Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
✝ Jónasína Pét-ursdóttir, Ína
Pé, fæddist á Garð-
arsbraut 33 á
Húsavík 9. október
1942. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Húsavík 26. febr-
úar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur Ósk-
ar Sigurgeirsson, f.
á Bangastöðum á
Tjörnesi 30. mars 1915, d. 14.
maí 1944, og Sigríður Jónína
Jónasdóttir, f. í Vetrarbraut á
Húsavík 6. júní 1919, d. 12.
september 2007. Jónasína átti
þrjú systkini, þau eru: Krist-
jana Björg, f. 1940, d. 1991,
Eiður Sigmar, f. 1955, og Pétur
Óskar, f. 1958.
Jónasína giftist Pétri Bjarna-
syni, f. 17. júlí. 1941, þau
skildu. Jónasína giftist Herði
Arnórssyni 20. nóvember 1971.
Foreldrar hans voru hjónin
Arnór Kristjánsson, f. 2. júní
1900, d. 2. desember 1976, og
maki Karin Skauen, f. 18. nóv-
ember 1962. Börn þeirra eru
Nick André, Stian og Cornelia.
Hörður og Jónasína bjuggu
lengst af að Uppsalavegi 18 á
Húsavík. Síðustu fimm árin
bjuggu þau í Útgarði á Húsa-
vík. Áður en Jónasína giftist
Herði bjó hún á Bessastöðum
við Héðinsbraut.
Jónasína ólst upp á Húsavík,
fyrst hjá foreldrum sínum að
Garðarsbraut 33, Guðmund-
arhúsi. Síðan hjá móður sinni
og móðurömmu eftir föðurmiss-
inn. Hún gekk í barna- og
gagnfræðaskóla á Húsavík.
Jónasína var að mestu útivinn-
andi samhliða húsmóðurhlut-
verkinu. Hún vann verslunar-
störf hjá Kaupfélagi Þingey-
inga, starfaði á barnaheimili og
síðustu 20 árin vann hún á
Hvammi, heimili aldraðra,
lengst af við stjórnunarstörf í
hlutverki húsmóður. Þar var
Hörður, eiginmaður hennar,
framkvæmdastjóri.
Jónasína var vinmörg og
virk í félagsmálum. Starfaði öt-
ullega í Kvenfélagi Húsavíkur í
áraraðir, sat í sjórn félagsins
og var m.a. formaður í tvö ár.
Útför hennar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 12.
mars 2016, klukkan 14.
Guðrún Elísabet
Magnúsdóttir, f.
23. nóvember 1899,
d. 1. apríl 1982.
Jónasína eignaðist
fjögur börn, þau
eru: 1) Pétur Helgi
Pétursson, f. 17.
apríl 1960, maki
Gunnlaug María
Eiðsdóttir, f. 1.
apríl 1960, börn
þeirra eru Eiður,
Bjarni, Ína Valgerður og Snæ-
fríður Dröfn. Pétur og Gunn-
laug eiga fimm barnabörn. 2)
Bjarni Pétursson, f. 8. maí
1962, maki Lilja Sigtryggs-
dóttir, f. 15. desember 1964,
börn þeirra eru Margrét Ína,
Karen Ýr og Elín Rós. Bjarni
og Lilja eiga eitt barnabarn. 3)
Þórunn Sif Harðardóttir, f. 19.
desember 1965, maki Tómas
Ingi Jónsson, f. 5. júní 1962,
börn þeirra eru Arnór Orri og
Róbert Ingi. Þórunn og Tómas
eiga þrjú barnabörn. 4) Hörður
Harðarson, f. 25. febrúar 1972,
Elsku yndislega móðir mín er
látin. Yndislega, fallega og góða
mamma var stórbrotin. Hún
gerði líf þeirra sem henni kynnt-
ust ríkara og fallegra. Mamma
var eiginkona, móðir, tengda-
móðir, amma, langamma og vinur
með hjarta úr gulli. Allir afkom-
endur mömmu elskuðu hana og
dáðu enda átti hver og einn sér-
stakan stað í hjarta hennar.
Mamma hafði sterka réttlætis-
kennd og leit á alla sem jafningja
og því var auðvelt að virða hana
og dá. Ég þakka mömmu fyrir þá
umhyggju og virðingu sem hún
veitti mér og drengjunum mínum
alla tíð. Söknuðurinn brennur
sárt, nú veit ég að mamma hefur
losnað undan þrautunum.
