Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir að það hafi verið mikil
vonbrigði að fjárfestingafélagið
Ursus, sem er í eigu Heiðars Guð-
jónssonar, hafi verið til skoðunar
hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka
Íslands á sama tíma og það ætlaði
að kaupa stóran hluta í trygginga-
félaginu Sjóvá árið 2010.
Á þessum tíma átti Eignasafn
Seðlabanka Íslands (ESÍ) 73,3%
hlutafjár í Sjóvá.
Aðalmeðferð í máli Heiðars gegn
Seðlabanka Íslands og ESÍ þar
sem hann krefst um tveggja millj-
arða í skaðabætur auk vaxta, hófst
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. Már var á meðal þeirra
sem voru kvaddir fyrir dóm.
Upplýstu um tilkynninguna
Spurður hvort hann hefði haldið
að menn væru komnir langt með að
landa samningi sagði Már: „Ég
ekki bara hélt það heldur vonaði
það. Það voru mikil vonbrigði að
þetta skyldi koma upp.“
„Við upplýstum aðilana um
þetta, að við höfðum fengið þessa
tilkynningu. Þess vegna gætum við
ekki farið áfram með málið í bili
fyrr en við gætum fengið botn í
þetta.“
Úr varð að gjaldeyriseftirlitið
kærði Ursus vegna brota á gjald-
eyrishöftum og í framhaldinu varð
ekkert af viðskiptunum með Sjóvá.
Stóðu ekki við samkomulagið
Heiðar Guðjónsson byggir máls-
höfðun sína á því að samkomulag
hafi tekist 10. júlí 2010 milli hans
og ESÍ um að Ursus myndi kaupa
tiltekinn fjölda hluta í félaginu
Sjóvá. Þegar öllum fyrirvörum í
samkomulagi aðila hafi verið full-
nægt og þeir náð samkomulagi um
nánari útfærslu viðskiptanna, í lok
september 2010, hafi ESÍ og Seðla-
banki Íslands sammælst um að
standa ekki við samkomulagið.
Seðlabanki Íslands heldur því
hins vegar fram að endanlegt sam-
komulag hafi ekki náðst á milli að-
ila, þ.e. að enginn bindandi samn-
ingur hafi verið gerður, þegar
ákveðið var að gera hlé á viðskipt-
unum vegna rannsóknar gjaldeyr-
iseftirlitsins á Ursusi.
Dæmdi mig úr leik
Heiðar bar einnig vitni í gær og
sagði það aldrei hafa hvarflað að
sér að hann væri hugsanlega að
brjóta reglur um gjaldeyrismál og
taldi umkvartanir Seðlabanka Ís-
lands vegna málsins vera ofar sín-
um skilningi. „Ég taldi að þetta
væri fullkomlega eðlilegt og í sam-
ræmi við lög. Ég skildi ekkert að
menn væru að hnýta í þetta,“ sagði
Heiðar og bætti við að Seðlabank-
inn hefði talið að ef klára ætti við-
skiptin þyrfti að ýta honum út úr
kaupendahópnum.
Hinn 26. nóvember 2010 ákvað
Seðlabankinn að vísa málinu til lög-
reglu. Sérstakur saksóknari ákvað
27. febrúar 2012 að rannsókn máls-
ins skyldi hætt.
Spurður út í áhrifin sem málið
hafði á þátttöku hans í atvinnulíf-
inu sagði Heiðar: „Ég hafði unnið
við fjárfestingar í 17 ár og gat ekki
unnið við það. Bankar krefjast þess
að maður upplýsi ef maður er til
rannsóknar einhvers staðar. Þetta
fráleita dæmi dæmdi mig úr leik
um langt skeið.“
Stórfelld vanræksla
„Auðvitað var þetta stórfelld
vanræksla. Það er ótrúlegt að sér-
fræðistjórnvald leggi til grundvall-
ar rangar lögskýringar í málinu
sem er sent til lögreglu. Það má
heita þannig að þetta sé ásetnings-
brot. Rangur skilningur stjórn-
valds á lögum hlýtur að vera meiri-
háttar og stórfelld vanræksla,“
sagði Reimar Pétursson, lögmaður
Ursus, í héraðsdómi í gær en atriði
sem lögmenn SÍ hafi borið fyrir sig,
sem eigi að koma í veg fyrir bóta-
skyldu, standist ekki.
