabæ hafi hins vegar
lýst sig fús til samstarfs um bygg-
ingu nýs Landspítala við Vífilsstaði.
Rask og hávaði næstu árin
Þá fjallar Sigmundur Davíð um
húsakost Landspítalans við Hring-
braut og hvað fylgja muni miklum
framkvæmdum þar. Hann bendir á
að húsakosturinn við Hringbraut
virðist vera í miklu verra ástandi
og henta mun verr en ráð var fyrir
gert þegar forsendur staðarvals
byggðust á mikilvægi þess að nýta
gamla húsnæðið. „Varla líður sú
vika að ekki séu sagðar fréttir af
myglu, maurum, músum eða öðrum
plágum sem herja á spítalann. Svo
ekki sé minnst á hvað húsnæðið er
allt orðið lélegt og óhentugt. Af
fréttum að dæma virðist vandfund-
in sú starfsemi sem hentar jafnilla í
núverandi húsnæði Landspítalans
við Hringbraut og sjúkrahúsrekst-
ur,“ skrifar Sigmundur Davíð.
Hann segir ljóst að sjúklingar,
gestir og starfsfólk spítalans muni
búa við viðvarandi rask og hávaða
árum saman verði nýr spítali
byggður upp á lóðinni. Auk þess
verði mikil umferð vörubíla og
steypubíla og stórvirkar vinnuvélar
verði þar að störfum. Hávaði og
ryk muni einkenna lífið á spítalan-
um. Þá sé staðsetning spítalans
„utarlega á nesi þar sem burðar-
geta umferðaræða er löngu sprung-
in“ óhentug.
Sigmundur Davíð bendir á að á
Vífilsstöðum væri hægt að hanna
og byggja nýjan spítala frá grunni.
Verkefnið gæti farið á fullan skrið
að hönnun lokinni. Hagkvæmni
þess að fara í slíkt verkefni væri
ótvíræð. Starfsemin við Hringbraut
héldi áfram ótrufluð þar til flutt
yrði í nýjan spítala. Þá bendir for-
sætisráðherrann á að verðmæti
fasteigna og lóða í miðbæ Reykja-
víkur hafi aukist mikið.
„Með því að selja húsnæði og
lóðir gætu ríki og borg náð tug-
milljarða tekjum. Þessar tekjur
gæti ríkissjóður nýtt til að standa
straum af umtalsverðum hluta
byggingarkostnaðar nýs spítala.“
Endurskoða þarf staðsetninguna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að stjórnvöld eigi að skoða hvort reisa eigi
Landspítala við Vífilsstaði Telur tímabært að skoða hvort aðrir staðir henti betur en Hringbraut
Teikning/C.F. Möller
Hugmynd „Spítali þarf ekki að líta út eins og höfuðstöðvar Stasi,“ skrifaði forsætisráðherra og birti þessa mynd.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við förum fram á að gerð verð ný staðarvals-
greining fyrir hátæknisjúkrahúsið. Þar verði
leiddir saman sérfræðingar á borð við skipu-
lagsfræðinga, sjúkraflutningamenn, þyrlu-
flugmenn, verkfræðinga, viðskiptafræðinga
og umferðarsérfræðinga sem skoði málið fag-
lega,“ sagði Guðjón Sigurbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á
betri stað. Hann sagði að ákvörðunin um stað-
arval hátæknisjúkrahúss við Hringbraut væri
umdeild. Málið varðaði alla þjóðina til langs
tíma. Því væri eðlilegast að kjósa um stað-
setninguna að undangenginni staðarvalsgrein-
ingu.
Samtök um betri spítala á betri stað fólu
MMR að gera tvær kann-
anir síðastliðið sumar. Í
þeirri fyrri var opin spurn-
ing um staðsetningu nýs
spítala. Rétt um 30% vildu
hafa hann við Hringbraut
en um 70% völdu aðra
staði. Til að fá skýrari nið-
urstöðu kannaði MMR af-
stöðu fólks til tveggja vin-
sælustu staðanna, þ.e.
Hringbrautar eða Vífils-
staða. Í seinni könnuninni varð niðurstaðan sú
að 59% vildu hafa spítalann við Vífilsstaði en
41% við Hringbraut.
„Það má telja mjög merkilega niðurstöðu
því þá lá ekki fyrir það sem Gunnar Einars-
son, bæjarstjóri í Garðabæ, hefur nú lagt
fram um hátæknisjúkrahús við Vífilsstaði,“
sagði Guðjón. Hann sagði að í staðarvals-
greiningu þyrfti að meta ýmsa þætti. Meta
þyrfti kostnað við að byggja á viðkomandi
stað. Guðjón sagði kostnaðarsamara að
byggja á lóð Landspítalans við Hringbraut en
á nýrri lóð. Auk þess væri kostnaður við end-
urbyggingu gamalla bygginga Landspítalans
líklega stórkostlega vanmetinn.
„Það er talað um að kostnaðurinn við end-
urbyggingu gömlu bygginganna verði 1⁄5 af því
að byggja nýtt miðað við sömu fermetratölu. Í
reynd fer það að endurbyggja gamalt stund-
um fram úr kostnaðinum við að byggja nýtt,“
sagði Guðjón. Einnig þurfi að taka til greina
söluverðmæti eigna sem losna við Hringbraut
og kostnað við rekstur og viðhald. Það verði
miklu ódýrara að reka nýja byggingu en sam-
bland af nýjum og gömlum byggingum.
Ferðatími sjúkrabíla þarf að vera sem
minnstur. Um 100-200 sjúkrabílar munu
koma að spítalanum á sólarhring eftir að
hann verður sameinaður á einum stað. Guð-
jón sagði að þyrlupallur væri teiknaður ofan
á einni nýbyggingunni við Hringbraut. Til að
nýta slíka lendingaraðstöðu þurfi allar þyrlur
Landhelgisgæslunnar að vera þannig útbún-
ar að þær hrapi ekki þótt einn mótor þeirra
bili. Slíkar þyrlur kosti 2-3 sinnum meira en
þær þyrlur sem Landhelgisgæslan notar nú.
Þá þurfi að reikna með ferðakostnaði
starfsfólks, gesta og sjúklinga. Taka verði til
greina að um 70% íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu búi á austurhluta svæðisins þaðan sem
greiðfærara sé t.d. til Vífilsstaða en niður á
Hringbraut.
Guðjón
Sigurbjartsson
Vilja að gerð verði ný staðarvalsgreining
Meðalaldur við greiningu er um 70 ár og meinið
er sjaldgæft hjá körlum undir fimmtugu.
Upplýsingar um einkenni eru á mottumars.is eða
hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
í síma 800 4040.
ERT ÞÚ AÐ FARAST
ÚR KARLMENNSKU?
Taktu virkan þátt í baráttunni og
vertu velunnari. Hringdu í síma:
eða skráðu þig á mottumars.is
571 5111
LÆRÐU AÐ ÞEKKJA EINKENNIN. ÞAÐ ER EKKERT MÁL.
#mottumars #karlmennska