Elsku pabbi minn, megi góður
Guð lina sársauka þinn og söknuð
og okkar allra. Elsku mamma, ég
kveð þig, ég gerði allt sem í mínu
valdi stóð til að vera til staðar fyr-
ir þig, rétt eins og þú varst alltaf
til staðar fyrir mig. Ég mun ávallt
minnast stundanna sem við átt-
um saman í gegnum árin, veit ég
að Guð og englarnir munu varð-
veita þig. Þú ert fyrirmyndin mín,
ég elska þig óendanlega.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Þórunn Sif.
Elsku mamma mín, það hefur
reynst mér erfitt að sætta mig við
að hafa þig ekki lengur hjá okkur.
Söknuðurinn er afar sár, sl. ár
hefur verið okkur fjölskyldunni
erfitt vegna veikinda þinna og
þar kom berlega í ljós hvaða per-
sónu þú hafðir að geyma, þú tókst
á við illvígan sjúkdóm sem
krabbamein er með hugrekki,
æðruleysi og ótrúlegri bjartsýni,
og lést hverjum degi nægja sínar
þjáningar. Þú ætlaðir að hafa sig-
ur því þú þráðir lífið og að vera
lengur með fólkinu sem þú elsk-
aðir og dáðir. Ég er svo stoltur af
þér, mamma, þú varst svo lífsglöð
og falleg. Ég er svo þakklátur
fyrir að hafa átt þig í nærfellt 56
ár og þess vegna græt ég gleði-
tárum fyrir öll þessi ár okkar
saman, þú saknaðir þess alla tíð
að hafa misst föður þinn fyrir
tveggja ára aldur. Fyrstu árin
okkar á Bessastöðum voru ekki
bara dans á rósum, einstæð móðir
með þrjú börn og þurftir að fæða
okkur og klæða en með dugnaði
og eljusemi þinni hafðist þetta
hjá okkur. Árin liðu og þú hugs-
aðir alltaf um að hagur okkar
barnanna þinna væri sem mestur
og bestur en þegar ég var 9 ára
hófst nýr kafli í okkar lífi, en þá
tókuð þið pabbi saman og sáuð
vart sólina hvort fyrir öðru. Fljót-
lega fluttum við í nýlegt hús og
einn drengur bættist þar í barna-
hópinn og við því orðin sex manna
fjölskylda og áttum þar yndisleg
ár saman, en þetta var heimilið
okkar í 40 ár. Árin ykkar pabba í
Hvammi voru góð, þar varst þú
húsmóðir og pabbi framkvæmda-
stjóri. Þið vilduð hag heimilisins
sem allra mestan. Hvammur var
ykkar annað heimili meðan þið
störfuðuð þar í yfir 20 ár, því voru
það skrýtin örlög sem höguðu því
svo að þitt síðasta heimili skyldi
vera í Miðhvammi. Þú, mamma
mín eða öllu heldur þið pabbi, því
þið gerðuð allt saman, voruð vina-
mörg og sökum þess var oft
margt um manninn á heimilinu,
alltaf líf og fjör og heimilið bar
þér fagurt vitni enda mikill fag-
urkeri og snyrtimennskan alls
staðar. Kvenfélagið var félagið
þitt og þar áttir þú ekki fá hand-
tökin í fjáröflun og hélt ég á mín-
um bernskuárum að þú ættir
kvenfélagið, þú sagðir mér að
enginn segði nei við kvenfélagið
og mun ég seint gera það. Það er
margs að minnast þegar ég kveð
þig, elsku mamma mín, ég er afar
þakklátur að hafa átt þig öll þessi
ár. En nú hefur þú fengið lausn
frá erfiðum veikindum en sár er
sorgin og ekki síst hjá pabba sem
syrgir yndislega eiginkonu og
sinn allra besta vin til rúmlega 45
ára, en við munum passa vel upp
á hann, mamma mín, eins og þú
baðst svo fallega um. Það liggur í
hlutarins eðli að þegar veikindi
steðja að þá þörfnumst við
umönnunar hjúkrunarfólks og
þess þurftir þú svo sannarlega,
mamma mín, og því er mér bæði
ljúft og skylt að þakka öllu því
yndislega starfsfólki sjúkrahúss-
ins á Húsavík fyrir að annast þig
af einstakri ljúfmennsku og ynd-
islegheitum í veikindum þínum,
sú fagmennska og nærgætni sem
þér var sýnd var ómetanleg og
fyrir það erum við fjölskyldan af-
ar þakklát. Ég kveð þig að sinni,
mamma mín, og þakka þér fyrir
allt sem þú hefur verið okkur. Ég
mun heiðra minningu þína,
mamma mín, alla tíð. Þinn,
Pétur Helgi.
