Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1995, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 05.01.1995, Qupperneq 14
14 5. JANÚAR 1995 VlffURFRÉTTIR • Barn ársins: „Það var stúlka..." Nýársbarnið 1994 var stúlka. fædd 2. janúar kl. 22:08. Barn- ið var stúlka. 3440 grömm og 50 sentimetr- | ar. Foreldrarnir eru Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Jóns- son. Til hamingju með eins árs afmælið sl. mánudag! • Flopp ársins: „Smíða skútu, skerpi skauta..." Hafin var framleiðsla á BB 12 seglskútum hjá Ventusi hf. í í Keflavfk. Haldin var sýning og fjölmargir lögðu leið sína á sýninguna. Skútan var send utan til sýningar í Þýskalandi. j Þjóðverjinn skyldi heillaður. Eitthvað hefur farið hljótt um BB 12 síðan í ársbyrjun 1994. - Hvers vegna? • Ráðning ársins: „Við komum bara rebbaú þing..." Friðjón Einarsson hlaut ráðn- ingu ársins þegar hann var ráð- inn í starf forstööumanns markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu sameinaða sveitarfélags- ins. Valið stóð á milli Friðjóns og Kristjáns Pálssonar. Hvort Friðjón safnaði liði til að koma Kristjáni á þing er ekki vitað, en Kristján kom með ágætum út úr prófkjöri um svipað leyti og dró atvinnuumsókn sína til baka. • Bygging ársins: „Setjum bara þak ú skurðinn • •• Bygging ársins var aldrei byggð. Hún er hins vegar hug- mynd á blaði um að byggja hvolfþak yfir gömlu grjót- námurnar vestan Keflavíkur. Þar gæla menn við yfirbyggð- an fjölnotaíþróttavöll. Hug- myndin hefði þurl't að koma miklu fyrr vegna HM-95. • Nöfn ársins: „Nú, mú það ekki heita..." Suðurnesjabær, Hafnavík, Reykjanes og fleiri nöfn komu í umræðuna á sl. ári. Suður- nesjabær er örugglega nafn ársins. Sameinað sveitarfélag má ekki heita því nafni og mannanafnanefnd getur ekkert gert í málninu þó reglur um j nöfn liafi verið gefnar frjálsari. Suðurnesjabær er nefnilega ekki mannanafn... • Maður ársins: „Ég keypti það í kaup- félaginu • •• Guðjón Stefáns- son, kaupfélags- stjóri, var kjörinn maður ársins af Víkurfréttum á síðasta ári. Þá voru einkunnar- orðið „Sókn er besta vörnin" hjá kaupfélagsstjóra og Kaup- félag Suðurnesja hefur haldið áfram að sækja í sig veðrið. Svona var... • Mannraun ársins: „Og hann bara bakkaði.." Starfamaður Pósts og Síma komst í hann krappann á árinu þegar bifreið sem hann ók fór út af veginum upp á Þorbjörn og bíllinn rann unt 100 metra niður snarbratta hlíðina án þess að velta. Bíllinn skemmdist ekkert en tvö dekk affelguðust og einn hjólbarði eyðilagðist. • Fegurð ársins: „Og fegurðardrottn- ing Suðurnesja er..." Lovísa Aðalheiður Guðmunds- dóttir var kjörin Fegurðar- drottning Suðurnesja 1994. Sólrún Björk Guðmundsdóttir var valin vinsælasta stúlkan. Tvær Birgittur, önnur Unnars- dóttir og hin Vilbergsdóttir urðu í 2. og 3. sæti. • Fnykur ársins: „Er þetta nýja ilm- vatnið þitt?..." Farþegar í Flugleiðaþotum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli fundu mikinn ýldufnyk í flug- vélunum á vormánuðum þegar flugvöllurinn nálgaðist. Skýr- ingin var sú að verið var að bræða dragúldna loðnu í bræðslunni í Sandgerði og reykurinn fór í loftræstikerfi flugvélanna. Nammi namm... • Endurkoma ársins: „Eiga ekki fyrir salti í grautinn • •• Saltverksmiðjan á Reykjanesi gaf upp öndina á árinu en í stað þess að setja salt í sárin tók starfsmenn fyrirtækið á leigu eftir að Hitaveitan keypti allt klabbið og hófu fram- leiðslu á eðalsalti í nýjum um- búðum. • Vonleysi ársins: „Halló, er einhver að hlusta..." Útvarpsstöðin Brosið var í fjár- hagsvandræðum á árinu. I bréfi frá fyrirtækinu til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum sagði að reksturinn væri vonlaus. Brosið fór fram á styrk frá sveitarfélögunum og fékk. Utvarpsstjórinn hætti hins vegar nú um síðustu ára- mót. Það er því uppsögn árs- ins. • Þjónusta ársins: „Sjúiði brjóstin ú þessari • ••• H r a f n k e 11 Oskarsson og hans fólk á Sjúkrahúsi Suðurnesja veitir þjón- ustu ársins. Nú er hægt að fá stærri brjóst eða láta fitusjúga sig í stóra húsinu við