Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 7
♦ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra kom meðal annars við í íslensk- um ígulkerum í Njarðvík í Suðurnesja- heimsókn sinni í síðustu viku. VF- mynd/pket. Sj ávarútvegsráðherra í Suðurnesjaheimsókn Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra heimsótti fyrirtæki í sjávarútvegi og fískvinnslu á Suðurnesjum í síðustu viku. „Það hefur orðið ánægjuleg þró- un í sjávarútvegi á Suðurnesjum og mörg fyrirtæki hér til fyrirmyndar“, sagði Þorsteinn. Ráðherra hóf heimsókn sína í Sandgerði, hjá Miðnesi lif., fór þaðan í „Fyrirtæki ársins á Suðumesjum 1995“, Nesfisk hf. og síðan til Helguvfkur. Þar tók á móti honum „Maður ársins á Suðurnesjum 1995“, nafni hans, Þorsteinn Erlingsson, stjómarfomiaður Helguvíkurmjöls. Ráð- herra skoðaði þar allar aðstæður en eins og kunnugt er, er undirbúningur fyrir byggingu fiskimjölsverksmiðju SR-mjöls í fullum gangi. Þeir Hörður Helgason og Ellert Vigfússon, eigendur íslenskra ígul- kera í Njarðvík fræddu ráðherra og fylgd- arlið um ígulkeravinnsluna og fyrirhug- aða rækjuvinnslu. Heimsókn sjávarút- vegsráðherra lauk í Grindavík þegar hann skoðaði aðstöðu og starfsemi Stakkavíkur hf. sem þessa dagana er í stórræðum en þessa dagana er unnið að stækkun á hús- næði fyrirtækisins. „Þetta var góður dagur. Við fundum smugu í dagskrá ráðherrans og hann tók þessari hugmynd okkar vel og var mjög ánægður með heimsókn sína hingað til Suðurnesja", sagði Stefán Þ. Tómasson, framkvæmdastjóri Utvegsmannafélags Suðumesja og Vinnuveitendafélags Suð- urnesja en formenn þeirra félaga, Dag- bjartur Einarsson og Eiríkur Tómasson vom auk Stefáns fylgdarmenn Þorsteins Pálssonar í þessari heimsókn sem lauk með fundi og kvöldverði með stjórnar- mönnum fyrrgreindra félaga í veitinga- húsinu við Bláa lónið f Grindavík. ZANCASTER .vtt2/>*Zit?ö rtthyti >ti>tc/ föstudag frá kl. 13:00 til 1 7:00 Ester kynnir - Kaupauki fylgir GV <vítt „ og snyrtivöruvers/ nn£.íta Hafhargötu 37A Sími 421 3311 LJós Thule eik en komin aftur! KP. 3.285.- f^jropinn stgr. pp. ferm. 1 Hafnargötu 90 • Keflovík • simi 421 4790 nr UTSALAN í FULLUM GANGI 40 - 70% AFSLÁTTUR ÁRSÓL Heiðartúni 2 - Garði - sími 422 7935 Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09:00-11:00 á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, II hæð, sími 421-6700. Bæjarstjóri. Útsala á málningu Verð frá kr. 310 pr. lítrinn Útsalan stendur yfir til 17. febrúar Hempels • Bett • Vitretex Litaval, Baldursgötu 14, sími 421 4737 Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.