Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 RÚGBRAUÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Donald Trump, sem sækist eftir út- nefningu bandaríska Repúblikana- flokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum næsta haust, barst liðsauki í gær þegar tauga- skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við hann. Carson sóttist einnig eftir því að verða for- setaefni repúblikana og naut um tíma mikils fylgis samkvæmt skoð- anakönnunum. Var jafnvel talið að hann gæti skákað Trump áður en fylgið við hann fór að dragast sam- an. Carson hætti síðan þátttöku í forvalinu í byrjun þessa mánaðar. Carson sagði í gær að þeir Trump hefðu grafið stríðsöxina en þegar slagurinn virtist á milli þeirra tveggja um tíma tókust þeir mjög harkalega á. Lýsti Carson Trump sem mjög greindum ein- staklingi og sagði að hann væri allt öðruvísi á sviðinu og í persónu. Ut- an sviðsins væri hann mjög við- kunnanlegur og hægt að setjast niður með honum og eiga við hann góðar samræður. Trump annt um Bandaríkin Carson sagði ljóst að Trump bæri hagsmuni Bandaríkjanna mjög fyr- ir brjósti. Lagði hann áherslu á að forsetakosningarnar snerust hvorki um hann né Trump heldur um Bandaríkin. Sagðist hann hafa átt- að sig á því þegar hann hefði rætt við Trump að þeir ættu miklu meira sameiginlegt en hann hefði áður gert sér grein fyrir. Trump fór að sama skapi fallegum orðum um Carson og sagði að hann væri ein- staklingur sem allir bæri virðingu fyrir og allir vildu að styddu sig. Áður hafði Chris Christie, ríkis- stjóri New Jersey, lýst yfir stuðn- ingi við Trump en hann gaf einnig kost á sér í forvali repúblikana áður en hann ákvað að hætta þátttöku fyrir um mánuði. Flest virðist benda til þess að Trump verði frambjóðandi Repú- blikanaflokksins í forsetakosning- unum en fyrir utan hann eru öld- ungadeildarþingmennirnir Ted Cruz og Marco Rubio enn í fram- boði í forvalinu. Kosningar verða í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn og þá má gera ráð fyr- ir að línur fari mjög að skýrast. Hafa grafið stríðsöxina  Taugaskurðlæknirinn Ben Carson lýsti í gær yfir stuðningi við Donald Trump  Var áður keppinautur Trumps  Segir Trump vera greindan einstakling AFP Stuðningur Ben Carson tekur í hönd Donalds Trumps eftir að hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali repúblikana. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Skiptar skoðanir eru á meðal ríkja Evrópusambandsins um sam- komulag sem sambandið gerði við stjórnvöld í Tyrklandi fyrr í vikunni og ætlað er að taka á flóttamanna- vandanum í álfunni. Hafa meðal annars komið fram efasemdir um að samkomulagið standist al- þjóðalög sem og um þann hluta þess sem snýst um að veita tyrk- neskum ríkisborgurum aðgang að Schengen-svæðinu án vegabréfs- áritunar í samtals 90 daga í senn sem taka á gildi í júní í sumar. Samkomulagið gengur ennfremur út á að Evrópusambandið greiði Tyrkjum háar fjárhæðir til þess að taka á móti flóttamönnum sem koma til Tyrklands og koma sömu- leiðis í veg fyrir að þeir reyni að komast áfram til ríkja sambandsins. Þá verða tekin frekari skref í aðild- arferli Tyrklands að Evrópusam- bandinu að kröfu tyrkneskra stjórnvalda en Tyrkir sóttu upp- haflega um inngöngu í sambandið fyrir tæpum þremur áratugum. Þurfa að uppfylla 72 skilyrði Kjarni samkomulagsins gengur út á það að Tyrkir taki aftur við fólki sem farið hefur með ólögmæt- um hætti frá Tyrklandi til Grikk- lands og annarra ríkja Evrópusam- bandsins. Ennfremur er gert ráð fyrir að fram fari skipti á sýrlensk- um flóttamönnum í Tyrklandi og í Grikklandi. Vonast ráðamenn sam- bandsins til þess að þessi aðgerð dragi úr fólki að reyna að komast til ríkja þess og leita í því skyni á náðir vafasamra aðila sem leggja fyrir sig smygl á fólki. Hafa for- ystumenn innan Evrópusambands- ins