Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Selfosskirkja og starfið hér er
ákveðinn miðdepill í bæjarlífinu á Sel-
fossi. Kirkjusókn – hvort sem það eru
messur eða aðrir þættir í starfi okkar
– er góð. Fólk lætur það í ljós á svo
margan hátt að kirkjan skiptir það
máli. Og hver veit nema staðsetning
kirkjunnar hafi hér sitt að segja.
Guðshúsið sem stendur á bökkum
Ölfusár blasir við öllum sem hér fara
um og fyrir vikið er það áberandi
hluti af bæjarmyndinni,“ segir séra
Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur
á Selfossi.
Þessa dagana er haldið upp á 60
ára afmæli Selfosskirkju, sem hafist
var handa um að byggja árið 1952 og
hún svo vígð á pálmasunnudag 1956,
það er 25. mars. Arkitekt kirkjunnar
var Bjarni Pálsson byggingafulltrúi,
en hann teiknaði fjölda bygginga á
Selfossi á þessum árum og er í mörgu
tilliti húsameistari bæjarins. Guð-
mundur Sveinsson var aðalsmiður.
Sígilt messuform
„Það er mikilvægt að kirkjan komi
alltaf til móts við fólk í aðstæðum sín-
um eins og við gerum hér á Selfossi.
Hér fylgjum við að jafnaði hinu sí-
gilda messuformi sem sr. Sigurður
Pálsson átti svo ríkan þátt í að móta.
Fjóra morgna í viku hér sunginn tíða-
söngur. Svo er allt hitt barna- og
æskulýðsstarfið, tónlistarstarfið og
annað fjölbreytt safnaðarstarf. Í
kirkjunni iðar allt af lífi frá morgni til
kvölds og það er gaman að vera þátt-
takandi í þessu starfi,“ segir sr. Guð-
björg Arnardóttir sem er fædd og
uppalin á Selfossi. Hún tók við emb-
ætti sóknarprests á síðasta ári. Prest-
ur við hennar hlið er séra Ninna Sif
Svavarsdóttir.
Veigamikið hlutverk
„Hlutverk kirkjunnar í þessu sam-
félagi er veigamikið,“ segir Björn
Ingi Gíslason, formaður sóknar-
nefndar Selfosskirkju. „Öll þátttaka í
almennu starfi kirkjunnar og góð
messusókn svarar því. Þá er öflugt
kórastarf barna, unglinga og kirkju-
kórs liður í mannrækt sem styrkir
mannlífið. Það er íbúum þessa sam-
félags og ekki síður kirkjunni mik-
ilvægt að starfið eflist með gagn-
kvæmu trausti. Við höfum á að skipa
góðu starfsfólki og sem leggur sig
fram. Á tímamótum sem þessum
gefst tækifæri til að halda á lofti nafni
þess fólks sem mikið hefur starfað í
kirkjunni. Og það gerum við með því
að sýna myndir og muni sem tengjast
kirkjunni við ýmsar þær athafnir sem
nú eru framundan.“
Kirkjan er miðdepill í bæjarmynd
Hátíðardagskrá næstu vikuna í tilefni af 60 ára afmæli Selfosskirkju Mikil messusókn og góð
þátttaka Starfið eflist með gagnkvæmu trausti Iðandi líf í kirkjunni frá morgni og fram á kvöld
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Kirkjan Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og sóknarpresturinn sr. Guðbjörg Arnardóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ölfusá Allt vex, grænkar og dafnar
og kirkjan er þekkt kennileiti.
Um síðastliðin áramót voru lands-
menn 332.529 og hafði fjölgað um
3.429 frá í ársbyrjun 2015. Þetta
jafngildir fjölgun um 1%. Konum og
körlum fjölgaði nokkuð jafnt, en
karlarnir voru þó 2.011 fleiri. Þetta
kemur fram í nýjum tölum frá Hag-
stofu Íslands.