Már bar um mikil von-
brigði í héraðsdómi
Heiðar segir málið hafa dæmt sig úr leik um langt skeið
Morgunblaðið/Eggert
Dómur Aðalmeðferð í máli Heiðars Guðjónssonar gegn Seðlabanka Íslands
og ESÍ hófst í héraðsdómi í gær. Már Guðmundsson og Heiðar báru vitni.
Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. hef-
ur ákveðið að ráða Elías Jónatans-
son, bæjarstjóra í Bolungarvík, í
starf orkubússtjóra frá 1. júlí næst-
komandi. „Það
eru spennandi
tímar framundan
í raforkumálum á
Vestfjörðum og
mér fannst þetta
starf því mjög
áhugavert,“ segir
Elías og að hann
líti á fyrirtækið
sem mikilvægan
lið í því að efla
Vestfirði og laða
að fyrirtæki sem geti nýtt raforku í
auknum mæli.
Starf orkubússtjóra var auglýst
laust til umsóknar í febrúar og bár-
ust alls 25 umsóknir um starfið.
Kristján Haraldsson hefur gegnt
starfi orkubússtjóra fram til þessa.
Kominn tími á eitthvað nýtt
Elías Jónatansson lauk prófi í
vélaverkfræði frá Háskóla Íslands
árið 1983 og M.Sc. prófi í iðnaðar-
verkfræði frá Oregon State Univers-
ity árið 1986. Elías hefur um dagana
meðal annars sinnt stjórnunarstörf-
um í ýmsum framleiðslufyrirtækjum
svo sem í sjávarútvegi.
Frá árinu 2008 hefur hann verið
bæjarstjóri í Bolungarvík. Ennfrem-
ur hefur hann setið í stjórnum lífeyr-
issjóðs og fyrirtækja.
„Það var kominn tími á að breyta
til og fara í eitthvað nýtt – takast á
við nýjar áskoranir,“ segir Elías, en
starf orkubússtjóra verði töluvert
ólíkt bæjarstjórastarfinu. „Sem bæj-
arstjóri er maður að halda mörgum
boltum á lofti í einu með mjög ólíkum
viðfangsefnum. Í nýju starfi mun ég
hins vegar einbeita mér að færri og
stærri verkefnum.“
Ekki er enn ljóst hver tekur við af
Elíasi sem bæjarstjóri Bolungarvík-
ur þegar hann lætur af störfum í
byrjun júlí. „Það er í höndum bæjar-
fulltrúa að ákveða og ég kem ekki til
með að verða leiðandi í þeirri vinnu,“
segir hann.
Starfsemi Orkubúsins snýr að
virkjun vatnsafls og jarðhita og
dreifingu og sölu raforku. Fyrirtæk-
ið rekur orkuver og raforkustöðvar.
Starfsmenn eru um 70 og þjónusta
þeir dreifikerfi fyrir Vestfirðina og
sölukerfi fyrir landið allt. Höfuð-
stöðvarnar eru á Ísafirði og útibú á
Hólmavík og Patreksfirði.
Nýr orkubússtjóri
á Vestfjörðum
Elías Jónatansson hættir sem bæjarstjóri
Elías
Jónatansson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í megintillögum starfshóps sem unn-
ið hefur að mótun framtíðarstefnu í
fæðingarorlofsmálum og skilað var í
gær, er lagt er til að sameiginlegt or-
lof beggja for-
eldra verði lengt
úr níu mánuðum í
eitt ár. Þó þannig
að hvort foreldri
um sig fái fimm
mánaða orlof en
tveimur mánuð-
um geta foreldrar
skipt eftir henti-
semi. Annað for-
eldrið á því að há-
marki rétt á sjö
mánaða fæðingarorlofi og greiðslum
úr fæðingarorlofssjóði. Þá er lagt til
að foreldrar fái fyrstu 300 þúsund kr.
af viðmiðunartekjum sínum óskertar
og 80% af viðmiðunartekjum sínum
umfram 300 þúsund kr. en þó verða
greiðslurnar að hámarki 600 þúsund
kr.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
Fæðingarorlofssjóðs verði 10,7 millj-
arðar króna árið 2017 vegna þessara
breytinga og um 12,2 milljarðar kr. á
ári eftir það. Miðað við óbreytt fyr-
irkomulag er áætlað að útgjöld
sjóðsins verði 8,8 milljarðar kr. á
þessu ári.