Skólaveginn og sérfræðingar eru í hverju horni. • Ánægja ársins: „Við höldum úfram að berjast..." Félagsvísindastofnun gerði skoðanakönnun á meðal Suð- urnesjamanna á árinu 1994 þar sem kemur fram að 82% Suð- urnesjamanna voru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með Víkurfréttir, en 0,6% voru frekar óánægðir með blaðið. Sömu sögu er að segja af spurningu um fréttaþjónustu Víkurfrétta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. • Púður ársins: „Trítlapakki ekki nóg fyrir mig ••• Um tveir tugir ungra drengja úr Keflavík lögðu undir sig flugeldalager Björgunarsveit- arinnar Suðurnes í desember og nær tæmdu lagerhúsnæðið (eða allt að þvf). Púðrið kom í leitirnar rétt fyrir áramót og það gerði líka 5 kg. dýnamíttúpa sem horfði hafði úr Helguvík nýverið. • Sameining ársins: „Berjumst saman bræður, berjumst ••• Þrjú sveitarfélög voru samein- uð í eitt á árinu og þar verður að teljast sameining ársins. Þá sameinuðust öll íþróttafélög í Keflavík í eitt undir nafninu í- þrótta- og ungmennafélagið Keflavík. Sameinaða sveitarfé- lagið heitir hins vegar...(það er nú það...). • Hátíð ársins: „Ein I'íjóð... ú sama vegi" Hátíð ársins var haldin á Þing- völlum. Fjölmargir Suður- nesjamenn komust alla leið en einnig komust margir bara f Artúnsbrekkuna. Þeir sem komust bara þangað fóru því bara á Vúddstokk-hátíðina á Höskuldarvöllum. Þar urðu mótshaldarar þó ekki rfkir af skemmtuninni. • Sopi ársins: „Tvo lítra takk..." Vatnsfélag Suðurnesja gerði góða hluti á árinu og kom Suð- urnesjavatn- inu á markað í Bandaríkj- unum. KÖNIC of Iceland er nú fáanlegt í 1600 bandarískum stórmörkuðum. „Besta vatn í heimi,“ segir framkvæmda- stjórinn og klerkurinn Oddur Einarsson. • Leikari ársins „Allt satt svo langt sem......." Bezzzti blaðamaðurinn á Bezzztablaðinu er leikari ársins. Sannleikur er aukatriði en þrátt fyrir það fékk leikari ársins á Suðumesjum hlutverk í Sannleika-sagt þætti áramóta- skaupsins en hefði betur komið fram í hlutverki Gosa. Allt satt ....svo langt sem nefið nær... • List ársins: „Svo mólum við sól hér í hornið..." Það rak hver listviðburðurinn annan á því herrans ári 1994. Menningarvökur og stórglæsi- legar sýningar Höllu Haralds- dóttur og Aka Gráns vöktu at- hygli og einnig fjölmargir aðrir smærri en ekki síðri listvið- burðir. 1994 var listaár á Suð- urnesjum. • Hegðun ársins „Njarðvíkurkrakk- arnir eru svo góðir..." Já, fimmhundruð nemendur Njarðvíkurskóla eru svo prúðir að þeir fá verðlaun nánast árlega fyrir góða hegðun. Það kom vel í ljós þegar Aki Gránz hélt listsýningu sína á sal skólans með marga verðmæta listmuni og hluti. „Bara horfa, ekki snerta eða taka“.. voru kjörorð krakkanna sem eiga heiður skilið..." • Bruni ársins: „Af litlum neista..." Stóra blokkin og atburðirnir þar í byrjun júní fá nafngiftina Bruni ársins 1994. Af litlum neista varð eitt mesta bál sem komið hefur upp í fjölbýlishúsi á Islandi fyrrog sfðar. Ennþá hafa ekki allir flutt inn í íbúðir sínar að nýju. Tjónið nam á annað hundrað milljónum króna. • Fiskar ársins: „Við ólumst upp sam- an bræðurnir..." Fiskar ársins voru flakaðir hjá Trosi í Sandgerði. Þar var um að ræða svokallaða „fóstur“- þorska sem er undirmálsþorsk- ur alinn upp í sjókvíum fyrir austan. Einfalt og ódýrt og gef- ur mikla möguleika í verð- mætaaukningu segir Logi Þor- móðsson, fiskverkandi. • Bað ársins: „í botninum stendur: Reykingar bannaðar..." Aldrei í sögunni hafa eins margir fengið sér sundsprett í sundmiðstöð Keflavíkur. Grindvíkingar opnuðu nýja sundlaug og Garðmenn og Vogamenn fögnuðu eins árs afmæli sinna lauga. Þá voru gestir Bláa lónsins nær ótelj- andi og þar var líka allt fullt af fyrirsætum. • Skemmdarvargur ársins: „Bregðum blysum ú loft..." Skemmdarvargur ársins hafði viðkomu á lögreglustöðinni í Keflavík í ársbyrjun. Hann henti logandi blysi inn á gólf stöðvarinnar, skemmdi gólf- dúkinn og hljóp á brott en svartklæddir menn með der- húfur náðu kauða og stungu í steininn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.