Elsku besta tengdamóðir mín,
hún Ína P., er látin. Ég man enn
þá stund er ég hitti Ínu fyrst, það
var fyrir tæpum 30 árum, þá
komu þau hjónin Höddi og Ína og
vildu kaupa nýjan bíl en ég vann
þá við að selja slíka. Ég man hvað
mér fannst hún glæsileg kona, ég
varð svo þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast einkadótturinni,
henni Þórunni. Ég man að þegar
Þórunn sagði móður sinni að hún
væri að leggja lag sitt við þennan
bílasala þá hváði hún og sagði að
hann væri með hring, hún tók þá
eftir því að ég var með hring, en
sá var nú ekki tengdur neinu
sambandi. Ég held að það séu
vandfundin sambönd eins og
þeirra Hödda og Ínu, þau gerðu
allt saman, sama hvort það var að
toga í þvottinn eða ferðast saman.
Ég naut góðs af þessu, ég var
nefnilega uppáhaldstengdason-
urinn eins og hún sagði og hún
stjanaði við mig sama hvort það
var í mat eða þegar Tommi minn
lagði sig, þá mátti ekki hafa hátt.
Nú verða ekki fleiri lambalæri
eða hryggur að hætti Ínu, eða
reykti lambahryggurinn. Fyrir
nokkrum árum fór hún með börn
og tengdabörn utan, en ég komst
ekki með, þá tók hún hópmyndina
og klippti út mynd af Tomma sín-
um og límdi inn á myndina, þá
held ég að sonum hennar hafi
blöskrað, ég talaði stundum um
það við hana að hún skuldaði mér
að fara með mig í svona ferð, sú
ferð verður að bíða, við förum í
hana þegar þar að kemur. Ína var
mikil barnakona og barna- og
barnabarnabörnin voru auga-
steinarnir hennar, hún stjanaði
við þau og vílaði ekki fyrir sér að
keyra landshluta á milli til að
passa þau. Missir barnanna er
mikill því nú er amma Ína ekki til
staðar. Ína var alltaf fín, hún
passaði jafnvel eftir að veikindin
fóru að hrjá hana að vera alltaf
vel klædd og naglalökkuð. Ína
mín, ég þakka þessi ár sem ég
fékk að umgangast þig og minn-
ingin lifir, í mínu tilfelli ekki síst í
einkadótturinni sem hefur sem
betur fer erft margt frá þér.
Elsku Höddi, lífið verður ekki
eins innihaldsríkt eftir þetta áfall,
en við verðum að standa saman
og halda áfram, svona getur lífið
verið ósanngjarnt. Guð veri með
þér, elsku Höddi.
Tómas Ingi.
Yndislega amma mín, mikið
sakna ég þín. Þú varst einstök
manneskja og ég er svo innilega
þakklát fyrir að hafa átt þig að.
Þið afi hafið alltaf verið stór part-
ur af mínu lífi. Á bernskuárunum
var stutt fyrir mig að hlaupa til
ykkar niður á Uppsalaveg, þar
tókuð þið ávallt á móti mér með
traustan og hlýjan faðminn. Það
var ævintýri líkast að fá að fara
með ykkur í vinnuna í Hvammi.
Sníkja nammi hjá gamla fólkinu
eða láta Ara opna sjoppuna, fara í
hjólastólarall eða kíkja niður í
handavinnu og fá að mála einn
dúk eða svo.
Ég hef oft sagt það að amma
var ekki bara amma mín heldur
líka vinkona. Eftir að ég flutti til
Reykjavíkur fyrir nær 10 árum
fóru samskipti okkar mest fram í
síma. Ég var símavinur ömmu
sem þýddi það að hún gat hringt
frítt í mig. Við notuðum það
óspart og voru símtölin mörg og
oft löng. Það voru fastar Reykja-
víkurferðir hjá ykkur afa nokkr-
um sinnum á ári. Augnlækna-
heimsóknir, ferðir með
Karlakórnum Hreimi og fleira í
svipuðum dúr. Þá reyndi ég að
gefa ykkur afa allan minn tíma.
Því ég var jú einkabílstjórinn
ykkar. Yarisinn var fylltur af
bensíni og af stað var haldið.
Fyrsta stopp var Kringlan. Afi
fann sér góðan bekk til að tylla
sér, frú Ína Pé þurfti helst að
kíkja í allar búðir og snerta á sem
flestum flíkum og máta sem mest.
