Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veggjakrot er vaxandi vandamál í Reykjavík á ný, en stefnt er að hreinsun með vorinu. „Þetta er al- þjóðlegt vandamál og við glímum við það eins og aðrar höfuðborg- ir,“ segir Guðmundur Vignir Ósk- arsson, verkefnastjóri á umhverf- is- og skipulags- sviði Reykja- víkur. Guðmundur bendir á að hjá sumum sé þetta einbeittur brota- vilji en í flestum tilfellum sé um vanhugsað fikt að ræða hjá kroturum. Þeir séu að reyna sig við krotið á veggjum og finna sig í því að merkja sig með þeim hætti. Krotið sé hins vegar í óþökk yf- irvalda og borgara og krafa íbúa sé að því sé haldið í lágmarki. Árangursríkt átak Guðmundur rifjar upp að farið hafi verið í markvisst og mikið átak í borginni 2008. Vinnubrögð hafi verið samræmd og komið á samstarfi innan borgarinnar og við lögreglu og fleiri. „Þegar við hófum átakið voru 42.000 fermetr- ar krotaðir frá sjónlínu götu og þegar við mældum aftur 2012 var krot frá sjónlínu götu komið niður í 16.000 fermetra,“ segir hann. „Það var því greinilega verulegur árangur af þessu átaki.“ Í fyrrnefndum mælingum kom fram að um 35% krotsins voru í miðborginni. Guðmundur segir að þótt dregið hafi verulega úr fjár- veitingum til verkefnisins hafi svo- kallað miðborgarverkefni verið í gangi í samvinnu við íbúa og aðra sem reka og eiga húsnæði á svæð- inu. Reykjavíkurborg hreinsi reglulega krot af eigin eignum og styðji aðra til sjálfsbjargar, meðal annars með faglegum stuðningi. Eftir veturinn hafi hins vegar safnast upp krot, því veðrið geri það erfiðara en ella að eiga við að ná því niður. „Auk þess virðist hafa orðið aftur aukning á kroti samfara samdrætti í fjárveiting- um,“ segir hann. Gera verður greinarmun á veggjakroti og vegglist. Guðmund- ur leggur áherslu á að krotinu fylgi leiðindaásýnd en skilningur væri á verkum vegglistarmanna, samanber samstarf um Hljóma- lindarreitinn og fjölda veggmynda á húsgöflum sem prýði miðborg- ina. Glíman við krotið sé stöðug og ekki sjái fyrir endann á henni, „en yfirleitt er ekki krotað á vegg- myndir.“ Að sögn Guðmundar er verið að stilla saman strengi og undirbúa átak í hreinsun á kroti að loknum vetri. „Það er stórt verkefni fram- undan,“ segir hann. Morgunblaðið/Stefán E. Veggjakrot Myndirnar eru frá kroti á eignum við Hverfisgötu. Veggjakrot vaxandi vandi í Reykjavík  Dregið hefur verið úr fjárveitingum til hreinsunarátaks Guðmundur Vignir Óskarsson Umhverfisvæn áhersla ! lífrænt trjákurl í kattaklósett ........................................... náttúruleg lyktar- og bak- teríueyðing (stóri rauði miðinn) klumpast vel og er 100% niðurbrjótanlegt (rauði miðinn í miðjunni) mhverfisvæn áhersla! LÍFRÆNT TRJÁKURL í kattaklósett Náttúruleg lyktar- og bakteríueyð ing Klumpast ve l og er 100% niðurbrjótan legt, má los a í salerni Mjög hagkv æmt botnlag má vera 4-6 vik ur í kattakló settinu – fyrir dýrin þín Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.