Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Syndsamlega góður eftirréttur
...með engri fyrirhöfn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stemningin í fjölskyldunni ýtir þér í
áhugaverðar áttir. Gerðu hlutina í nýrri röð,
farðu í fötin sem eru aftast í skápnum,
sofðu hinum megin í rúminu.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú þarftu að taka bæði áhættu og
þora að láta til skarar skríða. Mundu að þú
ert að taka mikilvægt skref inn í framtíð-
ina.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Himintunglin varpa ljósi á undir-
stöðurnar. En að þessu sinni væri gott að
búa yfir dálítilli formlegri þekkingu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver verður þér ósammála í dag
og þú hefur tilhneigingu til að taka það
óstinnt upp. Endaðu daginn með rólegu
kvöldi heima við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leggðu þig fram um að sýna börnum
þínum og maka þolinmæði í dag. Jákvætt
hugarfar þitt er smitandi og aðrir njóta
þess að vera í návist þinni vegna þess að
þú lætur þeim líða vel.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að stökkva ekki upp á
nef þér af minnsta tilefni. Hlutirnir eru í
góðu lagi þótt þeir séu ekki alfullkomnir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Áætlanir þínar ætla bersýnilega ekki
að ganga eftir. Gerðu það upp við þig hvað
þú vilt setja í forgang og biddu fólk um að
sýna biðlund.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt enn langt í land með
það verkefni sem þú beinir mestri orku
þinni að. Leyfið ykkur að njóta þess.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er komið að því eftir langa
mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt
þig fram um lausn ákveðins verkefnis.
Gættu þín þó að falla ekki fyrir freistni
sjálfselskunnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það má margt af samstarfi við
aðra læra og sérstaklega þá list að sam-
eina skoðanir svo takast megi að hrinda
málum í framkvæmd. Getur verið að þú
sért ástfangin/n?
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur verið snúið þegar
persónuleg vandamál teygja anga sína inn
á vinnustaðinn. Einhverra hluta vegna hef-
ur þú ekki skýra mynd af aðstæðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ótímabundnar áætlanir duga ekki til
þess að halda ástvinum við efnið. En kapp
er best með forsjá og hafirðu það í huga
fer allt vel.
Þannig var síðasta laugardags-gáta Guðmundar Arnfinns-
sonar:
Í fjárhúskrónni kusk hún er.
Kóklast í berjalyngi.
Grær á velli, er vora fer.
Vel ég tel hún syngi.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Garðaló á gólfi er.
Gengur kónguló.
Græna ló ég finna fer.
Fagnar ló’ í mó.
Árni Blöndal á þessa lausn:
Get ég fyrst um garða ló.
Gengur um lyngið kónguló.
Ló á velli er lágur gróður.
Lóusöngur finnst mér góður
Guðrún Bjarnadóttir leysir
gátuna þannig:
Um gólfið ló í laumi smó.
Ló er kló í berjamó.
Vortún fyrst upp lóðsar ló.
Ló með dírri kveður snjó.
Helgi R. Einarsson, Mosfellsbæ,
vonast til að hafa slysast á rétta
lausn:
Í fjárhúsi er og finnst í mó,
fersk, þó lítil sé og mjó,
kveður burtu kaldan snjó.
Hvernig væri að giska á ló?
Þannig skýrir Guðmundur Arn-
finnsson gátuna:
Í fjárhúskrónni liggur ló.
Ló má sjá í berjamó.
Ló fær grænku landið prýtt.
Ló í holti syngur blítt.
Og lætur limru fylgja:
Við lagskonu sína kvað Lóla:
„mér leiðist að fara í skóla,
það er kergja í mér,
og ég kvíðafull er,
eins og kalkún, sem hugsar til jóla.“
Síðan kemur ein gátan enn eftir
Guðmund:
Sjómönnum hún veitti var.
Vitur Snorri dvaldi þar.
Ýmsum þarna eyðist féð.
Opna trassinn gengur með.
