Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýjasta útfærsla af Hrafnabjarga-
virkjun í Skjálfandafljóti, Hrafna-
bjargavirkjun C, hefur ekki helm-
ings afl á við upphafleg
virkjanaáform en hlífir Aldeyj-
arfossi sem er hluti af einstakri
náttúrusmíð. Sú útfærsla hefur
heldur ekki áhrif á fossa og veiði í
Suðurá og Svartá í Bárðardal.
Forsvarsmenn Hrafnabjarga-
virkjunar hf. og Landsvirkjunar
kynntu stöðu verkefnisins á fundi í
Þingeyjarsveit fyrr í vikunni og
fiskifræðingar Veiðimálastofnunar
kynntu niðurstöðu rannsóknar sem
gerð var í Skjálfandafljóti á síðasta
ári.
Mismunandi útfærslur
Lengi hefur verið unnið að at-
hugun á möguleikum á virkjun í
efsta hluta Skjálfandafljóts. Fyrir
allmörgum árum stofnuðu Orku-
veita Reykjavíkur, Norðurorka á
Akureyri, Orkuveita Húsavíkur og
Þingeyjarsveit félagið Hrafna-
bjargavirkjun til að vinna að mál-
inu. Orkuveita Reykjavíkur seldi
heimamönnum hlut sinn vegna
áherslubreytinga í fyrirtækinu og
Hrafnabjargavirkjun hf. og Lands-
virkjun tóku síðar upp samstarf um
rannsóknir.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
nýta fallhæðina niður fyrir Aldeyj-
arfoss og veita Suðurá í uppistöðu-
lón. Uppsett afl slíkrar virkjunar
yrði tæplega 90 megavött.
Mikil andstaða var við þessa hug-
mynd í Bárðardal og Þingeyjarsveit
vegna þess að vatn yrði að mestu
leyti tekið af Aldeyjarfossi, Ingv-
ararfossi og Hrafnabjargafossi í
Skjálfandafljóti og Ullarfossi í
Svartá. Auk þess var óttast um
áhrif á veiði í Svartá.
Næsta útfærsla var Hrafna-
bjargavirkjun B. Hún nýtir fallið
niður að Aldeyjarfossi og hlífir foss-
inum. Áhrifin eru að öðru leyti þau
sömu. Aflið er mun minna en í A-
útfærslunni, eða 50 MW.
Lón í gömlu lónstæði
Sú útfærsla sem nú er mest unn-
ið með er Hrafnabjargavirkjun C.
Þar er veitu Suðurár í lónið sleppt
og þar með verða engin áhrif á Ull-
arfoss eða veiði í Svartá. Þessi kost-
ur gefur um 36,5 MW afl, töluvert
innan við helming þess afls sem
upphaflegi kosturinn gefur. Franz
Árnason, framkvæmdastjóri
Hrafnabjargavirkjunar hf., segir að
eigi að síður sé þetta talinn hag-
kvæmur virkjanakostur, svipaður
og aðrir kostir sem til umfjöllunar
eru.
Eftir stendur að nauðsynlegt er
talið að hafa nokkuð stórt uppi-
stöðulón, jafnstórt og í hinum kost-
unum. Við það fer nokkur gróður
undir vatn en þó aðallega eyðiland.
Franz telur unnt að græða upp
önnur svæði í staðinn með áburð-
argjöf. Aðeins er nýtt fallið niður að
Aldeyjarfossi. Það þýðir að vatn
sem annars fer í fljótið er leitt með
aðrennslisgöngum úr lóni, framhjá
Hrafnabjargafossi og Ingvararfossi
og í stöðvarhús. Þaðan er útrennsl-
ið leitt í frárennslisgöngum og
skurði í Skjálfandafljót, ofan við Al-
deyjarfoss. Lítið rennsli verður því
á Hrafnabjargafossi og Ingvarar-
fossi. Eitthvert sumarrennsli verð-
ur þó um fossana og eftir að lónið
fyllist síðsumars eða á haustin fer
vatnið sem er umfram þarfir virkj-
unarinnar um ána.
Franz bendir á að mannvirkin
verði að mestu leyti neðanjarðar,
það er að segja göngin frá lóni í
stöðvarhús og stöðvarhúsið sjálft.
Lónið muni lítið sjást frá Sprengi-
sandsleið sem liggur ofan í Bárðar-
dal.