Vestfirðingar halda á brott
Mikil fólksfjölgun var á höfuð-
borgarsvæðinu, eða um 2.333 manns
milli ára. Það er 1,1% fjölgun á einu
ári. Hlutfallslega var fjölgunin mest
á Suðurnesjum, 2,2%, eða 483 frá
síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á
Suðurlandi, um 445 manns eða 1,8%.
Vestlendingum fjölgaði um um 200,
eða 1,2%.
Fólki fækkaði á þremur landsvæð-
um. Alls 1,2% Vestfirðinga héldu á
brott eða 87 manns, á Austurlandi
fækkaði um 44 (0,3%) og á Norður-
landi vestra um tvo (0,1%).
Þéttbýlisfólki fjölgar
Nú í byrjun ársins voru 74 sveitar-
félög á landinu. Sveitarfélögin eru
misstór bæði að landsvæði og íbúa-
tölu. Í sex sveitarfélögum eru íbú-
arnir 100 eða færri, en undir 1.000 í
41 sveitarfélagi. Í aðeins níu sveit-
arfélögum bjuggu fleiri en 5.000
manns.
Á alls 61 þéttbýlisstað úti á landi
voru 200 íbúar eða færri. Auk þeirra
voru 35 smærri staðir með 50-199
íbúar. Í þéttbýli bjuggu 311.850
manns þann 1. janúar síðastliðinn
eða 93,6% þjóðarinnar. Þéttbýlis-
fólki fjölgaði um 3.335 milli ára. Í
dreifbýli og smærri byggðakjörnum
bjuggu 20.679 manns. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grenivík Dæmigerður lítill bær þar
sem sjávarútvegur og þjónusta við
sveitirnar í kring er undirstaðan.
93,6% þjóðarinnar
búa í þéttbýlinu
Landsmönnum fjölgar um 1% milli
ára 35 staðir með innan við 200 íbúa
Þau tímamót að Selfosskirkja sé 60 ára eru
stór og margt er því gert til hátíðarbrigða. Á
morgun, sunnudag, er fjölskylduguðsþjón-
usta í Selfosskirkju kl. 11.00, en slíkar
messur eru haldnar í kirkjunni einu sinni í
mánuði. Annað kvöld er svo kvöldmessa
með léttu yfirbragði. Í næstu viku verður
fjölbreytt dagskrá á hverjum degi í tilefni
afmælisins. Má þar meðal annars nefna
sögugöngu um kirkjuna og kirkjugarðinn á
mánudag og á miðvikudagskvöld verður
haldin samkoma tileinkuð sr. Sigurði Páls-
syni og konu hans Stefaníu Gissurardóttur.
Sr. Sigurður, sem þjónaði lengi við Hraun-
gerði í Flóa og síðar á Selfossi, var áhrifa-
maður innan kirkjunnar og átti ríkan þátt í
mótun þeirra helgisiða sem lengi hafa ríkt og
ráðið í kirkjunni. Á málþinginu tala þeir
Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði
við HÍ, sem er frá Selfossi, og Óli Þ. Guð-
bjartsson, fyrrverandi skólastjóri og ráð-
herra. Þá syngur Gissur Páll Gissurarson,
sem er afabarn prestshjónanna, sonur Giss-
urar Sigurðssonar, fréttamanns á Bylgjunni.
Einnig verður á næstu dögum með ýmsu
móti haldið upp á afmæli kvenfélagsins 50
ára og kórs kirkjunnar 70 ára. Afmælisdag-
skránni lýkur á sunnudag um næstu helgi,
með hátíðarmessu þar sem biskup Íslands,
sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.
Hátíðarmessa og söguganga
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ MEÐ ATBURÐUM Á HVERJUM DEGI Í TILEFNI AFMÆLISINS
Morgunblaðið/RAX
Feðgar Gissur Páll söngvari og Gissur Sigurðsson
fréttamaður hafa sín sterku tengsl við Selfosskirkju.
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr,
snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með
mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin.
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
toppaðu
gærdaginn