Morgunblaðið - 12.03.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Morgunblaðið/Eggert
Skóli Börnin velja sér ávexti og
grænmeti í matartímanum.
Evrópusambandið hefur ákveðið að
ráðast í markaðsátak til að auka að-
gang skólabarna í aðildarríkjunum
að mjólk, ávöxtum og grænmeti.
Jafnframt verður veitt fræðsla um
hollustu matar. Hér á landi eru þess-
ar afurðir ekki niðurgreiddar sér-
staklega til skóla.
Evrópusambandið mun auka
framlög sín til mjólkur, grænmetis
og ávaxta í skólum og verða fram-
lögin um 35 milljarðar á ári þegar
nýja áætlunin kemur til fram-
kvæmda eftir mitt næsta ár. Reynt
er að koma í veg fyrir að einstök ríki
beiti niðurskurðarhnífnum á þessi
útgjöld eða nýti framlögin í annað.
Mjólkursamsalan hefur boðið
skólamötuneytum kælivélar til að
geta boðið börnunum kalda mjólk og
hefur vakið athygli á alþjóðlega
skólamjólkurdeginum með ókeypis
mjólk og teiknimyndasamkeppni.
Björn S. Gunnarsson, vöruþróun-
arstjóri MS, segir engar sérstakar
niðurgreiðslur hér á landi vegna
skólamjólkur. Hann bendir á að
mjólkurneysla hér sé í grunninn góð
og kannski ekki sama þörf á sér-
stökum aðgerðum og í ýmsum öðr-
um löndum.
Yfir vetrarmánuðina verja börnin
meirihluta dags í skóla eða á frí-
stundaheimilum. Þess vegna gefur
skólamaturinn einstakt tækifæri til
að bæta neysluvenjur barna og
kenna þeim að njóta hollrar fæðu.
Landlæknisembættið hefur veitt
skólamötuneytum ýmsar upplýs-
ingar til að stuðla að þessari þróun.
Meðal annars hefur verið gefin út
handbók fyrir skólamötuneyti til að
auðvelda starfsfólki að bjóða börn-
um hollan og góðan mat. Ráðlagt er
að hafa grænmeti, hrátt og/eða soð-
ið, með öllum hádegismat. Ávexti og
grænmeti í morgunhressingu og síð-
degishressingu. Einnig er sagt til-
valið að bjóða upp á ávexti eftir há-
degisverð. Til drykkjar skuli boðið
kalt vatn og léttmjólk með sem flest-
um máltíðum. helgi@mbl.is
Ota mjólk og grænmeti að skólabörnum
ESB reynir að auka hollustu skólamatar Ekki sérstakar niðurgreiðslur hér
Árni Gunnarsson
var kjörinn for-
maður Rauða
krossins í Reykja-
vík á fjölmennum
aðalfundi deild-
arinnar í fyrra-
kvöld. Árni hefur
verið gjaldkeri
stjórnar síðasta
árið og áður sinnt
fjölbreyttri stjórnarsetu fyrir Rauða
krossinn. Í tilkynningu segir m.a. að
veruleg umskipti hafi verið í deild-
inni og í vetur samþykkt skýr stefna
um hjálparstarf í borginni. Í fyrra
fjölgaði verulega konum sem leita í
Konukot, athvarf Rauða krossins í
Reykjavík fyrir heimilislausar kon-
ur. Þær voru 91 í fyrra en voru 59
árið 2014.
Nýr formaður Rauða
krossins í Reykjavík
kjörinn á aðalfundi
Árni Gunnarsson
Pétur Magnús-
son, forstjóri
Hrafnistu, var
kjörinn formað-
ur Samtaka fyr-
irtækja í velferð-
arþjónustu (SFV)
á aðalfundi sam-
takanna. Tekur
hann við for-
mennsku af Gísla
Páli Pálssyni, forstjóra Markar,
sem verið hefur formaður í átta ár
og gaf ekki kost á sér til áfram-
haldandi setu. Nýja stjórn SFV
skipa nú Anna Birna Jensdóttir f.h.
Sóltúns, Ásgerður Th. Björnsdóttir
f.h. SÁÁ, Björn Bjarki Þorsteins-
son f.h. Brákarhlíðar í Borgarnesi,
Brynjar Þórsson f.h. NLFÍ, Mar-
grét Árdís Ósvaldsdóttir f.h. Selja-
hlíðar, Pétur Magnússon f.h. Sjó-
mannadagsráðs, eiganda
Hrafnistuheimilanna, og Sveinn
Magnússon f.h. Eirar.
Kjörinn nýr formað-
ur SFV á aðalfundi
Pétur Magnússon
Næsti morgun-
fundur forvarna-
verkefnisins
Náum áttum
verður á Grand
hóteli miðviku-
daginn 16. mars
kl. 8.15 til 10.00.
Fjallað verður
um barnavernd
og forvarnavinnu í leikskólum og
hvernig leikskólar hafa tækifæri til
að leiðbeina börnum og foreldrum
m.a. gegn einelti. Fyrirlesarar
verða Linda Hrönn Þórisdóttir,
leikskólastjóri á Kópahvoli, Mar-
grét Júlía Rafnsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Barnaheillum, Rakel Ýr
Ísaksen, leikskólakennari á Álfa-
heiði, og Jenný Ingudóttir, verk-
efnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Á fundinum verður m.a. kynnt Vin-
áttuverkefni Barnaheilla sem ný-
lega var tekið í notkun en nú eru 30
leikskólar þátttakendur og hafa
hátt í 200 starfsmenn leikskóla sótt
Vináttunámskeið.
Barnavernd og for-
varnir í leikskólum
Skissustund fyrir alla fjölskylduna
Í dagmilli kl. 13 og 16 býðst allri fjölskyldunni að gera
eigin skissurmeð leiðbeiningum frá snjöllum hönnuðum
í Arion banka, Borgartúni 19.
Skissugögn á staðnum.
Í tilefni af HönnunarMars sýna íslenskir hönnuðir
og arkitektar skissurnar sínar í Borgartúni 19 og veita
innsýn í hvernig hugmyndir verða til og öðlast form.
Sýningin er opin um helginamilli kl. 13 og 17.
Allir velkomnir – kaffiveitingar í boði.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
6
-0
8
5
9