Lenging í áföngum til 2021
Áætlað er að lenging fæðingaror-
lofsins komi til framkvæmda í áföng-
um frá 1. janúar 2019 til 1. janúar
2021. Áætlað er að kostnaðarauki
Fæðingarorlofssjóðs vegna lenging-
ar fæðingarorlofsins geti numið á
bilinu 4,45 – 5,15 milljarða króna.
Hámarksgreiðslur úr Fæðingar-
orlofssjóði hafa frá 1. janúar 2014
verið 370.000 kr. þannig að foreldrar
sem hafa allt að 462.500 kr. í heild-
arlaun á mánuði að meðaltali á við-
miðunartímabili geta átt rétt á að fá
80% af þeirri fjárhæð greidd frá
Fæðingarorlofssjóði meðan á fæð-
ingarorlofi þeirra stendur eins og
sakir standa.
Farin verði millileið
Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og
félagsmálaráðherra telur tillögurnar
góðan leiðarvísi til framtíðar. „Það er
gott að fá það á hreint hver næstu
skref verða. Það er ljóst að lögð er til
hækkun á hámarksþakinu. Ekki er
minna mikilvægt að gera þær breyt-
ingar að tekjur undir 300 þúsundum
skerðist ekki,“ segir Eygló. Að sögn
hennar verður nú farið yfir tillögurn-
ar og vinna hafin að frumvarpsgerð.
„Kanna þarf hvernig þetta fellur inn
í fjárlagarammann. En svo er einnig
unnið að breytingum á almanna-
tryggingarkerfinu auk þess sem við í
velferðarráðuneytinu sætum kröfu
um stóraukin framlög í heilbrigðis-
kerfið. Til að mæta þessu öllu þarf að
fara einhverja millileið,“ segir Eygló.
Spurð hvort líkur séu á því að
frumvarpið verði lagt fyrir á núver-
andi þingi þá telur hún slíkt ólíklegt.
SA á móti lengingu
Ekki var samstaða um allar tillög-
urnar í nefndinni. Þannig leggjast
Samtök atvinnulífsins gegn því að
fæðingarorlofið verði lengt, vegna
aukins kostnaðar og lengri fjarveru
foreldra frá störfum. Þá leggja sam-
tökin áherslu á að fyrirkomilag fjár-
mögnunar verði að liggja fyrir.
Frekari hækkun tryggingargjalda
komi ekki til álita af hálfu SA.
Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar
frá SA, ASÍ, BHM, BSRB, fjármála-
og efnahagsráðuneyti, mennta- og
menningarmálaráðuneyti og Sam-
band íslenskra sveitafélaga.
Fyrstu 300
þúsundin
verði óskert
Sameiginlegt fæðingarorlof verði ár
Eygló
Harðardóttir
Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is
21.990
Verð
Hjólatjakkur 3T
Stöðugur hjólatjakkur sem lyftir 52cm,
lægsta staða 14,5cm.
Burðarþol 3 tonn.
TJ T83001
Þvottakar 20 Gallon
Þvottakar sem hentar vel fyrir þrif á varahlutum
og verkfærum.
TJ TRG4001-20
Til í fleiri stærðum
Sandblásturskassi
Flottur sandblásturskassi sem hentar vel á
verkstæðið. Vinnupláss: 60x84x63cm.
TJ TRG4222
Til í fleiri stærðum
22.990
Verð
69.900
Verð
Kapaltromla 25m
Lengd 25m, leiðir 3G1,5 H05VV-F
BR 1099150027
6.990
Verð
Digital rennimál
150mm, 0,02mm skekkja
TO YT7201
4.990
Verð
Vélagálgi 1 Tonn
Hámarkshæð 2000mm,
lægstahæð 25mm.
Burður 1 Tonn
TJ T31002
Til í fleiri stærðum
49.900
Verð