Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Morgunblaðið/Eggert Skóli Börnin velja sér ávexti og grænmeti í matartímanum. Evrópusambandið hefur ákveðið að ráðast í markaðsátak til að auka að- gang skólabarna í aðildarríkjunum að mjólk, ávöxtum og grænmeti. Jafnframt verður veitt fræðsla um hollustu matar. Hér á landi eru þess- ar afurðir ekki niðurgreiddar sér- staklega til skóla. Evrópusambandið mun auka framlög sín til mjólkur, grænmetis og ávaxta í skólum og verða fram- lögin um 35 milljarðar á ári þegar nýja áætlunin kemur til fram- kvæmda eftir mitt næsta ár. Reynt er að koma í veg fyrir að einstök ríki beiti niðurskurðarhnífnum á þessi útgjöld eða nýti framlögin í annað. Mjólkursamsalan hefur boðið skólamötuneytum kælivélar til að geta boðið börnunum kalda mjólk og hefur vakið athygli á alþjóðlega skólamjólkurdeginum með ókeypis mjólk og teiknimyndasamkeppni. Björn S. Gunnarsson, vöruþróun- arstjóri MS, segir engar sérstakar niðurgreiðslur hér á landi vegna skólamjólkur. Hann bendir á að mjólkurneysla hér sé í grunninn góð og kannski ekki sama þörf á sér- stökum aðgerðum og í ýmsum öðr- um löndum. Yfir vetrarmánuðina verja börnin meirihluta dags í skóla eða á frí- stundaheimilum. Þess vegna gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur barna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Landlæknisembættið hefur veitt skólamötuneytum ýmsar upplýs- ingar til að stuðla að þessari þróun. Meðal annars hefur verið gefin út handbók fyrir skólamötuneyti til að auðvelda starfsfólki að bjóða börn- um hollan og góðan mat. Ráðlagt er að hafa grænmeti, hrátt og/eða soð- ið, með öllum hádegismat. Ávexti og grænmeti í morgunhressingu og síð- degishressingu. Einnig er sagt til- valið að bjóða upp á ávexti eftir há- degisverð. Til drykkjar skuli boðið kalt vatn og léttmjólk með sem flest- um máltíðum. helgi@mbl.is Ota mjólk og grænmeti að skólabörnum  ESB reynir að auka hollustu skólamatar  Ekki sérstakar niðurgreiðslur hér Árni Gunnarsson var kjörinn for- maður Rauða krossins í Reykja- vík á fjölmennum aðalfundi deild- arinnar í fyrra- kvöld. Árni hefur verið gjaldkeri stjórnar síðasta árið og áður sinnt fjölbreyttri stjórnarsetu fyrir Rauða krossinn. Í tilkynningu segir m.a. að veruleg umskipti hafi verið í deild- inni og í vetur samþykkt skýr stefna um hjálparstarf í borginni. Í fyrra fjölgaði verulega konum sem leita í Konukot, athvarf Rauða krossins í Reykjavík fyrir heimilislausar kon- ur. Þær voru 91 í fyrra en voru 59 árið 2014. Nýr formaður Rauða krossins í Reykjavík kjörinn á aðalfundi Árni Gunnarsson Pétur Magnús- son, forstjóri Hrafnistu, var kjörinn formað- ur Samtaka fyr- irtækja í velferð- arþjónustu (SFV) á aðalfundi sam- takanna. Tekur hann við for- mennsku af Gísla Páli Pálssyni, forstjóra Markar, sem verið hefur formaður í átta ár og gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu. Nýja stjórn SFV skipa nú Anna Birna Jensdóttir f.h. Sóltúns, Ásgerður Th. Björnsdóttir f.h. SÁÁ, Björn Bjarki Þorsteins- son f.h. Brákarhlíðar í Borgarnesi, Brynjar Þórsson f.h. NLFÍ, Mar- grét Árdís Ósvaldsdóttir f.h. Selja- hlíðar, Pétur Magnússon f.h. Sjó- mannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, og Sveinn Magnússon f.h. Eirar. Kjörinn nýr formað- ur SFV á aðalfundi Pétur Magnússon Næsti morgun- fundur forvarna- verkefnisins Náum áttum verður á Grand hóteli miðviku- daginn 16. mars kl. 8.15 til 10.00. Fjallað verður um barnavernd og forvarnavinnu í leikskólum og hvernig leikskólar hafa tækifæri til að leiðbeina börnum og foreldrum m.a. gegn einelti. Fyrirlesarar verða Linda Hrönn Þórisdóttir, leikskólastjóri á Kópahvoli, Mar- grét Júlía Rafnsdóttir, verkefna- stjóri hjá Barnaheillum, Rakel Ýr Ísaksen, leikskólakennari á Álfa- heiði, og Jenný Ingudóttir, verk- efnastjóri hjá Embætti landlæknis. Á fundinum verður m.a. kynnt Vin- áttuverkefni Barnaheilla sem ný- lega var tekið í notkun en nú eru 30 leikskólar þátttakendur og hafa hátt í 200 starfsmenn leikskóla sótt Vináttunámskeið. Barnavernd og for- varnir í leikskólum Skissustund fyrir alla fjölskylduna Í dagmilli kl. 13 og 16 býðst allri fjölskyldunni að gera eigin skissurmeð leiðbeiningum frá snjöllum hönnuðum í Arion banka, Borgartúni 19. Skissugögn á staðnum. Í tilefni af HönnunarMars sýna íslenskir hönnuðir og arkitektar skissurnar sínar í Borgartúni 19 og veita innsýn í hvernig hugmyndir verða til og öðlast form. Sýningin er opin um helginamilli kl. 13 og 17. Allir velkomnir – kaffiveitingar í boði. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6 -0 8 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.