Jarðfræðingar telja að dalurinn
sem lónið á að vera í sé gamalt lón-
stæði. Bárðardalshraun hafi stíflað
fljótið við Hrafnabjörg og myndað
lón með svipuðu yfirborði og fyrir-
hugað lón Hrafnabjargavirkjunar.
Þess vegna er búist við því að botn
væntanlegs lónstæðis sé tiltölulega
þéttur.
Þarf meiri raforku
Hrafnabjargavirkjun er flokkuð í
biðflokk í núgildandi rammaáætlun.
Allir þrír kostirnir voru tilkynntir
til verkefnastjórnar um þriðja
áfanga rammaáætlunar sem nú
starfar. Ekki er langt í að fyrstu
niðurstöður hennar liggi fyrir.
Franz telur víst að ef þessi kostur
verður flokkaður í bið- eða nýting-
arflokk muni undirbúningur halda
áfram, rannsóknir, frumhönnun á
virkjun og frekari útreikningar á
hagkvæmni og síðan umhverfismat.
Vandamál eru með flutning orku
til Norðurlands vegna takmarkana
byggðalínunnar og þar vantar raf-
orku. Útlit er fyrir að jarðgufan
verði ráðandi vegna Þeistareykja-
virkjunar og áforma um fleiri jarð-
varmavirkjanir. „Vatnsaflsvirkjun á
þessum stað myndi bæta öryggi og
treysta kerfið á þessu landshorni,“
segir Franz.
Ef virkjun af þessari stærð rís
efst í Bárðardal er hægt að tengja
hana við landskerfið með loftlínu
eða jarðstreng. Ef stærri áform
yrðu að veruleika, eins og Fljóts-
hnjúksvirkjun, ofar í fljótinu, þyrfti
að gera aðrar ráðstafanir. Þess má
geta að Landsnet vinnur að athug-
un á því að flytja raforku með loft-
línu og jarðstreng um Sprengisand.
Hún myndi koma niður í Bárðardal.
Franz tekur fram að virkjana-
áformin séu ótengd þeim hug-
myndum.
Aldeyjarfossi verði hlíft
Minni og afmarkaðri umhverfisáhrif af nýjustu útgáfu af Hrafnabjargavirkjun í Skjálfandafljóti
Vatnið fer af Hrafnabjargafossi og Ingvararfossi Þörf á vatnsaflsvirkjun á Norðurlandi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Náttúrusmíði Aldeyjarfoss er náttúruperla. Jökuláin fellur um fallegar stuðlabergsmyndanir sem setja sterkan svip á umhverfið. Fossinum verður hlíft.
Arnór
Benónýsson
Franz
Árnason
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
heimilaði ekki Hrafnabjargavirkj-
un í aðalskipulagi sem samþykkt
var fyrir fáeinum árum. „Við höf-
um verið skýr með það að við erum
á móti útfærslum A og B. Við höf-
um jafnframt sagt að við séum
reiðubúin til að skoða með opnum
huga Hrafnabjargavirkjun C. Til
þess að hún gæti orðið að veru-
leika þyrfti breytingu á aðalskipu-
lagi,“ segir Arnór Benónýsson,
oddviti sveitarstjórnar Þingeyj-
arsveitar.
Arnór segir að skiptar skoðanir
hafi verið í sveitarfélaginu og í
Bárðardal um virkjanaáformin.
Hann bætir við: „Við metum þær
breytingar sem hafa verið gerðar á
hönnun og hugmyndum þar sem
tillit hefur verið tekið til skoðana
heimamanna. Þegar rammaáætlun
kemur munu menn meta málin ís-
kalt. Við þurfum sífellt að vera í
samræðu um nýtingu og vernd.“
Fiskifræðingar sem rannsökuðu
Skjálfandafljót á síðasta ári telja
að ekkert bendi til að virkjun ofan
Aldeyjarfoss muni hafa neikvæð
áhrif á veiði í fljótinu. Raunar má
lesa út úr skýrslu þeirra að skil-
yrði til stangveiði muni frekar
batna. Vísa má til Blöndu í því efni.
Rannsóknirnar sýndu að bú-
svæði laxfiska eru mun stærri á
ólaxgenga hluta Skjálfandafljóts
en reiknað var með. Fagnar Arnór
því og segir mikilvægt að ráðast í
fleiri slíkar rannsóknir. Sérfræð-
ingarnir telja að ef vilji sé til að
auka laxgengd í fljótinu sé mögu-
legt að lagfæra gönguleiðir
framhjá fossunum.
Verður skoðað með opnum huga
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hverfur Lítið vatn verður í Hrafnabjargafossi ef virkjað verður.