Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er stórt og krefjandi verkefni og í leiðinni skemmtilegt. Ég hugsa að það muni líða einhver tími þar til farið verður aftur í eins stórt verkefni,“ segir Ingibjörg Jónsdótt- ir, einn aðstandenda söngleiksins Súperstar sem sýndur verður á Hvammstanga um páskana. Upp- setning verksins er mikið átak fyrir fámenn leikfélög í Miðfirði og marg- ir vanir söngmenn eru að stíga sín fyrstu dansspor á sviði. Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis og Leikflokkurinn á Hvammstanga standa saman að verkefninu. Um 30 manna hópur kemur að því, þar af 13 manna kór. „Ég hef séð um minni leikrit á Laugarbakka og hlustaði oft á Jesus Christ Superstar þegar ég var yngri. Ég vissi vel að við hefðum fólk til að setja upp sýninguna. Ég bar hug- myndina undir Sigvalda Ívar, trommuleikara sýningarinnar. Hon- um leist vel á og við ákváðum að láta á þetta reyna. Það varð strax mikill áhugi,“ segir Ingibjörg um aðdrag- anda þess að ráðist er í þetta um- fangsmikla og metnaðarfulla verk- efni. Fær fólk til að gera meira Allir sem taka þátt eru heima- menn. Leikfélögin voru svo heppin að Sigurður Líndal frá Lækjamóti í Víðidal er nýfluttur aftur í sitt heimahérað eftir að hafa verið bú- settur í London í tuttugu ár og leik- stýrt þar fjölda leikrita. Sigurður er nú framkvæmdastjóri Selaseturs Ís- lands á Hvammstanga. Hann tók að sér að leikstýra hópnum. „Sigurður kemur inn með mikla reynslu og setur þetta upp á flottan hátt. Hann fær fólk til að gera miklu meira en það reiknaði með þegar það féllst á að taka þátt. Þau sem ætluðu aðeins að syngja í kór eru á fullu allan tímann í dansi og leik. Kórinn er búinn að leggja mikla vinnu í þetta. Mörg þeirra hafa ekki gert það áður, að minnsta kosti ekki á sama tíma og þau eru að syngja,“ segir Ingibjörg. Mikið tónlistarlíf er í Húnaþingi vestra. Þar starfar meðal annars karlakórinn Lóuþrælar og taka nokkrir félagar úr honum þátt í sýn- ingunni og stjórnandi kórsins, Daní- el Geir Sigurðsson er hljómsveitar- stjóri. Breytt í „alvöru“ leikhús Leikhúshefð er minni en áður var en Ingibjörg segir þó að leikdeild Ungmennafélagsins Grettis hafi ver- ið endurvakin fyrir tíu árum og hafi sýnt leikrit á tveggja til þriggja ára fresti í félagsheimilinu á Laugar- bakka. Leikflokkurinn á Hvamms- tanga hafi einnig sýnt leikrit á nokk- urra ára fresti. Ákveðið var að setja söngleikinn upp í félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Því verður breytt í „alvöru“ leikhús með því að hækka áhorf- endabekkina upp. Frumsýnt verður á miðvikudag- inn fyrir páska, 23. mars, og þrjár sýningar til viðbótar verða um páskana. Kórinn leikur og dansar  Leikfélögin í Miðfirði sýna söngleikinn Súperstar á Hvammstanga um páskana  Heimafólk í öllum hlutverkum  Félagsheimili breytt í leikhús Ljósmynd/Feykir Súperstar Æfingar standa nú sem hæst og leikmyndin að komast upp. „Baráttunni er ekki lokið þótt trygg- ingafélögin hafi lagt á flótta,“ segir í yfirlýsingu Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB, í gær í kjölfar þeirrar ákvörðun- ar Sjóvár og VÍS að lækka arð- greiðslutillögur sínar. „VÍS og Sjóvá hafa til- kynnt að fyrri til- lögur um græðg- islegar arð- greiðslur verði dregnar til baka. Það er sjálfsagt réttlætismál, en skiptir hins vegar litlu máli fyrir tryggingataka að öðru óbreyttu. Félögin hafa ekki