Sigmundur Benediktsson kallar
veðurvísu dagsins „Úrfelli“:
Regnið þvoði skít af skjá,
skelfing boðar vega.
Lægðir hnoðast hnjúkum á
hrína voðalega.
„Velþegin asahláka“ varð Páli
Imsland yrkisefni:
Þungir stórir dropar detta
drullu sulla og vatni skvetta,
út um grundir aga sletta.
Asa- kallast -hláka þetta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ló vísar í margar áttir
Í klípu
„JÁ, ÞETTA ER MIKIÐ ÁFALL. ÉG VAR
NÝBÚIN AÐ SLÁ VÍXIL FYRIR HANN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MAMMA! ÉG VAR AÐ KYNNAST ÞESSUM NÝJA
GAUR. HANN ER EKKI MYNDARLEGUR EÐA NEITT
SVOLEIÐIS, EN HANN ER ENDURSKOÐANDI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þið gangið
samtaka.
ÉG KYNNI FYRIR YÐUR, „LA
BOHÉME“ EFTIR GIACOMO
PUCCINI Í HEILD SINNI
ÓPERA FYRIR EINUM ER
KATTAGAUL FYRIR ÖÐRUM
MENN, VIÐ ÞURFUM
AÐ HUGSA UM ÁLIT
ALMENNINGS…
…AÐ GLATA
STUÐNINGI OKKAR
EIGIN FÓLKS!
…EF VIÐ VIRKUM OF
HARÐNESKJULEGIR
EIGUM VIÐ Á HÆTTU…
TAKIÐ ÞESSA NÝJU SKILDI
Í BARDAGANN OG MUNIÐ AÐ
SEGJA ALLTAF: „EIGIÐ GOTT
LÍF FYRIR HANDAN“!
Það er fátt sem gleður húsmóð-urhjarta Víkverja meira en að ná
að nýta matarafganga í matseld.
Hjarta hans fyllist fögnuði í hvert
sinn sem hann reiðir fram dýrind-
ismáltíð úr aflóga mat sem hafði ver-
ið á borðum nokkrum kvöldum áður í
vikunni.
Um daginn bjó hann til þessa líka
fínu kartöfluklatta úr heilum bing af
soðnum kartöflum.
x x x
Þannig er mál með vexti að Vík-verja er gjörsamlega fyrirmunað
að elda hæfilegt magn af kartöflum
eða hrísgrjónum með kvöldmatnum.
Undantekningarlaust sýður hann yf-
irleitt allt of mikið af þessu meðlæti.
Því miður hefur það stundum þurft
að rata ofan í ruslið óétið.
x x x
Þegar það gerist þá líður Víkverjaskelfilega illa. Hjartað tekur
kipp og honum finnst hann hafa
brugðist heiminum. Hann hugsar
undantekningarlaust til hungruðu
barnanna í Afríku og upp í hugann
kemur mynd af þeim þar sem þau
standa saman í einum hóp og stara
tómeyg en ásakandi á Víkverja með
þaninn maga og flugur allt í kring,
með tóma matardalla á lofti.
x x x
Hjarta Víkverja kremst alltaf jafnmikið þegar hann dregur þessa
mynd fram í hugskoti sínu. „Fyr-
irgefið“ er það eina sem kemur upp í
huga Víkverja þá stundina og hann
hellir úr dallinum ofan í kolsvart
ruslið.
x x x
Það er því ekki að undra þegar Vík-verja tekst að matreiða prýði-
legan mat úr afgöngum að hann nán-
ast hoppar hæð sína í eldhúsinu.
Hann kætist eins og lítið barn á jól-
um yfir dugnaðinum.
x x x
Víkverji ætti þó samt að reyna aðláta af því að fylla pottinn alltaf
af kartöflum hugsunarlaust í hvert
skipti sem hann sýður þær. Heldur
leggja aðeins meira á sig og reikna út
svona um það bil hvað hver borðar
margar kartöflur með matnum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu
hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín.
(Sálmarnir 9.2)