Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 14
Apótek Keflavíkur 45 ára: Það eru tímamót hjá Apóteki Keflavíkur um næstu helgi. Þá fagnar fyrirtækið bæði 45 ára afmæli sínu en það var stofnað 7. febrúar 1951, og opnar um leið snyrtivörudeild sína í endurbættu húsnæði. Fyrir áramót var tekinn í gagnið um 120 fermetra viðbvgging Apóteksins en með þessum áfanga nú er miklum breytingum á húsnæði fyrirtækisins lokið. ♦ Svona leit afgreiðslusalur apóteksins út eftir breyting- arnar 1982. ♦ Heiðrún Þorgeirsdóttir og Benedikt Sigurðsson í nýja húsnæði apóteksins. VF-mynd/pket. ♦ Úr afgreiðslu Apóteks Keflavíkur áður en henni var breytt árið1982. Atvinna Vantar bílstjóra til að keyra út Pizzur Þarf að hafa bíl til umráða Upplýsingar á staönum. NYJUNGAR Benedikt Sigurðsson apótek- ari segir að takmörkuð stærð Apóteksins fyrir þessar breyt- ingar hafi komið í veg fyrir að hægt var að bjóða upp á meiri þjónustu því hafí verið tekin ákvörðun um að stækka hús- næðið með viðbyggingu. Meðal nýjunga sem boðið verður upp á í „nýja" apótek- inu er ókeypis næringaráðgjöf þar sem fólk getur pantað tíma hjá næringafræðingi, blóðþrýstingsmælingar og einkaviðtöl við lyfjafræðinga, svo eitthvað sé nefnt. Sérstakt viðtalsherbergi hefur verið út- búið í Apótekinu þar sem þessari þjónustu verður m.a. sinnt. Ný snyrtivörudeild með auknu vömúrvali verður opn- uð nk. laugardag en eins og fyrr segir flutti hefðbundin starfsemi Apóteksins í ný- bygginguna fyrir áramót. Þar er afgreiðslan nú í rúmgóðu húsnæði og meðal nýjunga þar má nefna aukið vöruval þar sem viðskiptavinimir geta skoðað sjálfir það sem er á boðstólum . Einnig er góð að- staða fyrir böm sem bíða með foreldrum sínum. I því sam- bandi má einnig nefna þá sér- stöðu sem nú er boðið upp á, þ.e. að nú geta mæður komið með barnakerrurnar inn í verslunina og þurfa ekki að ♦ I vikunni voru iðnað- armenn að vinna við lokafrágang á snyrtivöru- deildinni. skilja þær eftir fyrir utan. BREYTT í ANNAÐ SINN Starfsmenn Apóteks Kefla- víkur em með eigendum tutt- ugu talsins, þó ekki allir í heilsdagsstöðum. Þau Bene- dikt og Heiðrún Þorgeirsdóttir tóku við rekstri Apóteksins árið 1978 af Jóhanni Ellerup, apótekara. Fjómm ámm síðar gerðu þau miklar breytingar á þáverandi húsnæði apóteksins og stækkaði afgreiðslusalur- inn um 80%. Tóku þau efri hæðina og einnig kjallara í notkun undir starfsemina. Samhliða þessu létu þau rífa skúrbyggingar þar sem ýmis starfsemi á vegum apóteksins hefði verið. Þessir skúrar voru þar sem núverandi nýbygging var reist. í viðtali við blaðið Faxa árið 1982, að afloknum breyting- unum sagði Benedikt að þessi stækkun apóteksins ætti að duga um ófyrirséða framtíð. „Ekki hef ég verið mjög fram- sýnn", segir Benedikt þegar hann rifjar upp þessi ummæli sín, enda hefiir mikið breyst á þessum tíma. FRÁ SUÐURNESJUM Benedikt og Heiðrún kona hans eiga bæði ættir sínar að rekja til Suðurnesja þó svo þau séu ekki uppalin á svæð- inu. Langafi Heiðrúnar, Magnús Gunnlaugsson var fæddur í Stapakoti í Innri- Njarðvík en faðir Benedikts náði sér í kvonfang í Sand- gerði og hóf búskap með henni á sínum heimaslóðum, Akranesi og segist Benedikt muna eftir mörgum heim- sóknum með foreldmm sínum til ömmu sinnar á Flankastöð- um í Sandgerði. En þegar hann var 15 ára fór hann í framhaldsskóla í Reykjavík. Hann lauk síðan lyfjafræði- námi árið 1961, starfaði í Ing- ólfsapóteki til ársins 1963 og í heildverslun Stefáns Thorarensen við framleiðslu til ársins 1968. Þá fór hann til Selfoss og tók við apótekinu þar. Eftir tíu ára veru fyrir austan fjall lá leiðin til Kefla- víkur þar sem þau hjón hafa alið manninn síðan. Þau Benedikt og Heiðrún em ánægð með breytingarnar í apótekinu og segja þær allar í þá vem að geta aukið þjónust- una og að vinnan við breyt- ingamar beri iðnaðarmönnum á Suðurnesjum fagurt vitni. Heiðrún hefur haft snyrtivöm- deildina á sinni könnu en sala á snyrtivömm hófst í apótek- inu árið 1980.1 tilefni þessara tímamóta verða margar kynn- ingar ásamt ýmsum tilboðum og fleiru í afmælismánuðin- Aukin þjonusta og nýjungar í stærra apóteki 14 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.