Þú varst dæmalaust mikill fagur-
keri og vildir alltaf vera vel til-
höfð. Þær voru farnar að þekkja
þig í sumum verslununum og
meira að segja varstu farin að fá
kaupauka, enda góður viðskipta-
vinur. Næsta stopp var „Hjá
Hrafnhildi“. Oftast urðum við
fyrir vonbrigðum þar, því það
sem þær auglýstu í Morgun-
blaðinu var ekki jafn smart og
það sýndist vera í blaðinu. Síð-
asta stopp í tískutúrnum var
„Laxdal“ á Laugavegi. Það var
uppáhaldsbúðin, svo margt fal-
legt, og Jesús minn þar snertirðu
sko hverja eina og einustu flík.
En ekki nógu billegt, of dýrt. Svo
oft vorum við snöggar þaðan út.
Túrinn var svo oftast endaður á
kaffihúsi eða keyptar djúpsteikt-
ar rækjur á Nings til að borða
heima. Það var ferð sem þessi
sem endaði ekki jafn vel hjá okk-
ur nöfnum. Við vorum búnar að
vera í búðum allan daginn, þá
meina ég allan daginn eins og
hann lagði sig. Þú komin á yfir-
snúninginn, mjög meðvituð um að
þú værir búin að eyða alltof mikl-
um pening. Það var mæting í
kvöldverð með karlakórnum eftir
stutta stund og þú áttir alveg eft-
ir að hafa þig til og afi farinn að
bíða eftir frúnni. Ég skutla þér á
hótelið ykkar, fimm mínútum síð-
ar kemur símtalið: „Ína mín, viltu
sækja mig strax – ég er á vitlausu
hóteli.“ Ég var snögg að snúa við
og við hlógum okkur máttlausar.
Hótel Barón eða Hótel Cabin,
enginn stór munur á því, er það?
Já, þú varst sannur gleðigjafi alls
staðar þar sem þú komst.
Elsku amma mín, takk fyrir
allar þessar góðu stundir sem við
höfum átt saman. Minning þín lif-
ir.
Elska þig. Þín
Ína.
Elsku amma, þegar ég sest
niður til að festa á blað fáein
minningarorð er margt sem
brýst um í huga mér, efst á blaði
er auðvitað sú endalausa ást og
væntumþykja sem við barna-
börnin og síðar barnabarnabörn-
in fengum að njóta frá þér. Þegar
ég hugsa til baka leitar hugurinn
alltaf aftur á Uppsalaveginn, allt
tipp topp, hver hlutur á sínum
stað og hvergi misfellu að sjá.
Þessi tími þegar ég hafði ykkur
afa alveg fyrir mig er sveipaður
ákveðnum dýrðarljóma, brúni
Volvoinn hans afa í hlaðinu skín-
andi hreinn og við á leið í eitt af
mörgum ferðalögum, jafnvel
austur á Eiðar í bústað, eða í laut-
Jónasína
Pétursdóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og systir,
LILJA KÚLD,
Huldubraut 5, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land-
spítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
8. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 18. mars klukkan 13.
.
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson,
Kristína Aðalsteinsdóttir,
Björn Halldór Helgason,
Guðrún Lilja Skúladóttir,
Guðný Kúld,
Þorsteinn Kúld.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og systir
okkar,
MIKKALÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
laugardaginn 5. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 17. mars kl. 13.
.
Ásgeir Páll Ásbjörnsson, Dröfn Guðmundsdóttir,
Gunnar Torfason,
Karólína Ásgeirsdóttir,
Kristján Ásgeirsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍNRÓS JÓNSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2,
Njarðvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
sunnudaginn 6. mars. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. mars klukkan 13.
.
Þórður Ingimarsson, Margrét Skarphéðinsdóttir,
Jónatan Ingimarsson, Erla Vigdís Óskarsdóttir,
Guðmundur Jens Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLINGUR GÍSLASON
leikari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík þriðjudaginn 22. mars kl. 15.
.
Guðjón Erlingsson, Bertha Ragnarsdóttir,
Friðrik Erlingsson, Kristín Þórðardóttir,
Benedikt Erlingsson, Charlotte Bøving
og barnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA J. MELSTEÐ,
Torfufelli 25,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 8. mars á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar
verður gerð frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 17. mars
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ.
.
Guðrún Jóna Melsteð, Viðar Vilhjálmsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
HRÓLFUR PÉTURSSON,
Skálahlíð, Siglufirði,
lést miðvikudaginn 24. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur.
.
Pétur Hrólfsson, Sigurveig Jóhannesdóttir,
Stefán Ómar Stefánsson, Elín Ósk Wiium,
Hallgrímur Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.