Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 3
Tölvuskóli Suðurnesja að hejja sitt þriðja starfsár: Tölvuskóli Suðumesja hefur hafið út- gáfu kennslubóka fyrir þrenns konar tölvuforrit en skólinn er nú að hefja sitt | þriðja starfsár og kynnti starfsemi sína á Ránni sl. fimmtudagskvöld. I Eigendur skólans em fyrirtækin Tölvu- væðing og Aðstoð og Bjami Kristjáns- son, tannsmiður. Skólinn hefur lagt áherslu á endurmenntun og hagnýtt nám, sem nýtist fólki í atvinnulífinu og í atvinnuleit. Sl. haust hóf hann kennslu fyrir atvinnulausa f samvinnu við At- | vinnuleysistryggingasjóð og verkalýðs- félög og að sögn Ragnars Marinósson- ar, skólastjóra stendur fyrir dymm að hefja slíka kennslu á nýjan leik. Hann sagði að reynsla af kennslu fyrir at- vinnulausa hefði gefið góða raun. Ein- hveijir hefðu fengið störf í framhaldi af náminu og aðrir fóm áfram út náms- brautina m.a. í framhaldsskóla. A kynningarfundinum fóru eigendur og starfsmenn Tölvuskóla Suðumesja vítt og breitt yfir starfsemi skólans auk j þess að gauka að gestum fróðlegum upplýsingum úr tölvusögunni. Meðal nýjunga hjá skólanum er bókaútgáfa. Bjami Kristjánsson, Baldur Baldursson og Ragnar Sigurðsson em aðalhöfund- ar þriggja kennslubóka en Bjami sagði að hingað til hafi ekki verið til viðun- andi kennslubækur fyrir algengustu forritin, s.s. Word, Windows 95 og Exel. Kennslubækur TS em með litiu lesmáli og byggðar upp í þrepaformi, sk. „step by step“ og er þekkt útgáfuað- ferð erlendis. Einnig stendur til að gefa bækurnar út í möppuformi. Þannig væri auðvelt að uppfæra þær þegar nýj- ungar kæmu. Ragnar Marinósson, skólastjóri sagði skólann í góðu sambandi við atvinnu- lffið á Suðurnesjum sem og ýmis starfsmannafélög. Til dæmis hefði Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða kostað félagsmenn sína á námskeið. Einnig kom fram að í framhaldi af námskeiðahaldi TS fyrir íslenska starfs- menn vamarliðsins hefði komið upp sú hugmynd að bjóða bandariskum starfs- mönnum á vellinum námskeið þar sem kennt væri á ensku. Baldur Baldursson, stjómarformaður Tölvuskólans sagði að þessi hugmynd hefði verið vel tekið og gengið vel. Ekki er vitað til þess að vamarliðsmönnum hafi verið áður boð- ið námskeið sem væri haldið á þeirra tungumáli. A kynningunni sagði Baldur frá athygl- isverðu „stríði“ um tölvustafrrófið en það var barátta um íslensku stafinu á tölvum. „í því stríði vannst gríðarlega j mikilvægur sigur fyrir okkur Islendinga en það vita mjög fáir“, sagði Baldur. Magnús Jóhannesson, rekstrar- og stjómunarfræðingur flutti stuttan en at- hyglisverðan fyrirlestur um gæðastjóm- un og kom hann víða við. Meðal ann- ars kom Intemeúð til tals og voru gesúr forvitnir að vita hvemig það kemur til með að nýtast Islendingum. ♦ Eigendur Tölvuskóla Suðurnesja ásamt starfsmönnum. F.v. Ragnar Sigurðsson, Ragnar Marinósson, Baldur Baldursson, Iða Brá Vilhjálmsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Elvar Gottskálksson, Guðmundur Þórðarson og Magn- ús Jóhannesson, rekstrar- og stjórnunarfræðingur. VF-mynd/pket. tölvuskóli suðurnesja tölvuskóli r (_ suðurnesja HAFNARGÖTU 35 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4025 Atvinnulausir athugið! Innritun stendur yfir í eftirtalin námskeið • Vélritunarnámskeið • Byrjendanámskeið • Excel (töflureiknir) • Word (ritvinnsla) • Námskeið í auglýsingagerð Notið ykkur tækifærið þar sem námið er ykkur að kostnaðarlausu!!! Látið skrá ykkur strax í síma 421 4025 Einstaklingar og fyrirtæki athugið! Innritun stendur yfir á eftirtalin námskeið hjá Tölvuskóla Suðurnesja: , ^ • Grunnnámskeið • Word ritvinnsla • Excel töflureiknir • PowerPoint auglýsingagerð • Windows 95 ofl. Innritun stendur yfir í síma 421 4025 /^suðumesja V íkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.