lagt á það ríka áherslu að Tyrk- land verði lýst öruggt fyrir flótta- fólk. Tyrknesk stjórnvöld verða að uppfylla 72 skilyrði framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins áður en Tyrkjum verður veittur aðgang- ur að Schengen-svæðinu án vega- bréfaáritunar. Þegar hafa verið uppfyllt 35 skilyrði samkvæmt frétt Euobserver. Framkvæmdastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé bjart- sýn á að Tyrkir uppfylli öll skilyrð- in tímanlega en hefur sömuleiðis tekið fram að ekki verði veittur neinn afsláttur í þeim efnum. Forystumenn Evrópusambands- ins hafa lýst því yfir að með aðgerð- unum verði leið flóttamanna og förufólks upp Balkanskagann til ríkja sambandsins lokað. Óvíst er hvort sú verður raunin en í kjölfar- ið hafa vaknað áhyggjur af því að reynt verði að komast eftir öðrum leiðum til Evrópusambandsins. Til að mynda frá Albaníu og yfir Adría- hafið til Ítalíu. Ítalski sjóherinn hef- ur þó fullyrt að sú leið verði ekki fær. Ekki síst með þeim rökum að landamæragæsla sé tekin föstum tökum af yfirvöldum í Albaníu. Bent á framkomuna við Kúrda Fram kemur í frétt AFP að eng- an veginn sé þannig ljóst hvort samkomulagið verði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins. Ým- islegt spilar þar inn í. Stjórnvöld á Kýpur hafa til að mynda lýst efa- semdum sínum um áform um að setja aukinn slagkraft í aðildarferli Tyrkja að sambandinu. Einnig hef- ur verið sett stórt spurningarmerki við frammistöðu stjórnvalda í Tyrk- landi í mannréttindamálum. Hefur til að mynda verið vísað til fram- göngu þeirra í garð Kúrda í landinu og ákvörðunar tyrkneskra ráða- manna á dögunum að taka yfir stjórn fjölmiðils sem hafi verið gagnrýninn á stjórnvöld. Deilt um samkomulagið  Alls óvíst er hvort ríki ESB fallast á samkomulag við stjórnvöld í Tyrklandi vegna flóttamannavandans AFP Leiðtogar Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, og Angela Mer- kel, kanslari Þýskalands, standa meðal annarra að samkomulaginu. Fyrrverandi aðstoðarmaður Vladim- írs Pútíns, forseta Rússlands, sem fannst látinn á hótelherbergi í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna í nóvember, lést af völdum höf- uðáverka. Þetta kemur fram í niður- stöðu réttarmeinafræðings en áður höfðu ríkisfjölmiðlar Rússlands greint frá því að maðurinn, Mikhail Lesin, hefði látist af völdum hjarta- áfalls. Bandaríska dagblaðið Wash- ington Post greindi frá þessu í gær. Í samtali við blaðið vildi talsmaður lögreglunnar, Dustin Sternbeck, ekki tjá sig um það hvort niðurstöð- urnar bentu til þess að Lesin, sem var 57 ára þegar hann lést, hefði orð- ið fyrir árás. Lét hann nægja að segja að rannsókn málsins væri ekki lokið. hjortur@mbl.is Lést af völdum höfuð- áverka en ekki hjartaáfalls AFP Forseti Maðurinn starfaði fyrir Pútín. Vel fór á með þeim Barack Obama Bandaríkjaforseta og Justin Tru- deau, forsætisráðherra Kanada, þegar þeir funduðu í Washingon, höfuðborg Bandaríkjanna, fyrir helgi. Obama sagði þá hugmynda- fræðilega samherja í ræðu sem hann flutti við hátíðarkvöldverð á fimmtudagskvöldið. Þeir deildu þeirri trú að mál eins og heilsu- gæsla og hnattræn hlýnun skiptu miklu máli. Trudeau tók undir þetta og hrós- aði Obama í hástert. Voru leiðtog- arnir sammála um að tengsl Banda- ríkjanna og Kanada væru sterk. Bætti kanadíski forsætisráðherr- ann um betur og sagði samband landanna vera einstakt í heiminum. Sammæltust þeir um samstarf m.a. í umhverfismálum og í málefnum norðurslóða. Hins vegar hefur Tru- deau þvertekið fyrir að hafa að engu kosningaloforð um að kalla heim kanadískar orrustuþotur frá Írak, en bandarísk stjórnvöld hafa viljað að þoturnar yrðu þar áfram. hjortur@mbl.is OBAMA OG TRUDEAU FUNDUÐU AFP Skál Barack Obama og Justin Trudeau Vilja samstarf í mál- efnum norðurslóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.