dregið til baka áform um að hækka iðgjöld. Þau hafa ekkert upplýst hver verður framtíð tugmilljarða króna bótasjóða sem viðskiptavinir þeirra hafa byggt upp með ofteknum iðgjöldum,“ segir Runólfur. Stöðva verði áform tryggingafélag- anna um að tæma bótasjóðina. „Þau eru undir smásjá almennings og fjöl- miðla og verða það vonandi áfram,“ segir Runólfur í yfirlýsingunni. Hann segir að félagið muni ekki láta sitt eftir liggja. Ekki sé síður mik- ilvægt að Fjármálaeftirlitið (FME) taki sig saman í andlitinu og standi einu sinni með fólkinu í landinu frem- ur en fjármálafyrirtækjunum. FME sé í bestu aðstöðunni af öllum til að hjálpa tryggingafélögunum að losna við fjármunina sem ekki nýtast og skila þeim til réttra eigenda. „Bótasjóðina á auðvitað að nota til að bæta tjón og á móti geta trygg- ingafélögin lækkað iðgjöld,“ segir Runólfur. Morgunblaðið/Ómar Bílar Framkvæmdastjóri FÍB vill að tryggingafélögin lækki iðgjöld. Stöðva áform um að tæma bótasjóði  Segir baráttu ekki lokið vegna flótta Runólfur Ólafsson Jesus Christ Superstar er 47 ára gömul rokkópera eftir And- rew Lloyd Webber og Tim Rice. Hún var fyrst sett á svið á Broadway á árinu 1971 og hefur síðan verið sýnd stöðugt alls staðar um hinn vestræna heim. Hér á landi var hún fyrst sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1973 en oft síðan. Söngleik- urinn er byggður á atburðum úr síðustu vikunni í ævi Krists og lýkur á krossfestingunni. Vinsælasta rokkóperan 45 ÁR Á SVIÐI Líffæragjöfum hefur fjölgað um- talsvert í Evrópu og mesta aukn- ingin var á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt vefsíðu Sjúkratrygg- inga Íslands. þar segir að á árinu 2015 voru gefin líffæri í 371 skipti í Evrópu í tengslum við dauðsföll, sem var met samkvæmt upplýsing- um Sahlgrenska sjúkrahússins í Svíþjóð, en þangað fara flestir sjúk- lingar sem þurfa á líffæraígræðslu að halda og eru sjúkratryggðir á Ís- landi. „Á árinu 2015 voru líffæragjaf- arnir 12 á Íslandi. Þetta þýðir 36,4 líffæragjafa á milljón íbúa sem set- ur Ísland á toppinn yfir líffæragjafa í Evrópu. Án efa er þetta að þakka mikilli vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings og starfs- manna heilbrigðisþjónustunnar. Í hvert skipti sem líffæri eru gefin er mögulega hægt að bjarga nokkrum mannslífum,“ segir í fréttinni. Á yfirliti yfir fjölda líffæra frá ís- lenskum gjöfum á undanförnum ár- um kemur fram að þau voru 49 í fyrra samanborið við 10 á árinu á undan og 17 á árinu 2013. Í flestum tilvikum eða 24 var gefið nýra, 11 lifur og fimm lungu og fimm hjörtu voru gefin á nýliðnu ári. 13 fengu ígrætt líffæri „Á árinu 2015 fengu 13 sjúkra- tryggðir einstaklingar ígrætt líf- færi en þeir sem höfðu verið lengst á biðlista voru búnir að bíða frá árinu 2010. Útgjöld Sjúkratrygg- inga Íslands vegna líffæra- ígræðslna á árinu 2015 voru ríflega 223 millj. kr. en ef ferða- og uppi- haldskostnaður er tekinn með námu útgjöldin um 272 millj. kr. Þess má geta að nýrnaígræðslur frá lifandi gjöfum á Íslandi eru einnig í efstu sætum í Evrópu,“ seg- ir í umfjöllun Sjúkratrygginga. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Skurðaðgerð Í fyrra fengu 13 sjúkra- tryggðir einstaklingar ígrætt líffæri. Líffæri gefin í 49 skipti á nýliðnu ári HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS ER ÞAÐ VATNIÐ? „ “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.